Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 andi á fingrum annarrar handar eða beggja, ræður, sem ekki voru birtar skriflega á op- inberum vettvangi. Til viðbótar við þessa auknu kröfu um þátttöku forsetans í umræðu og á málþingum bæði hér heima og á alþjóð- legum vettvangi er krafan um gagnsæi, sem við höfum reynt að koma til móts við á heima- síðu forsetaembættisins. Með allri virðingu fyrir öðrum kjörnum fulltrúum í okkar landi held ég að enginn þeirra veiti jafn greiðan að- gang að öllu, sem hann gerir, og við höfum veitt á heimasíðu forsetaembættisins í rúman áratug þar sem lýst er fundum, þátttöku í at- höfnum og öðru því, sem forsetinn hefur að- hafst. Gæti gert forsetann athafnafælinn Það er kallað eftir öðruvísi athöfnum og þátttöku forsetans á okkar tímum en áður var. Auðvitað segir forseti eitthvað efnislega þegar hann flytur ræðu. Menn þurfa ekki alltaf að vera sammála því, það getur verið snúið að gera það alltaf þannig að öllum líki. Ég held líka að það sé raunhæfara og kannski réttara að segja: það sem sameinar okkur sem þjóð, sameiningartáknin, eru þjóðtungan, menn- ingin, arfleifðin, sagan, samfélag okkar og í vaxandi mæli náttúran og viðhorf okkar til hennar. Það getur verið erfitt að setja ein- stakling, sem þarf að gegna mörgum hlut- verkum, sem oft geta rekist á og leitt til átaka, í sama flokk og þessa þætti. Ef lögð væri höfuðáhersla á þennan þátt eru líkur á að það leiddi til að forsetinn yrði at- hafnafælinn og sæti kannski bara hér á Bessa- stöðum, læsi bækur inni í bókhlöðunni, labbaði um túnin og passaði að gera sem minnst. En slíkt verklag mundi víða falla í grýttan jarð- veg.“ – Því hefur verið haldið fram að þú hafir breytt eðli forsetaembættisins, meðal annars með því að nýta málskotsréttinn, og gert það pólitískara. Menn hafa leitt getum að því að flokkarnir sæju því ríkari ástæðu til þess en áður að tefla fram frambjóðendum vegna þess að sitjandi ríkisstjórnir viti aldrei hvar þær standi þegar forsetinn er annars vegar. „Ég vil segja tvennt um þetta. Annað snertir söguna. Það var mikill pólitískur ágreiningur um Svein Björnsson. Hann birtist á hinni miklu hátíðarstund 1944 þegar lýðveldið var stofnað og stór hluti Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að kjósa hann. Og eins og ég nefndi áðan var mörgum árum eftir andlát hans háð hörð ritdeila á síðum Morgunblaðsins um verk Sveins. Í fyrstu kosningunum, sem fóru fram eftir lát Sveins, buðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fram séra Bjarna Jóns- son, hann var formlegur frambjóðandi flokk- anna, samþykktur í miðstjórnum þeirra sem flokkslegur frambjóðandi. Þegar hann tapaði kosningunni var um nokkurt skeið umræða um það hvort ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks ætti að segja af sér. Það er grundvallarmisskilningur á sögunni að halda því fram að forsetaembættið hafi ekki verið pólitískt í almennum skilningi þess orðs.“ – En var ekki einmitt frambjóðanda flokk- anna hafnað þegar Bjarna Jónssyni var teflt fram? „Því var þá hafnað með því að kjósa einn af helstu stjórnmálamönnum landsins sem for- seta, Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði klofið sig út úr Framsóknarflokknum og fór yfir í Alþýðu- flokkinn og var meðal umdeildustu stjórnmála- manna sinnar tíðar. Ráðherrarnir háðu fyrst og fremst kosningabaráttuna fyrir séra Bjarna Jónsson, ekki hann sjálfur. Sú umræða, sem þú vékst að áðan, byggist á því að menn hafa annað hvort ekki kynnt sér þessa sögu eða kjósa að ýta henni til hliðar, því að tveir fyrstu forsetarnir, Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson, komu báðir af stjórn- málavettvangi og um verk þeirra og kjör voru margvísleg stjórnmálaleg átök.“ Ekki ætlun mín að breyta embættinu – En það gegnir kannski öðru máli um þá sem á eftir þeim komu. „Ég vildi halda þessu til haga vegna þess hvernig þú spurðir. Reyndar var það þannig í tíð Kristjáns Eldjárns að hann var sá forset- anna, sem kannski komst næst því að sjá sig til knúinn að mynda utanþingsstjórn eftir að lýð- veldið var stofnað og það ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það munaði bara nokkrum dög- um þegar Gunnari Thoroddsen tókst með því að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum á þingi með nokkrum öðrum mönnum, að koma í veg fyrir að Kristján myndaði utanþingsstjórnina. Dómur sögunnar hefði kannski verið annar ef Gunnari Thoroddsen hefði ekki tekist á síðustu stundu að mynda þinglega ríkisstjórn. Það hefur ekki verið ætlun mín að breyta forsetaembættinu á þann hátt, sem þú nefndir, en örlögin höguðu því þannig að í tvígang end- uðu málefni, sem valdið höfðu miklum deilum á þingi og meðal þjóðarinnar á þessu borði, sem við sitjum nú við. Það var ekki ósk mín að þau lentu hér á þessu borði. Það var ekki ég, sem bjó til þá atburðarás. Það voru flokkarnir á Al- þingi og ríkisstjórnir á hverjum tíma og sam- spil þeirra við Alþingi og þjóðina, sem leiddi til þess að málin enduðu á borði forsetans. Hann stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort þjóðin ætti að fá þann rétt, sem hún hef- ur samkvæmt stjórnarskránni, að hafa síðasta orðið í þessum málum.“ Icesave-málið fékk aðra mynd Ólafur Ragnar telur að með ákvörðunum sínum hafi hann sýnt að hann tók efnislega á þeim málum án tillits til flokkspólitískra hags- muna eða stöðu ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Og þeir spádómar, jafnvel prófessors í stjórn- málafræði, um að ég myndi ekki vísa Icesave- lögunum til þjóðarinnar vegna þess að þeir, sem prófessorinn kallaði vini forsetans og þeir, sem voru með honum í flokki áður fyrr – sem er nú sérkennileg stjórnmálafræði – væru á móti því, reyndust staðlausir. Ég tel mig hafa í báðum tilvikunum tekið ákvörðun á þeim grundvelli, sem forseta ber að virða, án tillits til flokkspólitískra hags- muna, án tillits til stöðu ríkisstjórnar á hverj- um tíma, heldur eingöngu samkvæmt eðli málsins og því sem þjónaði hagsmunum Ís- lendinga. Í báðum tilvikunum varð niðurstaðan sú að deilur um málin viku fyrir kyrrð og bærilegri sátt. Sex árum eftir að ég vísaði fjölmiðla- frumvarpinu til þjóðarinnar hafa ekki verið deilur á Alþingi eða milli stjórnmálaflokkanna um það málefni. Og Icesave-málið hefur fengið aðra ásýnd en það hafði. Ég get með engu móti fallist á að ég hafi af sjálfsdáðum gert forseta- embættið pólitískara með þessum ákvörð- unum. Þvert á móti hafi ég undirstrikað sjálf- stæði embættisins og hollustu þess gagnvart þjóðinni, virt þann grundvallarskilning að for- setinn sækir umboð sitt til þjóðarinnar og er bara ábyrgur gagnvart henni. Þá fyrst teldi ég að forsetinn væri kominn í hættu ef hann léti flokkspólitíska hagsmuni eða valdastöðu ríkisstjórnar á hverjum tíma hræða sig frá að taka ákvörðun, sem væri í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar.“ – Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave gat ekki orðið mikið meira afger- andi. Hvaða áhrif heldur þú að þín framganga og atkvæðagreiðslan hafi haft á stöðu Íslands? „Í fyrsta lagi er það nú gleðilegt að allar þær miklu hrakspár, sem settar voru fram í að- draganda ákvörðunar minnar ...“ – Ertu þá að tala um minnisblaðið, sem þú fékkst frá ríkisstjórninni? „... ekki bara það, heldur eins ummæli fjöl- margra, ekki bara ráðamanna heldur einnig álitsgjafa og jafnvel sérfræðinga í fræða- samfélaginu, prófessora og kennara við há- skólana, það kom mikil sveit fram með hrak- spár. Engin af þessum hrakspám hefur ræst sem betur fer. Það felst líka lærdómur í því. Forsetinn á ekki að láta hræða sig frá ákvörð- unum, sem hann telur réttar, þótt ýmsir reyni að setja afgerandi þrýsting á hann með hrak- spám af þessu tagi. Meðal annars var fullyrt að með synjun staðfestingar á lögunum myndi ég bera ábyrgð á gífurlegu efnahagslegu tjóni þjóðarinnar, ég myndi bera ábyrgð á því að öll tengsl okkar við alþjóðafjármálaheiminn lok- uðust, ég myndi bera ábyrgð á því að Ísland yrði útskúfað og þar fram eftir götunum. Það er ánægjulegt að staða þjóðarinnar er efna- hagslega sterkari í dag en hún var um síðustu áramót, bæði hvað snertir hinn alþjóðlega fjár- málaheim, samskipti við aðrar þjóðir og annað. Þjóðaratkvæði veitti þjóðinni styrk Í öðru lagi tel ég – sem að vísu er erfitt að mæla – að við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem ein- staklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég ein- dregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mik- ilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfs- traust þjóðarinnar og þar með gert okkur bet- ur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna. Í þriðja lagi tel ég alveg afdráttarlaust og á því er enginn vafi að sú ákvörðun að vísa Ice- save-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig hún fór fram og niðurstaða hennar hafi tvímælalaust styrkt stöðu Íslendinga í al- þjóðasamfélaginu, alþjóðlegum fjölmiðlum, umræðum meðal sérfræðinga og áhrifafólks vítt og breitt um veröldina. Ég hef átt við- ræður við mikinn fjölda áhrifafólks, bæði þjóð- arleiðtoga, áhrifafólk í fjármálalífi, viðskipta- lífi, suma áhrifaríkustu fjölmiðlamenn Vesturlanda, og get því tvímælalaust fullyrt að staða okkar er mun sterkari í dag en hún var áður. Ég hef á þessum sex mánuðum frá ákvörðun minni farið í fjórar umfangsmiklar viðtalalotur við hinn alþjóðlega fjölmiðlaheim, bæði þegar ég tók ákvörðunina í byrjun janúar, þá í tengslum við hið mikla efnahagsþing í Davos, í þriðja skipti þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram og loks fyrir rúmum mánuði. Í þessum lotum fór ég í viðtöl við allar helstu sjónvarps- stöðvar, sem hafa alþjóðlega útbreiðslu í ver- öldinni, fjölmiðla í Hollandi, Bretlandi, áhrifa- rík blöð í viðskiptaheimi og þjóðmálum. Það merkilega er að ef frá er talið stutt og jafnvel vandræðalegt viðtal, sem Alistair Dar- ling fór í við Richard Quest á CNN eftir viðtal hans við mig, að þrátt fyrir að ég hafi verið í viðtölum við svo margar stöðvar BBC að ég hef ekki lengur tölu á þeim, þrátt fyrir allan þennan mikla málflutning minn og annarra hefur enginn ráðamaður Bretlands treyst sér til þess að fara í leiðangur til að mæla gegn rökum okkar. Það finnst mér segja sína sögu, einkum í ljósi þess hve ákafir Gordon Brown og Alistair Darling voru í október 2008 að tala um Ísland og nýta sér málflutning um Ísland í eigin þágu. Þú spurðir líka hvað tæki við. Það veit eng- inn. Í Bretlandi eru nýafstaðnar kosningar og sú stjórn, sem við áttum í deilum við, er farin frá. Við tók samsteypustjórn, sem er allt ann- arrar gerðar, og við eigum eftir að ræða við hana. Grundvöllurinn nú vilji þjóðar Í öðru lagi hafa farið fram þingkosningar í Hollandi, sem hafa leitt til djúprar stjórn- arkreppu. Taflið snýr því ekki að okkur um þessar mundir, þvert á móti eru spurning- armerkin yfir Bretum og Hollendingum. Í millitíðinni tel ég tvímælalaust að staða Ís- lands hafi styrkst á afgerandi hátt og þar eigi þjóðaratkvæðagreiðslan kannski mestan hlut. Hún hóf til vegs það sem er grundvöllur hins vestræna lýðræðis, vilja þjóðar. Þar var skap- aður farvegur til að vilji fengi að birtast. Þess vegna er staða málsins einnig sú nú að hinir erlendu viðsemjendur, sem eru vestræn- ar lýðræðisþjóðir, vita það að grundvöllur málsins hér á Íslandi er vilji þjóðarinnar, ekki bara málflutningur embættismanna eða samn- inganefnda. Lausn málsins þarf þess vegna að taka mið af og vera í samræmi við vilja ís- lensku þjóðarinnar.“ – Þú nefndir áðan að forsetaembættið væri orðið miklu viðameira og það kæmi meðal ann- ars fram í því hvað forsetinn þyrfti nú að flytja miklu fleiri ræður en í upphafi. Margar af þín- um ræðum á meðan á útrásartímanum stóð hafa verið gagnrýndar og ræða, sem þú fluttir í Walbrook-klúbbnum í London 3. maí 2005 með hinni fleygu setningu „You ain’t seen nothing yet“ verið gerð að hluta fyrir heild í þeirri um- ræðu. Þegar sú ræða er lesin mætti halda að þú værir að tala um þjóð ofurmenna en ekki mennskra manna. Þetta er ein ástæðan fyrir því að í áramótaskaupinu var veist harkalega að þér. Finnst þér þú hafa gert þessi mál upp við þjóðina? „Það er á margan hátt erfitt að svara þeirri spurningu vegna þess að svo ólík sjónarmið eru uppi meðal þjóðarinnar um þennan þátt, allt frá harðri gagnrýni einstakra aðila yfir í það sjónarmið að slíkur málflutningur hafi ver- ið eðlilegur þáttur í því hvernig við túlkuðum íslenska hagsmuni á þessum tíma. Of mikið gert úr vægi málflutnings Það er erfitt fyrir mig að velta því fyrir mér með hvaða hætti ég ætti að gera þessi mál upp. Það sem ég hef hins vegar sagt og sagði strax í kjölfarið á þessari atburðarás er að í ljósi þess sem síðan hefur gerst er alveg ljóst að ým- islegt var ofsagt í mínum málflutningi. Menn hafa hins vegar haft tilhneigingu til þess að taka það bæði úr samhengi og ræða um það eins og þetta hafi verið meginmálflutningur minn á þessum tíma. Þú sagðir að ég hefði flutt margar ræður um „Þá fyrst teldi ég að forsetinn væri kominn í hættu ef hann léti flokks- pólitíska hagsmuni eða valdastöðu ríkisstjórnar á hverjum tíma hræða sig frá að taka ákvörðun, sem væri í sam- ræmi við hagsmuni þjóðarinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.