Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16
Ur endurminningum Sigfúsar Blöndal 12 Jónas Helgason varsöngkennari, og alveg ágætur í þeirri stöðu. Méreru sérstaklega minnisstæðar kennslustundir hans, og ég hef alla mína ævi orðið að búa við þá undirstöðu, sem ég fékk hjá honum, því þó að það héti svo, að okkur síðar væri kennd söngfræði í latínuskólanum, lærði ég eiginlega aldrei neitt frekar í þeirri miklu og merkilegu grein, fyrr en löngu seinna í lífinu, eftir að ég var kominn yfir fertugt, er ég fór að stunda gítarspil alvarlega. Jónas var mikill vinur Mortens Hansens, og var það hér um bil viss sjón að sjá þá á róli við Hafnarbryggjuna — eða þar í grennd, nálægt skólanum, ef Jónas átti leið niður í miðbæinn, t.d. þegar Helgi bróðir hans og lúðrasveit hans léku á Austurvelli. (slenskir söngvinir ættu seint að gleyma þessum sjálfmenntaða járnsmiði, sem varð einn af landsins beztu söngstjórum og organleikurum, grundvallaði íslenzka kórsönginn og var áreiðanlega bezti söngkennarinn á (slandi, meðan hann mátti njóta heilsu. Söngkennari okkar var Steingrlmur Johnsen, cand, theol. og kaupmaður, um hríð helzti vín- og vindlasalinn í Reykjavík, og hafði vel vit á að vanda vörur sínar. Hann var sjálfur ágætur söngmaður og smekkvís og dugandi söngstjóri, en alveg ófær kennari, — hann gerði varla tilraun til að kenna okkur söngfræði, en lét okkur strax í fyrsta bekk fara að æfa margrödduð lög, og þekktu þá fæstir okkar nótur. Ég varð að búa að því litla, sem ég hafði lært í barnaskólanum af Jónasi Helgasyni. En ég hlakkaði alltaf til söngtímanna, og alltaf er söngfélag stúdenta eða önnur söngfélög, sem Steingrímur stýrði, æfðu sig í skólanum, fékk ég að vera við æfingar þeirra eins oft og ég gat og vildi. Steingrímur var mér góður; venjulega söng ég 2. tenór, — 1. tenór víst aðeins síðasta árið. Við sungum mest á sönghefti Berggreens, eitt eða tvö af heftum Jónasar Helgasonar voru líka notuð, og svo síðustu ár mín norsk skólasönglög. Auk þess lét Steingrímur stundum efribekkjarsveina syngja margrödduð útlend lög, sem hann lét þá afrita. Steíngrímur var — eins og ég hef tekið fram —, söngstjóri en ekki söngfræðiskennari; — því gat orðið þolanlegt og jafnvel áheyrilegt að hlusta á söngpróf, en ég er í vafa um, hvort margir af þeim sem sungu hefðu getað lesið nótur eða aðgreint tóntegundir yfirieitt, hvað þá heldur þekkt nöfn þeirra. Söngfélag var til og hélt æfingar í skólanum, einmitt í fyrsta bekk, og þar stóð píanó skólans. Mér var það mikil unun að flýta mér að borða kvöldverð til þess að geta verið við æfingar þess, sem alltaf voru haldnar kl. W2-8 á kvöldin. það var annars ekki leyft utanfélagsmönnum að vera við þær, og í byrjuninni faldi ég mig undir borði eða lá á einhverjum bekknum, meðan þeir voru að syngja, en siðar leyfði Steingrímur Johnsen mér sérstaklega að vera við þær, og enginn söngmanna amaðist neitt við mér. Ég saknaði að vísu míns ágæta kennara Jónasar Helgasonar, en ég lærði hvert lag, sem ég heyrði, og þó ég aldrei gengi í söngfélagið, var ég oftast við æfíngarnar alla mlna skólatíð. Það var siður okkar á kvöldin, og stundum annars á frídögum og á eftirmiðdögum, áður en undirbúningur byrjaði, að „taka lag á ganginum". Fóru þá tveir eða þrír eða fjórir og gengu þá samhliða eftir skólaganginum neðra, og sungu margraddað. Komu svo fleiri og fleiri og sungu undir með, en þeir sem ekki sungu gengu á eftir okkur söngmönnunum. Þetta var fallegur og skemmtilegur siður, og rektor og 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.