Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 HLJÓMSÝN Ótrúlegur hljómburður Svissnesk verðlaunahönnun Engar hátalarasnúrur 3 stærðir - 3 litir Standur kr. 37.500.- Getum nú boðið nokkur tæki á ótrúlegu verði. Lægra verð en í Evróu og USA. tilboð model XL kr. 320.000.- tilboð model M kr. 135.000.- tilboð model L kr. 180.000.- Húsið er alls 3.885 m2 að stærð • Til greina kemur að leigja allt húsnæðið • Möguleiki á að skipta upp í minni einingar • Opin og björt bygging í fallegu umhverfi • Innra skipulag býður upp á fjölbreytni í notkun • Góð aðstaða fyrir starfsmenn og aðgangur að mötuneyti • Frábær staðsetning – liggur við helstu samgönguæðar • Næg bílastæði og góð aðkoma • Getur losnað með skömmum fyrirvara Hluti af skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins er til leigu Upplýsingar hjá Klasa í síma 578-7000 eða halldor@klasihf.is ÉG og aðrir á mínum aldri sem oft erum kölluð „heldri borgarar“, án þess að vera meðhöndluð sem slík, höfum e.t.v. meiri tíma en aðrir til þess að fylgjast með sjónvarpi og hlusta á útvarp. Að undanförnu hef ég því fylgst vel með umræðum á alþingi sem hafa verið frámunalega leiðinlegar og snúist fyrst og fremst um ómerki- legt karp fremur en það sem máli skiptir, að reyna að finna skástu leið- ina út úr þeim ógöngum sem við er- um komin í. Maður er því hugsi yfir því, hvort venjulegt gáfufólk hafi ekki lengur áhuga á því að gerast þingmenn. Sú meðalmennska og sá skortur á al- mennri skynsemi sem virðist há mörgum þingmönnum í dag er því áhyggjuefni og maður veltir vöngum yfir því hvort að hluta til geti því verið um að kenna að stór hluti þeirra sem nú sitja á alþingi er fólk sem alist hefur upp í „stutt- buxnadeildum“ stjórnmálaflokk- anna. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa flestir fest sig í því fari að reyna að kenna helst einum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðisflokknum, um hrunið, eins og það hafi bara gerst í gær. En eins og allir skynsamir Íslendingar vita þá er ástæðan fyrst fremst sú að stjórnsýslan á Íslandi hefur til margra áratuga verið spillt og fyrst og fremst verið falin í því að fylgja eigin hagsmunum, flokka, fylgis- manna þeirra, kunningja og vina. Það bera því allir stjórnmálaflokkar á Íslandi ábyrgð á ástandinu, þó að sumir þeirra hafi nú skipt um nafn, að svo miklu leyti sem kenna má inn- lendum aðstæðum um það. Það er einkum sorglegt að sjá hvað þing- menn VG sem nutu þess við síðustu kosningar að hafa verið í stjórnar- andstöðu undanfarin ár hafa gjör- samlega tapað sér í því að það skipti mestu máli fyrir þá að vera áfram í stjórn til þess að geta leiðrétt meint mistök hægrimanna á undanförnum árum. Þeir gleyma að sjálfsögðu ábyrgð sinna skoðanabræðra á ástandinu og horfa framhjá ein- dregnum ásetningi Evrópukratanna ( Samfylkingin og fáeinir aðrir um að þröngva Íslandi inn í ESB þrátt fyrir það að 2/3 þjóðarinnar séu and- vígir slíkum áformum. Hvað er eiginlega að þessu fólki? Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna VG er andsnúinn ESB um leið og það ligg- ur fyrir að mikill meirihluti sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna er það einnig. Að mínu mati liggur það því ljóst fyrir að þjóðin vill ekki þessa ríkisstjórn og það væri VG fyrir bestu, áður en fylgið hrynur af þeim, að slíta þessu stjórnar- samstarfi og mynda nýja stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn- arflokknum til þess að tryggja þjóð- inni vænlega framtíð, sjálfstæði og fullveldi. HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Leiðinlegt alþingi Frá Hermanni Þórðarsyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.