Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 15
Forðum tíð 11 s Ur endurminningum sr. Jóns Steingrímssonar Ég var eitt sinn haldinn á Felli af handarmeini, — ég fékk þau þrisvar, — sem gróf í þaö sinn út í miðjum lófanum. Haföi eg þá lítinn frið. Lét eg þá stúlkur mínar kveöa mér til afþreyingar lystug kvæöi, er þær kunnu, sem hræröu svo sansana að eg fann á meðan til slétt eingrar tilfinningar, sem eg ekkert liði. Eitt sinn var eg við embættisgjörð á Þingvöllum, þá messu-upphaf var: Lifandi guð þú lít þar á etc. Þar voru þá 4 þeir listilegustu saungmenn eða prestar í kórnum. Herra Ólafur amtmaður, sembæði var saungmaður, og hafði stóra lyst til saungs, vissi vel af þessu, og setti til 3 unga saungmenn, af hverjum öllum tók fram Magnús sonur hans, sem tóku strax bassann undir í einu sæti fyrir framan kórdyr, en hann sjálfur með 3ur saungmönnum var í jöfnum discanti undir. Gekk svo af allur saungurinn með þessari lofsverðu prýði. Hafði eg aldrei fyrr né síðar heyrt so sætan og fagurtempraðan saung, að eg kemst ætíð við með sjálfum mér, nær eg til þess þeinki. Ó, hvað þá í eilífu lífi. 1777 kom hér til lands prýðilegt engelskt skip. Á því voru hálærðir náttúruspekingar til að skoða Heklu og ýmsa náttúrlega fáséna hluti. Eg var á ferð um þann tíma, og kom til eins þeirra i Hafnarfjörð, því hinir tveir voru þá ei við. Mér var þar inn boðið í stásstofu, hvar í var langt borð með annarri hliðinni, og mátti þiggja þar vín og hvað eg vildi, því þeir voru höfðinglega sinnaðir. Á borðinu lá ein opin bók, á hverri voru ei annað en stryk og nótur að taka lög, á hverja eg leit. Túlkurinn, sem talaði dönsku, raunar íslenzkur, spurði mig að, hvort eg hefði lyst að heyra nokkuð, hversu þær melodiur léti, hverju eg játaði, og bað, eg mætti heyra það. Flettir hann upp bókinni og bendir mér á visst danzlag. Meistarinn, sem Muller hót, sezt við efri borðsendann, tekur hljóðfærið og leikur lagið á það, en 8tta Eingelskir setjast í bekk á móti mér, taka þar undir, róa á hliðar og leika það sama með höndum og fótum, hart og lint, stappaði þeim á gólfið, sem lagið gekk hátt og lágt, so mér fanst sem alt húsið léki og fyrir. Nær þetta hafði nokkra stund geingið, sé eg, þeir horfa á mig og fara að hlæja. Eg fer að sjá mig um kring, hvað það megi vera, og komst loksins að, að þessi danz er búinn að hræra so mína sansa og blóð, að eg er farinn að hræra mig og róa til og frá aldeilis óvitandi, og þar með set eg mig kjurran, og hætta þeir þá með lystugheitum, og segir túlkurinn mér, þeir hafi verið að sýna kunnáttu sína, og prófa mitt eigið sinni. Nú eptir jarðeldsumganginn hætti eg að fara með hljóðfæri af margfaldri mæðu þeirri, sem yfir mig féll. Þá eg í minni Setbergsferð hvar um áður er getið, hafði næturstað á Bæ í Borgarfirði, sá eg þar snoturt langspil, er þar hékk, og þarverandi húsmóðir Madme Þuríður Ásmundsdóttir átti og brúkaði. Hún, sem gera vildi mér alt til þénustu og afþreyingar, bauð mér það til að slá upp á það. Og þá eg það reyndi, gat eg það ei fyrir innvortis angursemi og hugsun til fyrri daga, hvað þá hún sá, tók hún sjálf að spila á það ein þau listilegustu iög, hvar við eg endurlifnaði við og fékk þar af sérleg rólegheit. Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar eftir sjálfan hann. Rv. 1913-1916. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.