Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 íþróttir Snorri Steinn Nýtur þess að spila með einu besta handboltaliði heims. Veit ekkert um hvort hann fær nýjan samning í vor. Hefur náð mjög góðum bata eftir erfið meiðsli. 2 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Golli Stanz FH-ingar taka vel á Guðrúnu Erlu Bjarnadóttur, leikmanni HK, í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í handbolta. FH vann öruggan sigur og hefur farið vel af stað í deildinni í vetur en Hafnarfjarðarstúlkurnar hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum til þessa. » 4 STÓRLEIKUR Árna Gauts Arasonar í marki Odd Grenland í gær tryggði liðinu 1:1-jafntefli gegn Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þar með 4. sæti deildarinnar. Þeg- ar allt kom til alls skiptu úrslitin þó ekki máli því Íslendingaliðinu Brann tókst ekki að leggja Ros- enborg að velli og endaði í 5. sætinu. Nú er sú því staða komin upp að Árni Gautur og félagar eiga möguleika á að kom- ast í Evrópudeildina á næstu leiktíð en þeir þurfa þá að treysta á að Molde, sem endaði í 2. sæti deildarinnar, vinni sigur á Aalesund í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Vinni Aalesund sigur í þeim leik fær liðið sæti í Evrópudeildinni á kostnað Odd Grenland. sindris@mbl.is Árni og félagar treysta á Molde Árni Gautur Arason STEFÁN Gíslason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu og leikmaður Bröndby í Danmörku, fór meiddur af velli í leik liðsins við Vejle í dönsku bikarkeppninni í nýlið- inni viku. Hann missti af þessum sökum af 1:0- sigri Bröndby á Nor- dsjælland í gær en reikn- ar með að vera orðinn klár í slaginn fyrir vináttulandsleik Íslands við Lúxemborg hinn 14. nóvember. „Þetta er tognun aftan í læri en ekkert al- varleg svo ég reikna með að byrja að æfa í þessari viku. Ég hefði hugsanlega getað tek- ið þátt í leiknum í dag [í gær] en ákvað að ná mér betur fyrst,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. sindris@mbl.is Stefán klár í leik- inn í Lúxemborg Stefán Gíslason Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is HVERJU sem um er að kenna þá má segja að nýafstaðin helgi hafi verið ansi rauð í knattspyrnu- heiminum. Þrír Íslendingar fengu að líta rauða spjaldið í leikjum með lið- um sínum og í ensku úrvalsdeildinni fór rauða spjaldið níu sinnum á loft í tíu leikjum. Eggert Gunnþór Jónsson var fyrstur Íslendinganna til að fá rauða spjaldið þegar hann var rekinn af velli í leik með liði sínu Hearts gegn Motherwell. Austfirðingurinn hélst þó inni á vellinum í 70 mínútur en Ól- ína G. Viðarsdóttir var öllu fljótari að koma sér af velli í leik með Örebro gegn Malmö í sænsku úr- valsdeildinni. Eftir hálftíma leik hafði hún náð sér í sitt annað gula spjald og skildi Eddu Garð- arsdóttur, unnustu sína, eina eftir á miðjunni hjá Örebro sem þó náði jafntefli. Arnar Darri Pétursson varð svo þriðji Íslendingurinn til að brjóta ólöglega af sér þegar hann fékk beint rautt spjald í leik með Lyn gegn Garðari Jóhannssyni og fé- lögum í Fredrikstad í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Lyn tap- aði leiknum 0:5 og kvaddi þannig úr- valsdeildina að sinni. Í ensku úrvalsdeildinni hljóp skapið með ófáa leikmenn í gönur um helgina og fengu alls níu að líta rauða spjaldið. Sumir dómarnir þóttu reyndar ansi strangir og hyggjast Liverpool-menn áfrýja báðum spjöldum sínum en þeir Ja- mie Carragher og Philipp Degen voru reknir af velli í leik gegn Ful- ham. Rauð helgi í fótboltanum  Ólína, Eggert og Arnar rekin af velli  Níu rauð spjöld í ensku úrvalsdeildinni  Liverpool áfrýjar báðum sínum Ólína G. Viðarsdóttir Jamie Carragher Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is DAVÍÐ Þór Viðarsson, fyrirliði Ís- landsmeistara FH í knattspyrnu, á von á tilboði frá sænska 1. deild- arliðinu Norrköping. Hann dvaldi hjá félaginu í nokkra daga en fór þaðan um helgina. Ferðinni er heit- ið til Belgíu þar sem Davíð mun æfa með Roeselare, liðinu sem Bjarni Þór bróðir hans leikur með í efstu deild þar í landi. „Ég var áður búinn að vera í sambandi við Norrköping og for- ráðamenn félagsins voru aðallega að sýna okkur bæinn og aðstæð- urnar, en ég æfði líka tvisvar með liðinu. Mér líst að mörgu leyti ágætlega á félagið, þetta er eitt af þeim stærri í Svíþjóð þó það sé í 1. deild núna, er með flottan völl og fínar aðstæður. Það gæti verið spennandi að spila með því en það á eftir að koma í ljós hvernig tilboð þeir gera mér en áhuginn er til staðar af beggja hálfu,“ sagði Dav- íð við Morg- unblaðið í gær. Norrköping hafnaði í 11. sæti 1. deildarinnar í ár og bjargaði sér frá falli með góðum endaspretti. Gunn- ar Þór Gunnarsson leikur með lið- inu og Stefán Þór Þórðarson spilaði með því seinni hluta tímabilsins en verður að óbreyttu ekki þar áfram. Samningur Davíðs Þórs við FH rennur út um áramótin. Davíð reiknar með tilboði frá Norrköping Davíð Þór Viðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.