Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 BIRKIR Bjarnason tryggði Viking 1:0-sigur á Tromsö með marki skömmu fyrir leikslok í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gær. Viking hefði með tapi endað í 13. sæti en hafnaði með marki Birkis í því tíunda. Þetta var sjöunda mark U21-landsliðsmanns- ins knáa á leiktíðinni. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Vikings. Garðar Jóhannsson skoraði einnig í 5:0-sigri Fredrikstad á lánlausu liði Lyn auk þess að leggja upp annað mark. Arnar Darri Péturs- son var í marki Lyn, sem er löngu fallið um deild, en fékk rautt spjald snemma í seinni hálfleiknum. Garðar og félagar verða engu að síður að keppa við þrjú lið úr 1. deild um sæti í úrvalsdeild að ári því Fred- rikstad hafnaði í 14. og þriðja neðsta sæti deild- arinnar. Stabæk með Pálma Rafn Pálmason innanborðs var það Íslendingalið sem end- aði efst í deildinni, í 3. sæti, en liðið varð 16 stigum á eftir meisturum Rosen- borgar. Næst kom Odd Grenland sem gat þakkað frábærri frammistöðu landsliðsmarkvarðarins Árna Gauts Arasonar fyrir 1:1-jafntefli við Bodö/Glimt í gær. sindris@mbl.is Birkir tryggði sigur í lokaumferðinni Birkir Bjarnason ARGENTÍNUMAÐURINN Gonzalo Higuaín sá um að koma Real Madrid aftur á sig- urbraut um helgina, eftir þrjá leiki liðsins án sigurs, þegar hann skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri á Getafe í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Madridingar, sem voru án Cristiano Ronaldo vegna meiðsla, misstu varnarmann- inn Raúl Albiol af velli eftir hálftíma leik með rautt spjald en það kom ekki að sök og er Real nú stigi á eftir toppliði Barcelona sem gerði 1:1 jafntefli við Osasuna á útivelli. „Við sýndum með þessum sigri að við ætl- um að berjast um meistaratitilinn. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Higuaín eftir leikinn og hann vonast til að sigurinn dugi til að draga úr harkalegri gagn- rýninni sem Madridingar fengu í spænskum fjöl- miðlum eftir 4:0 tap gegn 3. deildarliðinu Alcorcon í bikarkeppninni. „Þetta er búin að vera erfið vika því við höfum þurft að sitja undir mikilli gagnrýni. Þess vegna var mjög mikilvægt að vinna í dag,“ sagði Higuaín. Sevilla fylgir í humátt á eftir risunum tveimur og með 2:0 sigri á Xerez er liðið nú þremur stigum á eftir Real. sindris@mbl.is Erfiðri viku lauk vel hjá Real Madrid Gonzalo Higuaín Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is ÞAÐ er eflaust engin tilviljun að frá- bært gengi Chelsea undanfarið er í beinu sambandi við endurkomu Franks Lampard á markaskor- unarlistann. Lampard hefur senni- lega verið mikilvægasti leikmað- urinn í stjörnum prýddu liði Chelsea á góðæristímanum á þessari öld, skorað grimmt og lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Hann hefur reyndar skorað alls 90 mörk í 298 leikjum fyrir Chelsea frá því að hann kom þangað frá uppeldisfélagi sínu West Ham 2001. Hann hafði hins vegar aðeins skorað eitt mark fyrir liðið á leiktíð- inni þegar kom að leik við Atlético Madrid í Meistaradeildinni fyrir skömmu en hefur nú skorað fjögur mörk, tvö þeirra reyndar úr vítum, og lagt upp tvö í síðustu þremur leikjum. Chelsea-vélin hefur reynd- ar lítið sem ekkert hikstað á þessari leiktíð en nú þegar mótorinn á miðj- unni er kominn í gang virðist hrein- lega ekkert geta stöðvað Lund- únaliðið. Það gæti hins vegar breyst strax um næstu helgi þegar risaleikurinn við Manchester United fer fram en eftir auðveldan 2:0 sigur United á Blackburn munar tveimur stigum á liðunum á toppi deildarinnar. Carlo Ancelotti hinn ítalski knatt- spyrnustjóri Chelsea vill ekki hugsa of mikið um þann slag að sinni. „Það er eðlilegt að fólk sé að hugsa um leikinn við United en við eigum annan mikilvægan leik í vik- unni [gegn Atlético Madrid í Meist- aradeildinni]. Það verður auðvelt að búa sig undir leikinn við United þeg- ar að því kemur, enda er það afar mikilvægur leikur,“ sagði Ancelotti sem vill ekki gera of mikið úr gengi liðsins þessa dagana. „En okkur gengur mjög vel þessa stundina og frammistaðan var góð í þessum leik,“ sagði Ancelotti. Ógæfa Liverpool heldur áfram Ógæfa Liverpool virðist engan enda ætla að taka, því eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum í vik- unni tapaði liðið 3:1 fyrir Fulham á laugardag og var þetta sjötta tapið í síðustu sjö leikjum. Liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Chelsea. Ekki bætir úr skák að tveir leik- menn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Fulham, varnarmað- urinn mikilvægi Jamie Carragher og Philipp Degen, en spjöldunum verð- ur sennilega báðum áfrýjað. „Það er alltaf erfitt að taka tapi en sérstaklega þegar maður stjórnar leiknum svona. Ég var í raun mjög hissa því í fyrri hálfleiknum var ein- stefna að marki Fulham. Það var ótrúlegt að við skyldum fá á okkur mark þá,“ sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool. „Allir stjórar vilja vinna leiki og þegar það gengur ekki eftir þarf að finna ástæður þess, og það erum við að gera. Það sáu allir leikinn okkar við United og vita hvers við erum megnugir. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem gefast og gera ekki svona hrikaleg mistök eins og í dag,“ sagði Benítez. Mótorinn kominn í gang  Chelsea hefur skorað sautján mörk gegn engu í síðustu fjórum leikjum  Lampard farinn að skora á nýjan leik  Kreppuástand hjá Liverpool Reuters Á uppleið Það er allt á uppleið hjá Englendingnum Frank Lampard og félögum í Chelsea og hér fagnar hann marki sínu sem braut ísinn gegn Bolton um helgina með sama hætti og hann hefur gert allt frá því að móðir hans lést. Í HNOTSKURN »Chelsea skoraði umhelgina sautjánda mark sitt í síðustu fjórum leikjum en í þeim hefur liðið ekki fengið á sig mark. »Spánverjinn FernandoTorres er markahæstur í deildinni með 10 mörk en Di- dier Drogba kemur næstur með 9 mörk. Markið frábæra sem Didier Drogba skoraði fyrir Chelsea í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag og innsiglaði 4:0 sigur liðsins á Bolt- on var það 17. í síðustu fjórum leikj- um þess. Sautján mörk í fjórum leikj- um. Þar að auki hefur Chelsea haldið marki sínu hreinu í öllum þessum leikjum og því ekki skrýtið að menn séu farnir að sjá fyrir sér að Eng- landsmeistarabikarinn sé á leiðinni aftur á Brúna. Allt aðra sögu er að segja af Liverpool sem hefur nú tap- að sex af síðustu sjö leikjum sínum. Magnað ein-staklings- framtak Cesc Fabregas vakti athygli í 3:0-sigri Arsenal á Tott- enham í slag þessara erki- fjenda í ensku úr- valsdeildinni um helgina. Eftir að Robin van Persie hafði komið Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik tók Tottenham miðju en Fabregas stal boltanum strax og lék listilega í gegnum vörn Tottenham áður en hann skoraði með góðu skoti, 50 sekúndum eftir markið frá van Persie. Hollendingurinn gull- tryggði svo sigurinn með sínu öðru marki í seinni hálfleiknum.    Kári Árnasonvar í liði Plymouth sem fagnaði góðum 1:0-útisigri á Middlesbrough í fyrsta leik Boro undir stjórn Gordons Strac- han. Kára og fé- laga hans í miðri vörn Plymouth, Shane Lowry, er hrósað sér- staklega fyrir frábæra frammistöðu á heimasíðu félagsins og Paul Stur- rock knattspyrnustjóri var ánægður með þeirra leik. „Það kom mikið af sendingum inn í vítateiginn en þeir Shane og Kári voru hreinlega fram- úrskarandi,“ sagði Sturrock.    Það var Íslendingaslagur í Cov-entry á laugardag þegar heimamenn tóku á móti Reading í ensku 1. deildinni. Aron Einar Gunnarsson var í liði Coventry sem mátti sætta sig við 3:1-tap gegn Ív- ari Ingimarssyni, Gylfa Þór Sig- urðssyni og félögum. Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekk Reading sem komst með sigrinum úr fallsæti.    Eggert Gunn-þór Jónsson og félagar í He- arts máttu sætta sig við 1:0-tap gegn Motherwell í skosku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á laug- ardag. Eggert byrjaði leikinn en fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu og verður því í banni í næsta leik.    Shay Given, markvörður Man-chester City, sá til þess að liðið kæmist upp fyrir Liverpool og Tottenham í 4. sæti ensku úrvals- deildarinnar þegar hann varði glæsilega vítaspyrnu frá Skotanum James McFadden í markalausu jafntefli City og Birmingham í gær.    Ryan Giggs, leikmaður Man.Utd, segir það draum sinn að taka við landsliði Wales að ferli loknum. Fólk sport@mbl.is ÍSLENDINGALIÐIÐ IFK Gautaborg glutraði niður góðu tækifæri til að verða sænskur meistari í knattspyrnu í gær þegar liðið lék gegn AIK í uppgjöri tveggja efstu liðanna í deildinni, í loka- umferðinni. Gautaborg þurfti á sigri að halda til að landa titlinum og komst yfir í leiknum á 32. mínútu en tvö mörk gestanna í seinni hálfleik færðu þeim sigur og meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan árið 1998. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson, sem voru í meistaraliði Gautaborgar fyrir tveimur ár- um, mynduðu að venju miðvarðapar liðsins í gær og léku allan leikinn. Theódór Elmar Bjarnason, sem kom til liðsins frá Lyn í Noregi nú í sumar, var á miðjunni og lék fyrstu 74 mínúturnar. Íslendingarnir verða því að sætta sig við silfrið að þessu sinni og reyndar er það svo að Helgi Valur Daníelsson og fé- lagar í Elfsborg, sem enduðu í 3. sæti, fá líka silfurverðlaun. Hefð er fyrir þessu í Svíþjóð og fá leikmenn liðsins í 2. sæti stærri silfurmedalíur en þeir í liðinu í 3. sæti. Leikmenn Kal- mar enduðu í 4. sæti og fá bronsverðlaun. Elfs- borg vann 1:0 sigur á Ólafi Inga Skúlasyni og fé- lögum í Helsingborg í lokaleik sínum og endaði Helsingborg því í áttunda sæti. Íslendingaliðið GAIS var lengi vel í fallbaráttu í deildinni en hafði þegar bjargað sæti sínu þegar það vann 3:1 sigur á Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Þar átti Eyjólfur Héðinsson stoðsendingu í 2. marki GAIS og Hallgrímur Jón- asson, sem kominn er á stjá eftir langvarandi meiðsli, innsiglaði sigurinn með þriðja markinu. Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson á hins vegar enn við meiðsli að stríða sem hafa plagað hann nánast alla leiktíðina. Halmstad endaði í fjórða neðsta sæti deildarinnar og GAIS tveimur sætum ofar. sindris@mbl.is Gautaborg var hársbreidd frá titli  Fjórir Íslendingar fá silfurverðlaun í Svíþjóð  Hallgrímur skoraði fyrir GAIS Hallgrímur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.