Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 ✝ Jenný Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 5.3. 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir á hvítasunnudag, 23. maí 2010. Foreldrar hennar voru Valdís Jóns- dóttir, f. 12.6. 1897, d. 24.12. 1984, og Jón Helgason, f. 22.6. 1892, d. 23.4. 1964. Jenný á tvær systur; 1) Kristín Jóna, f. 30.9. 1924. Kristín var gift Jens Hinrikssyni, f. 21.10. 1922, d. 2.8. 2004. Þau eiga 3 börn. 2) Kristjana Esther, f. 5.3. 1927. Ester var gift Hlöðveri Krist- jánssyni, f. 11.12. 1925, d. 12.2. 2003. Þau eiga 9 börn. Jenný var gift Antoni G. Axels- syni, flugstjóra hjá Flugleiðum, f. 12.7. 1920, d. 17. 11. 1995. Foreldrar Antons voru Jónína Kristjánsdóttir, f. 3.12. 1893, d. 2.12. 1965, og Axel H. Samúelsson, f. 13. 9. 1889, d. 30.10. 1953. Börn Jennýar og Antons eru: 1) Valdís, f. 18.6. 1948. Hún var gift Jóni H. Sigurbjörnssyni. Börn Val- dísar eru: a) Jenný Árnadóttir, f. 13.8. 1970, gift Guðmundi Pálma- syni, f. 14.10. 1965, þau eiga 3 syni. b) Arnar Heimir Jónsson, f. 14.11. 1973, í sambúð með Auði Maríu Þór- hallsdóttur, f. 9.11. 1976, þau eiga fjögur börn. 2) Úlfar, f. 16.7. 1949, kvæntur Siv Oscarsson, f. 26.3. 1950. Synir þeirra eru Páll Jóhann, f. 14.10. 1978, og Jómar Axel, f. 24. 3. 1981. 3) Nína, f. 1.5. 1952, d. 8.4. 2010. Börn Nínu eru: a) Ant- on Gunnar Gunn- laugsson, f. 30.6. 1973, í sambúð með Guðnýju Jónu Valgeirsdóttur, f. 26. 6. 1974. Þau eiga 2 syni. b) Sif Gunn- arsdóttir, f. 19.7. 1994. Faðir Sifjar er Gunnar Viðar Hafsteinsson, f. 4.10. 1956. 4) Jón Axel, f. 5.6. 1956, kvæntur Magnfríði Halldórs- dóttur, f. 3.12. 1956. Börn þeirra eru Úlfar Örn, f. 21.2. 1980, Elsa Fanney, f. 21.9. 1987, í sambúð með Hjalta Þorvarðarsyni, og Jenný, f. 11.12. 1993. Jenný ólst upp á Hverfisgötu 55 og flutti síðan á Laugaveg 135. Hún lauk gagnfræðaprófi í Lindargötu- skóla. Hún starfaði sem ung kona í versluninni VBK á Vesturgötunni. Heimili Jennýar og Antons var í byrjun í Eskihlíð 12 og síðar fluttust þau í Hlíðargerði 19 í smáíbúð- arhverfi sem var heimili þeirra í 40 ár. Eftir að börnin fóru að fæðast starfaði Jenný heima sem húsmóðir. Á miðjum aldri fór hún að starfa hjá Hvítabandinu og síðar á Landspít- alanum. Jenný starfaði í mörg ár á vegum Rauða krossins á Borgarspít- alanum. Eftir að Anton lést fluttist Jenný í Hæðargarð 29 og bjó þar til dauðadags. Útför Jennýjar fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 1. júní sl. Með stuttu millibili í sumarbyrj- un hefur Ránargötu-fjölskyldan séð á bak móður og systur. Á sama tíma og Nína systir glímdi við sinn erfiða sjúkdóm þá tók elli kerling meira og meira völdin í lífi mömmu, Jennýjar. Jenný ólst upp við Hverfisgötu í Reykjavík, hún var Reykjavíkur- mær. Á Hverfisgötunni eignaðist Jenný vinkonur sem fylgdu henni í meira en 80 ár í gegnum lífið. Hún átti einnig mikinn hóp af frænkum sem hafa alla tíð verið henni mjög kærar. Gógó frænka, Sigríður Ax- elsdóttir, var henni mikilvægur fé- lagi og vinur. Jenný beið í festum á Íslandi á meðan Anton fullnumaði sig í flug- fræðum í Kanada og Bandaríkjun- um. Eftir giftingu bjuggu þau fyrst í Eskihlíð 12 og fluttu þaðan í Hlíðargerði 19 þar sem þau bjuggu í um fjörutíu ár. Hlíðargerðið skip- aði alltaf mikilvægan sess í hennar lífi. Fólkið í götunni voru hennar vinir og samferðamenn. Næst okk- ur bjuggu Hanna og Ólafur og síðar Baldur og Anna María. Munda og Eiríkur, Sverrir, Ólafur og Ebba, áður Jóhannes Snorrason og Arna, Magnús og Dídí og Gunnar Dan svo nokkrir séu nefndir. Hugðarefni Jennýjar voru alla tíð fjölskyldan, vinirnir, frænkurnar og börn þeirra. Hún og pabbi hennar komu garðinum í gott lag og ófáar stundir fóru í að halda honum í sem bestu horfi. Hún hafði gaman af að ferðast og þvældist víða með Antoni og eftir að hann dó mest með vin- konunum í Hæðargarði og frænk- unum. Jenný var fulltrúi þeirra grunn- gilda í mannlegu samfélagi sem við Íslendingar höfum fjarlægst á síð- asta áratug. Í hennar fari fannst ekki græðgi, frekja og yfirgangs- semi. Hún sagði aldrei illt orð um nokkurn mann, mátti aldrei neitt aumt sjá og deildi alltaf með sér. Sem dæmi má nefna að ef maður notaði ekki einhver föt í nokkurn tíma hurfu þau úr skápnum. Þegar eftir var gengið um fötin var við- kvæðið alltaf: „Þú varst hættur að nota þau og þau koma sér nú vel annars staðar.“ Síðastliðið haust tók elli kerling í taumana á hennar lífi, eftir stutta vist á spítala fór hún á hjúkrunar- heimilið Grund og síðar á Eir. Það er ekki auðvelt að eldast og vera allt í einu kippt út úr hinu vana- fasta umhverfi. Hún gerði sér vel grein fyrir vanmætti sínum að tak- ast á við hið daglega líf en sætti sig ekki alveg við breytt hlutskipti. Viku fyrir andlátið fór hún í heimsókn til Estherar systur sinnar í Hveragerði. Þó dregið væri af henni þá átti hún þar yndislega stund. Á leiðinni til baka þá rifjaði hún upp minningar tengdar æsku og uppvexti þeirra systra. Hún var sátt við lífshlaup sitt en talaði æ oftar um að hún yrði hvíldinni feg- in. Þegar hún skildi við var ró yfir henni og maður hafði á tilfinning- unni að hún væri komin á æðra til- verustig og aftur með þeim sem voru henni svo kærir. Eftir sitjum við, hugsum til baka til allra góðu stundanna með henni. Til að halda minningu hennar vakandi þá viljum við í okkar daglega lífi halda í heiðri þau lífsgildi sem voru henni svo mikilvæg. Úlfar Antonsson. „Við erum öll næturgestir í ókunnum stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð,“ sagði org- anistinn svo heimspekilega í At- ómstöð Halldórs Laxness. Þegar öllu er á botninn hvolft er lífið sjálft jú eitt allsherjarferðalag og óhjá- kvæmilega eru kveðjustundir stór hluti af öllum ferðalögum. Nú er ein slík því miður runnin upp. Við fráfall mömmu er margs að minn- ast. Pabbi og mamma voru samhent hjón sem bjuggu okkur börnunum gott og öruggt heimili. Við ólumst upp í Hlíðargerðinu sem var heimili mikillar gestrisni og vinsemdar. Mamma og pabbi voru hin sterka umgjörð fjölskyldunnar. Pabbi var flugmaður, hann var alltaf að koma og fara og mamma var oft ein með okkur. En þú og pabbi voruð kapp- söm og geysilega dugleg alla tíð. Þú varst hugulsöm og glaðlynd og sýndir mikinn áhuga á öllu sem við gerðum. Þú hafðir ávallt trú á okk- ur og varst alltaf að gefa af þér orku og vinsemd. Trúmennska þín og tryggð skópu þér og fjölskyldu þinni lífsöryggi og staðfestu. Vegna þess varð ævi þín og starf sig- urvisst eins og best gat orðið. Mér leið vel í nærveru þinni, mamma, hún var svo traust og örugg. Þú vildir alltaf gleðja og varst hamingjusöm að gleðjast með öðrum. Þú, mamma, leiðbeindir okkur á lífsbrautinni að reyna að sjá alltaf góðu hliðarnar á mannlíf- inu. Þú lagðir ávallt gott til mála, varst vel liðin og vönduð í allri um- gengni. Þér fannst gaman að ferðast með fjölskyldu og vinum bæði innanlands sem utan. Þú varst alla tíð trúuð og kirkju- rækin og alltaf mjög áhugasöm um velferð okkar barnanna, barna- barnanna og barnabarnabarnanna. Á unglingsárum eignaðist þú vin- konur, og þið fylgdust að í gegnum lífið. Fólkið í Hlíðargerði og síðar í Hæðargarði skipaði stóran sess í lífi þínu. Alltaf var hugur þinn hjá fjölskyldunni, vinunum, frænkum, systrum og börnum þeirra. Ekki má gleyma öllu því góða og skemmtilega fólki sem þú og pabbi gáfuð okkur kost á að kynnast bæði innanlands og utanlands. Og þið senduð okkur bræður í sveit í Árna- nes á Hornafirði til Palla, Dúa og Siggu þar sem við kynntumst öðru umhverfi en við vorum vanir að vera í heima og öllu því góða og skemmtilega fólki sem þar var. Pabbi þinn vann píanóið á tombólu og það varð til þess að þú fórst að læra á píanó. Þú varst músíkölsk og spilaðir fallega á píanóið. Þú smit- aðir okkur af tónlistargleði þinni. Pabbi sagði við mig rétt áður en hann dó að hann hefði átt yndislega ævi og nú væri okkar að hugsa vel um mömmu þegar hann væri ekki lengur til staðar. Mamma nefndi oft við mig að hún saknaði pabba og alls þess sem þau gerðu saman. En mamma sagði einnig að hún hefði átt yndislega ævi. Tómlegt varð að lifa án pabba, og tómlegt er orðið að lifa án Nínu systur sem var allt of snemma frá okkur tekin og tóm- legt verður að lifa án mömmu. En á næsta stigi tilveru, sem vonandi er til, verðið þið tilbúin að leiðbeina okkur, þegar við eltum ykkur þang- að, eins og þið hafið gert hingað til. Það eina sem getur sefað söknuðinn er minningin um frábæra móður, föður og systur. Þinn sonur, Jón Axel Antonsson. Við fráfall Jennýjar tengda- mömmu leita á hugann minningar um vel gerða konu, þar sem saman fór hjálpsemi, hlýja og einstaklega jákvætt hugarfar í garð manna og málefna. Jenný var sterkur per- sónuleiki og mat heiðarleika mikils. Hún var glaðlynd félagsvera og góð manneskja. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún deildi alltaf með sér. Við þekktum Jenný aldrei nema ljúfa, reiðubúna að rétta hjálpar- hönd og gera öðrum greiða. Vin- irnir voru margir og var Jenný mjög tryggur vinur vina sinna og börn drógust að henni. Manni leið alltaf svo vel í nærveru hennar, hún var svo traust. Hún var músíkölsk, söng mikið og spilaði fallega á pí- anóið þannig að hún smitaði börn okkar tónlistargleðinni svo að þau fóru öll í píanónám. Hún vandaði alltaf útlit sitt, var ávallt glæsileg og sérstaklega hugguleg með sjálfa sig og umhverfi sitt. Þú hugsaðir ávallt vel um fjölskylduna, börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin, vinina, systur þínar, frænkur og þeirra börn. Þú varst hugulsöm og jákvæð og hugsaðir ávallt um vel- ferð annarra og sást alltaf góðu hliðarnar á fólki. Alltaf varst þú hress og kát á líkama og sál og dugleg og vildir alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Oft komst þú til okkar í mat- arboð og var þá oft horft á bíómynd eða þætti og innlifun þín var mikil og hláturinn smitandi. Oft var líka spilað á píanó og sungið. Þú varst þolinmóð, hrósaðir manni á þann hátt að maður varð alltaf svo glað- ur. Alltaf hafðir þú trú á okkur. Ferðalögin með þér eru okkur ógleymanleg, þú og Toni höfðuð farið svo víða. Við nutum þess að ferðast með ykkur, kynnast nýju umhverfi og kanna nýjar slóðir. Allt varð svo áhugavert og alltaf mikil tilhlökkun fyrir okkur og börnin að vera með ykkur. Og fróðlegt var þegar þú sagðir okkur frá liðnum viðburðum í ævi þinni og umhverf- inu sem þú ólst upp í. Nína dóttir þín andaðist 8. apríl nú í ár og missirinn var mikill fyrir okkur. Nína var frá okkur tekin allt of snemma. Það eru sístæð sannindi, að með hverjum ættingja eða vini, sem við missum, deyr hluti af okk- ur sjálfum. Nína hefði átt afmæli nú 1. maí, þá ákváðum við aðstand- endur að hittast, fara að leiði Nínu og minnast hennar. Þó dregið væri af þér, Jenný, þá áttum við ynd- islega stund þann dag til minningar um Nínu. Vináttu þína gafst þú mér, og hún var traust. Jenný er kvödd með virðingu og einlægu þakklæti. Hún verður öllum sem henni kynntust minnisstæð, samfylgdin var ánægjuleg alla tíð. Ég mun alltaf minnast hennar með þakklæti og virðingu, þakklæti fyrir alla þá þol- inmæði og vinsemd sem hún átti í hjarta sínu, virðingu fyrir vináttu hennar sem var einlæg og traust og aldrei brást. Ég mun varðveita vel minningarnar um allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Við eigum um þig dýrmætar minningar og þar lifir þú áfram. Kæra Jenný, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér og alla umhyggjuna sem þú sýndir mér, Jóni Axel og börnum okkar. Hvíl í friði, elsku Jenný. Þín tengdadóttir, Magnfríður Halldórsdóttir. Elsku amma, það er sárt að kveðja þig en allar þær góðu minn- ingar sem þú skilur eftir halda áfram að verma okkur um hjartað og fá okkur til að brosa. Þú varst ávallt svo glaðlynd og hugulsöm, alltaf að gefa af þér orku og vin- semd. Manni leið alltaf svo vel í nærveru þinni, það var ætíð til- hlökkunarefni að fara í heimsókn til þín, því að maður vissi að manns beið bros á vör, söngur og píanóspil og alltaf eitthvað gott að narta í, ef til vill nýbökuð jólakaka. Það eru margir eiginleikar sem við höfum verið heppin að njóta af nærveru þinni, tónlistin er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann enda höfum við systkinin öll spilað á píanó eftir að hafa smitast af tón- listargleði þinni. Við minnumst sér- staklega þess þegar við fengum að sitja með þér á píanóbekknum heima í Hlíðargerðinu og síðan í Hæðargarði og velja lög úr „Nýju söngvasafni handa skólum og heim- ilum“ sem við spiluðum og sungum saman. Jákvæðni og áhugi á hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur er eitt af því sem við mun- um, það var alltaf hægt að kíkja út í salinn og sjá þig brosandi þegar við spiluðum á tónleikum í kirkjunni. Eitt var alltaf öruggt og það var að þú vildir hafa nóg fyrir stafni hvort sem það var leikfimi, dans eða heima við. Þú varst alltaf að og tilbúin að hjálpa til, hvar og hvenær sem var, fyrst gerðum við hreint og fínt en þegar því var lokið þá sett- umst við niður saman og slöppuðum af með ís í skál. Dugnaður og huggulegheit eru eiginleikar sem þú kenndir okkur að tileinka okkur, þú varst alltaf svo vel til höfð og glæsileg og við litum upp til þín. Ef við stelpurnar fengum nýjan kjól þá var ekki hægt að sleppa því að halda litla tískusýningu fyrir þig, og alltaf vorum við jafn glæsilegar í þínum augum: „En hvað þú ert myndarleg,“ voru orðin sem luku hverri sýningu. Við hugsum hlýlega til allra þeirra ferða sem við fórum saman, stórra og smárra hvort sem það var bara stuttur bíltúr niður Laugaveg- inn, bústaðarferð innanlands eða utanlandsferð til Flórída. Alltaf var jafn gott að hafa þig með, hláturinn þinn smitaði allar ferðir af húmor og gleði eða eins og þú orðaðir það best sjálf: „Þetta var nú meiri brandarinn.“ Þú varst ætíð fé- lagslynd og mannblendin og kennd- ir okkur að sjá hið góða í fólki og sýna þolinmæði og traust til þeirra sem okkur þykir vænt um. Allt fylgir þetta okkur enn þann dag í dag og mun fylgja okkur áfram í gegnum lífið ásamt minningu þinni. Það er erfitt að horfa á eftir þér, elsku amma, en við vitum að þú fylgir okkur áfram, við munum allt- af muna þig og þú vakir yfir okkur eins og þú hefur ávallt gert. Elsa Fanney, Jenný og Úlfar Örn. „Það er svo ótalmargt sem minn- ir þig á.“ Þessi fleygu orð, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér, komu í hugann er ég frétti af andláti Jenn- ýjar móðursystur minnar. Jenný var elst þriggja einstak- lega samrýndra systra, en þær Stína frænka og móðir mín Ester eru báðar á lífi. Alla mína barn- æsku er Jenný frænka nálæg en þær systur mynduðu góð fjöl- skyldutengsl og tengjast ótal fal- legum minningum: Öll jólaboðin, Eskihlíðin og seinna heimili Jennýj- ar í Hlíðargerðinu, skórnir hennar, píanóið, gullið og útlenska nammið, rósótta teppið og stytturnar sem stundum voru harðlæstar inni í stofu. Jenný og Toni áttu einkar fallegt heimili en eftir lát Tona flutti frænka mín í Hæðargarðinn og bar gæfu til að halda þar heimili með reisn. Hún var mikill fagurkeri og bar klæðnaður hennar og fas þess gott vitni og var hún góð fyrirmynd lítilla telpna. Við vorum mörg frændsystkinin á sama aldri og var gjarnan mikill hamagangur. Það voru oft leiksýn- ingar í gangi og þá var margt skrautið í mikilli hættu. Á öllum gleðistundum í mínu lífi er Jenný með og eru minningar- brotin mörg, frá fyrstu skrautnæl- unni minni sem Jenný gaf mér. Út- lenska hnetu-músin með leðurskottinu sem prýddi mína fyrstu kápu þegar ég var 10 ára til gullarmbandsins sem ég fékk í fermingargjöf frá Jennýju og Tona og ber enn þann dag í dag. Okkur Niels þótti alltaf vænt um Jenný Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ELÍASSON, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík mánudaginn 14. júní. Útförin verður auglýst síðar. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Ellen Stefanía Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson, Sigurlaug Brynjólfsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Gestur Matthíasson, Bára Björnsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Elías Björnsson, Gunnhildur Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.