Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 FRAM er komið á Alþingi frumvarp til laga um fjölgun í sveitarstjórnum til samræmis við ákvæði í lögum hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Sam- kvæmt íslenskum lög- um er hámarksfjöldi fulltrúa 27, en í nor- rænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarksfjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænskum lögum ættu fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitar- félögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í októ- ber 2009 eru þeir enn 15, þó að á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjón- ustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu full- trúa og háan lýðræðisþröskuld í jafnstórum sveitarfélögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er and- stæð viðhorfum og venjum í lýðræð- isríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auð- velda almenna þátttöku borg- aranna. Í ráðhúsi Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naumur meirihluti með minnihluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan sex eða sjö fulltrúar minnihluta sitja aðgerða- litlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borg- arstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpnar stjórn- kerfisbreytingar og fjölmörg stórmál á sviði borgarskipulags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveit- arstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og kostnaður aukist, en því er til að svara að það er á valdi réttkjörinna sveitarstjórna að ákvarða greiðslur, verklag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgar- kerfinu, sem nú eru mönnuð af um- boðslausum einstaklingum neðar- lega af framboðslistum fjórflokks- ins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valdaein- okun fjórflokksins hverfur. Nei- kvæð áhrif landsbyggðarafla og at- kvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórnar gagn- vart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráð- andi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a. á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjörinna fulltrúa í sveit- arstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. 15 borgar- fulltrúar í 101 ár Eftir Örn Sigurðsson Örn Sigurðsson » Við Íslendingar er- um eftirbátar granna okkar í lýðræð- ismálum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af einræði en lýð- ræði. Höfundur er arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð. ÁRIÐ 2002 kom út bók eftir Karen Rei- vich Ph.D. og Andrew Shatté Ph.D. sem nefn- ist The Resilience Fac- tor. Í bókinni segja höfundar frá víðtækum rannsóknum sínum á því hvernig fram- úrskarandi einstakl- ingar takast á við mót- læti og erfiðleika í leik og starfi. Einstaklingar sem sýna seiglu halda ró sinni undir pressu og halda aftur af hvötum sínum. Þeir „lesa“ ann- að fólk og skilja hvern- ig því líður. Þeir trúa að þeir hafi áhrif á það hvert þeir stefna og að þeir geti tekist á við mótlæti. Mat þeirra á aðstæðum og orsökum vandamála er raunhæft og þeir takast á við nýj- ar áskoranir og stækka þannig stöðugt örygg- issvæðið sitt. Þeir skilja að mistök eru ekki endapunktur heldur nota þau til að klifra hærra. Mikilvægari en menntun, þjálfun og reynsla Höfundar bókarinnar hafa rann- sakað í meira en fimmtán ár hlut- verk seiglu í lífi fólks og komist að því að það eru ekki genin, barnæsk- an, menntun, þjálfun eða skortur á tækifærum eða peningum sem valda því hvort fólk nær árangri í lífinu heldur seigla þess. Hún ráði því hverjir ná árangri og hverjir ekki. Fólk með mikla seiglu er með hærri sölutölur, fær betra mat í þjónustu- könnunum, hærri einkunnir í skól- anum, sýnir meiri tryggð í skóla og vinnu og lendir sjaldnar í þunglyndi. Sjö þættir seiglu Seigla byggist á sjö þáttum sem eru tilfinningastjórnun, hvatastjórn- un, samkennd, orsakagreining, trú á eigin getu, raunhæf bjartsýni og að taka áskorunum. Hér fyrir neðan verður gerð grein fyrir þessum sjö þáttum: 1. Að stjórna eigin tilfinningum. Mikilvægasti þáttur seiglu er hæfnin til að stjórna tilfinningalegum við- brögðum sínum gagnvart utanað- komandi atburðum og að geta haldið ró sinni í streituvekjandi aðstæðum. Einnig að létta lund sína þegar mað- ur er niðurdreginn og draga úr kvíðatilfinningum. Tilfinninga- stjórnun skiptir máli við að þróa náin tengsl, ná árangri í starfi og viðhalda heilsunni. 2. Hvatastjórnun. Þessi þáttur er mjög nátengdur tilfinningastjórnun. Hvatastjórnun er hæfnin til að stjórna hegðun sinni og halda aftur af hvötum. Einstaklingar með mikla hvatastjórnun geta frestað ánægju og umbun. Hvatastjórnun ræður úr- slitum í því að ná langtímamark- miðum sínum. Hún birtist í dag- legum ákvörðunum sem við tökum. 3. Samkennd. Samkennd er hæfn- in til að „lesa“ og skilja annað fólk, að vera vakandi fyrir yrtri og óyrtri tjáningu þess, að fylgast með atrið- um eins og svipbrigðum, raddblæ og líkamsmáli. Samkennd er að geta sett sig í spor annarra. Þessi hæfi- leiki hjálpar okkur í samskiptum við annað fólk, hvort sem er í starfi eða einkalífi. 4. Trú á eigin getu. Hér er um að ræða skynjun á eigin getu, trú á hæfileikum sínum til að geta fram- kvæmt tiltekið verk og náð góðum árangri. Skynjun á eigin verðleika hefur áhrif á ákvarðanir sem við tök- um, hversu mikið við leggjum okkur fram, hversu þrautseig við erum þegar við mætum mótlæti eða ger- um mistök og hvernig okkur líður. 5. Orsakagreining. Orsakagrein- ing snýst um það að leggja raunhæft mat á orsök vandamála og mótlætis. Þegar við reynum að útskýra mót- læti eða bakslög notumst við oft við þrjá útskýrandi stíla: Ég vs. Ekki ég („Ég er ekki hæfur“ vs. „Efnahags- ástandið er erfitt“); Alltaf vs. Ekki alltaf („Ég næ aldrei að loka sölu“ vs. „Ég var ekki í stuði í dag“); Allt vs. Ekki allt („Það er ekki hægt að tresta stjórnmálamönnum“ vs. „Honum er ekki treystandi“). Þessir hugsanastílar eru oft ómeðvitaðir og geta haft áhrif á réttmæti mats okk- ar á orsökum vandamáls. Orsaka- greining er nátengd skynjun á eigin getu. 6. Raunhæf bjartsýni. Fólk með mikinn tilfinningalegan styrk er bjartsýnt. Það trúir því að það sé ekki leiksoppur örlaganna heldur hafi áhrif á það sem gerist í lífi þess. Það hefur trú á að hlutirnir geti breyst til betri vegar, von gagnvart framtíðinni. Það er sannfært um að það sé í stakk búið til að takast á við mótlæti. Bjartsýni tengist eigin getumati. 7. Taka áskorunum. Hér er um að ræða hæfnina til að vaxa, taka áskor- unum, útvíkka öryggissvæði sitt og vera opinn fyrir nýjungum og tæki- færum. Margir eiga erfitt með að taka áskorunum vegna þess að þeir hafa lært á sínum yngri árum að maður eigi ekki að gera sig vand- ræðalegan. Að það sé betra að halda sig inni í skelinni og forðast mistök en að gera sig að athlægi. Hægt er að auka seigluna með því að breyta hugsunum sínum. Við höf- um öll ákveðnar hugsanir um okkur sjálf, umhverfi okkar og framtíð. Stundum er um að ræða rangar eða ónákvæmar hugsanir gagnvart or- sökum og afleiðingum vandamála sem við þurfum að takast á við. Þess- ar hugsanir standa í vegi fyrir réttri lausn vandamála. Með því að leggja mat á eigin styrkleika og veikleika, skilgreina orsök vandamála, bera kennsl á áhættu og afleiðingar og með því að leggja raunhæft mat á sjálf okkur getum við aukið seigluna. Að sýna seiglu Eftir Ingrid Kuhlman »Með því að leggja mat á eigin styrk- leika og veikleika, skil- greina orsök vandamála og leggja raunhæft mat á sjálf okkur getum við aukið seigluna. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. JÓN BÖ Á BÓK! holar@simnet.is Einn fremsti sagnamaður landsins segir frá. Sumar sögurnar eru græskulaus- ar, aðrar með broddi í og auðvitað verður staldrað við fornsögurnar. Finnum við ef til vill samsvörun í Sturl- ungu við átök nútímans? Fróðleg en umfram allt skemmtileg bók. 2. PRENTUN komin í búðir Sérvalin jólatré á frábæru verði! BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ JólatréssalaBYKOerítimbursölu Breidd,SelfossiogReyðarfirði Opiðtil22:00til jólaí jólatréssöluBYKOBreidd Hlutiafsöluandvirðiafhverjujólatréfer tilHjúkrunarheimilisSunnuhlíðaríKópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.