Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 5
haldin 1869 var Joosep orðinn allvel þekktur í menningarlífi Eistlendinga. Eldri sonur Jooseps, Hans (1870-1938), var kennari og organisti. Hann varstofnandi og stjórnandi llmater kórsins. Sonur hans Villem var einnig oft nefndur í sömu andrá og kórinn. Þeir feðgar hvila nú í heimbæ sínum, Suure-Jaani. Arthur Kapp er einn af fyrstu Eistlendingunum er gera tónlistina að ævistarfi. Hann lærði í Tónlistarháskólanum í St. Pétursborg. Hann lærðl organleik hjá próf. Louis Homilius, og tónsmíðar hjá próf. Nikolai Rimski-Korsakov. Að námi loknu starfaði Arthur Kapp í St. Pétursborg en 1904 flutti hann til Astrakan þar sem hann varð mikilsvirtur stjórnandi í tónlistarlífi borgarinnar. Hann varð formaður í stjórn tónlistardeildar Ráðstjórnarríkjanna þar í borg. Var skólastjóri tónlistarskóla Astrakanborgar, stjórnandi hljómsveita og óperu, jafnframt var hann bæði organisti og pianóleikari, auk annarra starfa í þágu tónlistarlífs Astrakan. 1920 snýr Arthur Kapp a*tur til Eistlands og gerist stjórnandi sinfóníu og óperuleikhúss í Tallinn. Fram til ársins 1941 var hann prófessor í tónsmíðum við Tónlistarháskólann. Arthur Kapp var meðal fyrstu eistlenskra tónskálda til að semja sinfonísk verk (Don Carlos forleikur 1899 og kantatan Paradiseog Peri 1900), hann er einnig höfundur fyrstu óratoríunnar í Eistlandi (Job- við biblíutexta-1920). Verk Arthurs Kapp einkennast af dramatískum krafti og heimspekilegu ívafi. Snemma á tónlistarferli hans verður hann fyrir áhrifum af eistlenskum þjóðlögum. Arthur Kapp semur helst stór verk, en jafnframt skrifar hann um 130 kórsöngslög og 30 einsöngslög. Þáttur hans sem organleikari og improvisator er eftirtektarverður. (Hann hefur samið 2 orgelkonserta og 2 orgelsónötur). Jafnvel á síðustu æviárunum, eftir heimsstríðið, heldur meistarinn áfram verki sínu af krafti sem ungur væri. Á þessu tímabili (1945-1951) lýkur hann við fjórar af fimm sinfóníum sínum, einnig lýkur hann við annan orgelkonsertinn, sello konsert, konsert fyrir franskt horn og klarinett, aðra orgelsónötuna og strengjasextett og nokkur smærri verk. Sem tónskáld og kennari í tónsmíðum má segja að hann hafi Eugen Kapp Villem Kapp ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.