Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 ✝ Árni GuðmundurPétursson fæddist 4. júní 1924 á Odds- stöðum á Melrakka- sléttu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 1. júní sl. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Sléttu og Pétur Sig- geirsson á Odds- stöðum. Árni varð bú- fræðingur frá Hólum árið 1944 og búfræ- ðikandídat frá Land- búnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1950. Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1950-1952, kennari við Bændaskólann á Hólum 1952-1962 og skólastjóri þar 1962-́63. Árni var ráðunautur í sauðfjárrækt hjá Bún- aðarfélagi Íslands 1963-1980, ráðu- nautur í æðarrækt í hlutastarfi 1970-1980 og hlunn- indaráðunautur BÍ 1980-1984. Kunnastur var hann fyrir braut- ryðjendastarf sitt við heimauppeldi æð- arunga. Árni kvæntist 6. janúar 1950 Guðnýju Ágústsdóttur frá Raufarhöfn. Foreldar hennar voru Krist- björg Jóhannsdóttir frá Rifi á Melrakka- sléttu og Ágúst Magn- ússon frá Reykjavík. Þau eignuðust fjórar dætur; Krist- björgu, handavinnukennara, f. 1951, Þorbjörgu, röntgentækni, f. 1953, Guðrúnu Margréti, lögfræð- ing, f. 1954, og Borghildi, hjúkr- unarfræðing, f. 1959. Barnabörnin eru sjö og barnabörnin þrjú. Jarðarför Árna fór fram í kyrr- þey, að ósk hans. Leiðir okkar Árna G. Péturssonar lágu fyrst saman þegar ég hóf nám við Bændaskólann á Hólum haustið 1957. Árni var þá kennari við skól- ann og naut sín vel í því starfi, upp- lífgandi og hvetjandi. Aðalkennslugreinar hans voru bú- fjárrækt og fóðurfræði. Vélvæðing landbúnaðarins var þá komin á skrið og henni fylgdi aukin ræktun og fóð- uröflun. Það var því að vonum að fóðrun til hámarksafurða var kall tímans. Utan sjálfs námsins var Árni einnig boðinn og búinn að taka þátt í félagslífi nemenda svo sem málfund- um og skemmtisamkomum. Hann átti þannig sinn ómælda þátt í því að það var þakklátur hópur búfræðinga sem kvaddi skólann vorið 1958. Samskipti okkar Árna næstu rúma tvo áratugina tengdust fræðslu- og félagsstarfsemi stéttar okkar, búfræðikandídata, en á miðju ári 1980 urðum við samstarfsmenn hjá Búnaðarfélagi Íslands. Þar kynntist ég vel dugnaði hans og vinnugleði. Árni hafði komið til starfa sem sauðfjárræktarráðunaut- ur hjá BÍ árið 1963 þegar Halldór Pálsson tók við starfi búnaðarmála- stjóra. Ræktun og kynbætur sauð- fjár voru um langan aldur umsvifa- mesta einstaka verkefni BÍ. Veigamikill þáttur í því starfi voru hrúta- og afkvæmasýningar um allt land þar sem Árni gegndi dóms- störfum ásamt fleirum. Skýrslur um þessar sýningar voru lengi fyrirferð- armesta efni Búnaðarritsins og átti Árni þar mikinn hlut að máli. Árið 1966 kom Sveinn Hallgríms- son til starfa með honum sem annar sauðfjárræktarráðunautur BÍ og saman sáu þeir um málefni sauðfjár- ræktar á vegum BÍ til ársins 1980, og Sveinn lengur, en þá tók Árni við starfi hlunnindaráðunautar BÍ. Því starfi gegndi hann til ársins 1984 er hann lét af föstu starfi hjá Bænda- samtökunum. Árni hafði hins vegar gegnt starfi ráðunautar BÍ í æðarrækt í hluta- starfi á árunum 1970-́80. Árni G. Pétursson, sem ólst upp á Oddsstöðum nyrst á Melrakka- sléttu, kynntist í æsku hlunninda- nýtingu, m.a. æðarrækt og nýtingu rekaviðar. Í æðarrækt vann hann brautryðjendastarf í heimauppeldi æðarunga og gerði ítarlega grein fyrir því, m.a. í Búnaðarblaðinu Frey. Nýting rekaviðar, bæði sem nytja- viðar og sem eldsneyti, var annað mikið áhugamál hans. Hann beitti sér fyrir því að miðstöðvarkatlar, „lurkakatlar“, væru á boðstólum og hvatti bændur til þess að koma sér upp tækjabúnaði til vinnslu rekavið- ar. Eftir að Árni lét af föstu starfi vann hann um árabil í hlutastarfi hjá Búnaðarfélaginu, m.a. við að flokka og skrá gögn hjá félaginu til varð- veislu á Þjóðskjalasafni. Að því verki gekk hann af sama áhuga og öðrum verkum um dagana. Árni G. Pétursson var vinsæll og vel látinn meðal vinnufélaga sinna. Það tók þá sárt að frétta að minn- isleysi lagðist þungt á hann síðustu árin. Ég flyt Guðnýju, konu hans, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur mínar og fyrrverandi samstarfs- manna Árna hjá Búnaðarfélagi og síðar Bændasamtökum Íslands. Matthías Eggertsson. Árni G. Pétursson Ég kveð þig minn gamli leikfélagi og vin- ur til margra ára og minnist margra stunda sem við áttum saman í æsku við leik og störf. Þær voru bjartar næturnar í sveitinni þegar lit- ið er til baka og minnst heyskapar á Brekku þar sem heyið var dregið inn í hlöðu með jeppanum. Þú keyrðir oft, aðrir sátu á heyhlassinu nóg safnaðist af krökkum í kringum þig, þar varst þú sjálfkjörin foringi. Þú tókst ákvarðanir fyrr en aðrir á þínum aldri. Ungur eignaðist þú gam- alt mótorhjól og hafðir lag á að láta það ganga. Ungur smíðaðir þú bát, sem notaður var við veiðar á silung og síðar ál, þar sem þú varst bæði skip- stjóri og vélstjóri eftir að þú settir niður vél með skrúfu í skipið, vélin var reyndar bara skilvinda sem lá á hlið- inni í bátnum og þurfti að snúa með hendinni rétt eins og þegar mjólkin var skilin. Á þessum bát fórstu með heimaganginn á bænum í Skógey. Þú rerir frá Stórhólma og tókst land á Nýgræðum. Í heildina tók túrinn um sólarhring. Þú hafðir einn háseta. Endalaus voru uppátæki þín og ekki vantaði félagsskapinn, nóg var af unglingum í kringum þig. Þó ærslin og lætin væru mikil var allt fyrirgefið því þú áttir einstaklega hlýja móður. Hjá henni áttu ungir og gamlir skjól. En fyrr en varði vék æskan og þú varðst fullmótaður maður, þroskaður og snarpur. Sögur fóru af atgervi þínu. Ég minnist sjómanna af Aust- fjörðum sem voru á vertíð, að þreyta Baldur Bjarnason ✝ Baldur Bjarnasonvélstjóri fæddist 13. ágúst 1936. Hann lést á Brekkubæ, Nes- jahr. í A-Skaft., 19. maí 2010. Útför Baldurs fór fram frá Hafn- arkirkju á Hornafirði 29. maí 2010. við þig afl í sjómann, jafnvel 2-3 úr skips- höfn fengu að reyna sig, aðrir hvöttu og klöppuðu en ekki höfðu þeir erindi sem erfiði. Um langt árabil var skákin þitt áhugamál, en þegar kom að þínu lífsstarfi vék hún til hliðar eins og allur leikaraskapur. Sjómannsferil þinn var glæsilegur þar sem þú með félögum þínum rákuð fallegt og snyrti- legt fyrirtæki þar sem öryggi sjó- manna var tryggt. Á ykkar skipi urðu ekki óhöpp né slys, vélin undir þinni stjórn gekk, allt undirbúið fyrir næsta róður, það var hægt að treysta vélstjóranum á Sigurði Ólafssyni. Þótt þú ættir stóran hlut í glæsi- legri útgerð og værir athafnamaður var látleysi þinn stíll, peysan þinn ein- kennisbúningur og pípan stöðutákn- ið. Kannski var pólitíkin einu trúar- brögðin sem þú ræktaðir en alla tíð varstu ákveðinn vinstri maður sem hlustaðir á fréttir og fylgdist með því sem gerðist hvar sem var í heiminum. En litla samfélagið okkar á Horna- firði hefur misst meira en vélstjórann á Sigurði Ólafssyni við þitt fráfall. Þó þú drægir að þér sjávarloftið í áratugi hefur sá erfiði komist í gegn- um pípuna og ekkert var við ráðið. Um leið og ég kveð þig og þakka samveruna í æsku þakka ég þér fyrir hve oft þú snerir bílnum þínum við hér á veginum fyrir ofan Bjarnanes í þínum frítíma, en ég skildi ekki að þú varst í raun að kveðja sveitina þína. Ég þakka þér fyrir hve oft ég fékk að vera háseti hjá þér þegar við rer- um á lygnum sjó fyrr í lífinu. Samúðarkveðjur sendi ég skips- félögum á Sigurði Ólafssyni svo og öðrum vandamönnum. Þorsteinn í Bjarnanesi. Ég kynntist Jónínu Valgerði Sigtryggsdóttur eða Ninnu eins og hún var oftast köll- uð, fljótlega eftir að ég fór að koma í heimsókn til tengdafor- eldra minna Einars Emils Magn- ússonar og Margrétar Haukdal Marvinsdóttur í Arnarsíðunni á Akureyri. Þetta var á árunum 1985 til 1987 og ég og Heiða konan mín vorum nýlega byrjuð í sambúð en ég bjó þá í herbergiskytru á Brekkunni á Akureyri. Ninna bjó í Reykjavík en kom í heimsókn á hverju sumri norður til Akureyrar og bjó í nokkrar vikur hjá Mar- gréti, dóttur sinni, og Einari. Ég hreifst snemma af gömlu konunni enda var hún ávallt hrókur alls fagnaðar, alltaf kát og hress og áhugasöm um það sem við Heiða vorum að sýsla. Þessi jákvæðni og gleði einkenndi Ninnu alla tíð og var alveg bráðsmitandi – það var ávallt kátt á hjalla þar sem Jónína Sigtryggsdóttir var niður komin. Ég tók fljótlega eftir því að það var yfirleitt brjálað að gera hjá gömlu konunni. Það voru heim- sóknir út um allan bæ og hinir og þessir að ná í hana eða bjóða henni í heimsókn. Það var verið að spila félagsvist, fara á bingó ef færi gafst eða bara fara í kaffi hjá vin- um og vandamönnum. Ninna var alveg einstaklega hjartahlý kona og aldrei man ég eftir öðru en hún talaði jákvætt um fólk. Vissulega gátu verið Jónína Valgerður Sigtryggsdóttir ✝ Jónína (Ninna)Valgerður Sig- tryggsdóttir fæddist 27. apríl 1920 á Rif- kelsstöðum, Önguls- staðahreppi í Eyja- firði. Hún lést á öldrunarheimili DAS á Vífilsstöðum 28. maí 2010. Útför Jónínu Val- gerðar fór fram frá Fossvogskapellu 3. júní 2010. vandamál en alltaf reyndi hún að sjá já- kvæðu hliðarnar á málunum – nokkuð sem við gætum mörg tekið okkur til fyr- irmyndar. Ninna var einstaklega örlát á gleði og umhyggju en einnig á veraldleg gæði þó að ekki ætti hún mikla fjármuni í hirslum sínum. Hún var sífellt að lauma smáræði að nákomn- um og þá sérstaklega að barnabörnunum í ættinni eftir að þeim tók að fjölga. Hún laumaði þá gjarnan seðli í litla lófa sem sannarlega kunnu vel að meta ör- læti gömlu konunnar. Ninna var ávallt ung í anda þó að hún yrði níræð núna á dög- unum. Á níræðisafmælisdaginn hennar hringdi ég til hennar frá Noregi á elliheimilið þar sem hún bjó. Hún var að bíða eftir Mar- gréti og Heiðu og fjölskyldum þeirra sem höfðu skroppið í sund og hafði á orði að hún væri orðin dálítið óþolinmóð að bíða – hvort þau færu nú ekki að koma. Hún mætti eiginlega ekkert vera að því að bíða lengur, þyrfti að drífa sig út í bæ – alltaf brjálað að gera. Hún var bara ánægð með að ég hefði drifið mig út til Noregs og fundið þar vinnu. Þetta mundi allt blessast hjá okkur Heiðu eins og vanalega. Seinna sagði Margrét mér að Ninna hefði talað um hvort hún ætti ekki bara að drífa sig með henni í heimsókn til Adda og Heiðu í Noregi. Þannig var Ninna einmitt. Sífellt ung í anda og til í að skella sér í heimsókn ef færi gafst, jafnvel alla leið til Noregs þó að níræð væri. Við kveðjum þig með söknuði, elsku Ninna okkar. Þín er sárt saknað en minningarnar um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Sigurður Arnar Ólafsson, Heiða Guðrún Einarsdóttir, Andri Már Sigurðsson, Arnar Páll Sigurðsson, Ólafur Einar Sigurðsson. Jæja ljúfust. Þá hefur þú lokið þinni jarðvist. Þú kvaddir með reisn eins og þú lifðir með reisn. Þú varst dugleg og hugrökk, þú varst flott. Þú sást fegurðina. Ó, hve ég sakna þín. Þar sem við misstum móður okk- ar ungar og ég taldist litla systir varst þú styrkurinn og stoðin. Gunnþóra Björnsdóttir ✝ Gunnþóra Björns-dóttir fæddist 30. maí 1923 á Svínaskála í Helgustaðahreppi við Eskifjörð. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans í Foss- vogi 10. maí 2010. Útför Gunnþóru fór fram í kyrrþey. Ég held mér sé óhætt að segja að þú hafir ævinlega borið hag minn fyrir brjósti bæði í blíðu sem stríðu. Væri ég í vafa þá hringdi ég í Tótu systur. Yfirleitt urðu lausnir farsælar. Ég kveð þig eins og við vorum vanar að kveðjast, við sjáumst. Takk fyrir mig. Nú hverfur sól við sigurskaut og signir geisli hæð og laut er aftanskinið kverfur hljótt það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Þín systir, Guðrún. ✝ Elskulegur faðir okkar, EIRÍKUR K. EIRÍKSSON fyrrum bóndi á Gafli í Flóa, Sílatjörn 8, Selfossi, lést laugardaginn 12. júní. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. júní kl. 11.00. Jarðsett verður í Villingaholti. Lilja Eiríksdóttir, Björn H. Eiríksson. ✝ Elskuleg systir, mágkona, frænka og vinkona, ERLA MAGNÚSDÓTTIR, Mýrarási 2, lést á Landspítala Hringbraut sunnudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 18. júní kl. 13.00. Margrét Magnúsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Pauline Magnússon, frændsystkini, íbúar og starfsfólk Mýrarási 2. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL ÞÓR ÞORKELSSON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8.júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þóra Guðrún Karlsdóttir, Örvar Karlsson, Aðalheiður R. Önundardóttir, Ingi Þór, Birta Líf, Júlíus Breki, Þuríður Kristín, Tindur Örvar, Máni Örvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.