SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 41

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 41
14. nóvember 2010 41 S agan hefst á millistríðsárunum; þetta er ættarsaga manns sem lendir alveg óvart í því að eignast stærsta banka lítillar þjóðar og ansi margt fleira,“ segir Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi, upplýsingafulltrúi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og fyrrver- andi alþingismaður; höfundur bók- arinnar Sigurðar saga fóts, sem nýlega er komin út. Umfjöllunarefnið er Íslendingum ekki með öllu ókunnugt. „Hún er skrifuð að því leyti til að fyrirmynd riddarasagna að þær urðu til þegar norrænir rithöfundar, norskir og íslenskir, við hirð Hákonar gamla snéru frönskum trúbadoratextum og misskildu; sjálfur tók ég texta frá okk- ar ástsæla Megasi og gat í eyðurnar hvernig saga hans í laginu Furstinn passaði inn í það sem hér hefur gengið á.“ Bjarna langaði að velta því fyrir sér með ýmsum hætti hvernig gullið – peningarnir – ná að brjóta ansi margt niður, „án þess þó að taka það allt of alvarlega, enda er bókin skrifuð í þannig stíl að menn eiga að geta haft gaman af; þetta á ekki að vera neinn harmagrátur.“ Það er drifkraftur peninganna sem drífur söguna áfram. „Margt af því sem Sigurður fótur segir finnst mér ég ekki hafa lagt honum í munn; hann sagði það bara. Hans heilbrigðasta samband er við móður sína og á einum stað seg- ir hann við hana að þrátt fyrir alla þessa peninga stjórni hann ekki þeim heldur stjórni peningarnir honum. Þannig vill það nú vera.“ Höfundurinn segir alls ekki ætlunina með bókinni að finna sökudólga. Sterkar tilvísanir séu vissulega til at- burða liðanna ára „en ég er ekki að skrifa um neinn ákveðinn; reyni að blanda aðalpersónunum í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi þannig saman að hver persóna í sögunni sé mátulega mikið mitt á milli manna, þannig að engin ein ákveðin fyrirmynd sé að hverjum og einum.“ Spurður um það hvers vegna hann ákvað að skrifa bókina, segir Bjarni: „Sagan leitaði á mig því mér hefur fundist umræðan um það sem hér hef- ur gerst einkennast allt of mikið af til- finningum sem þjóðin ráði ekki al- mennilega við og ég held að hlutina þurfi að sjá í svolítið léttara samhengi en hefur verið gert.“ Hann bætir því við að spennandi hafi verið að nota rokklag sem drifkraft við söguritun. „Ég strandaði æði oft við það hvað ég ætti að skrifa næst en komst alltaf að því við að hlusta á Megas. En ég var auðvitað orðinn hundleiður á laginu vegna þess að ég hlustaði æði oft á það!“ Hugmyndin að bókinni kviknaði fyr- ir rúmu ári. „Ég raðaði henni saman í hausnum á mér á meðan ég stóð vakt- ina í búðinni í jólatraffíkinni síðast og handskrifaði síðan uppkast að bókinni þegar fór í frí til Eþíópíu eftir jól.“ Fólk hefur velt fyrir sér, eðlilega, segir Bjarni, hvers vegna hann talar um Sigurðar sögu fóts, en ekki fótar. „Nafnið sæki ég í riddarasögu sem talin er frumskrifuð hér á landi á 15. öld, og nota minni úr henni. Glöggir menn í beygingum taka eftir því að þetta er ekki kórrétt miðað við það sem kennt er í skólum í dag en hvað sem því líður held ég að þessi beyging hafi lifað allt frá 15. öld í talmáli. Mér finnst þetta þjálli beyging og skemmti- legri.“ Á ekki að vera harmagrátur Bjarni Harðarson veltir gulli fyrir sér í Sigurðar sögu Fóts. Morgunblaðið/Eggert Í Sigurðar sögu Fóts veltir Bjarni Harðarson því sér með ýmsum hætti hvernig gullið – pening- arnir – ná að brjóta ansi margt niður, án þess þó að taka það allt of alvarlega, enda segir hann bókina ekki eiga að vera einhver harmagrátur. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is KONAN SEM FÉKK SPJÓT Í HÖFUÐIÐ Kristín Loftsdóttir H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 FJÖLMENNING OG SKÓLASTARF Ritstjórar Hanna Ragnars- dóttir og Elsa S. Jónsdóttir GRIPLA XX Stofnun Árna Magnússonar EILÍFÐARVÉLIN Ritstjóri Kolbeinn Stefánsson ÖRYGGISHANDBÓK RANNSÓKNA- STOFUNNAR Sveinbjörn Gizurarson EFTA 1960-2010 Kåre Bryn & Gumundur Einarsson ritstj. MILLI MÁLA Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ALMANAK HÍ 2011 Þorsteinn Sæmundsson Gunnlaugur Björnsson ritstj. ALLT Í ÖLLU Hlutverk fræðslustjóra 1975-1996 Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson SKÁLDUÐ SKINN Sveinn Eggertsson Væntanleg LJÓÐMÆLI 4 Hallgrímur Pétursson Nokkur ný og fróðleg rit

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.