Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 6
lagtgrundvöllaðtónsmíðaskólaTallinn. Framlagnemendahanstileistlenskrartónlistar er mikið (meðal nemenda hans eru Eugen Kapp, Gustav Ernesaks, Villem Reiman, Hugo Lepnurm, Evald Aav, Rikho Párts, Edgar Arro). Villem Kapp nam við Tallinn-tónlistarháskólann undir handleiðslu próf. Arthurs Kapp og próf. Heino Eller í tónsmíðum. Hann er best þekktur fyrir vinsæl einsöngslög og kórlög, þó önnur sinfónía hans, er hann lauk við 1955 sé eitt af meiri háttar verkum á árunum eftir stríð. Ekki síður mikilvæg Eistlendingum er eina ópera Villems Kapp, Lemibitu, sem er söguleg og rómantísk í senn. Fjallar hún um baráttu Eistlendinga fyrir frelsi sínu á 13. öld. Hið tilfinningaþrungna sinfoniska Ijóð „Norðurströndin" fyrir karlakór, samið 1958 er perla í klassískri tónlist Eistlendinga. Töfrar tónlistar Villems Kapp eru hin Ijóðrænu áhrif og hve sönghæf lögin eru. Lög hans eru á hvers manns vörum, þess vegna hafa mörg kórlaga hans verið á efnisskrá þegar Eistlendingar halda þjóðlegar sönghátíðir. Oft eru verk hans nýstárleg og í þeim norrænn andi og tilfinningar. Tónlist Willems Kapp er skyldust eistlenskum þjóðlögum. Yngsta kynslóð eistlenskra tónlistarmanna á tónskáldinu mikið að þakka, þar sem hann kenndi tónsmíðar og seinna varð hann deildarstjóri tónsmíðadeildar Tónlistarhá- skólans í Tallinn. Tónskáldin í Kapp-fjölskyldunni hafa samið bæði sönglög og hljóðfæratónlist. Þetta á lika við um Eugen Kapp hugmyndaríkastatónskáld Kapp-fjölskyldunnar. Hann nam tónsmlðar af föður sínum í Tónlistarháskólanum í Tallinn. Af nemendum Arthurs Kapp er Eugen án efa best gefinn og afkastamestur. Frá upphafi hefur hann verið í fylkingarbroddi eistlenskrar hljómlistar. Lengi vel var Eugen Kapp í forystu sambands eistlenskra tónskálda. Hann var einnig lengi rektor Tónlistarháskólans í Tallinn. í byrjun ferils síns var Eugen Kapp hrifinn af hetjusögum og þjóðlegum stefum. Sórstaklega var hann hrifinn af Kalivepoeg (sonur Kalev) söguljóði Eistlendinga. Meðal fyrstu verka hans voru sinfónískt Ijóð Hefnandinn (1931) og forleikurinn Kalevipoeg (1938). Tónskáldið var byrjað á ballettinum Kalivepoeg fyrir stríð, en hann fór á fjalirnar 1947. Eugen Kapp er þekktasta nútíma óperutónskáld Eistlands. Áhugi hans á stórum tónlsitarformum kemur án efa frá Arthur Kapp, sem einnig tók sinfoníuformið fram yfir önnur tónlistarform. Fyrstu óperur Eugens Kapp „Logar hefndarinnar (1945) og Skáld frelsisins (1950) minna á frelsisstrið Eistlendinga gegn fasistum og eins gerir innileiki „Mörtu óskiljanlegu" (1969). Rembrandt (1975), síðasta ópera Eugens Kapp er persónulegt drama með djúpum heimspekilegum þankabrotum. Fyrir hana fékk tónskáldið tónlistarverðlaun Eistlands og tónlistargagnrýnendur hafa hlaðið miklu lofi á óperuna sem heilsteyptasta verk hans fyrir leiksvið. Óperan sýnir endurnýjaðan glæsileik meistarans og leið hans til tjáningar. Rembrandt hefur verið sviðsettur í Tartu, Tallinn og Moskva. Verkið er einnig þekkt í föðurlandi hins mikla málara, Hollandi. Eugen Kapp er höfundur fyrstu eistlensku barnaóperunnar. Vetraræfintýri (1958). Öll verk hans eru Ijóðræn og söguleg, og í óperunum verða þau dramatísk. Tónlist Eugens Kaþþ er samofin eistlenskum þjóðlögum. Sameiginlegur þáttur Kapp-tónskáldanna er tilfinning þeirra fyrir fólagslegum vanda nútlmans. Góð dæmi um þetta eru Friðarsinfonía Arthurs Kapp samin er hann var 73 ára, Friðarljóð eftir Villem Kapp samið 1951 og hin vinsæla kantata Eystrasait-friðarhaf eftur Eugen Kapp, samnin 1959. Hið síðastnefnda hefur verið flutt á sönghátíð Eistlendinga. Einnig hafa önnur sinfónisk verk eftur Eugen Kapp fengið góðar viðtökur 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.