Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Íslenskar þjóðsögur eru hluti menningar okkar. Mann fram af manni hafa þær lifað með okkur, verið skemmtun, fróðleikur og brú sem tengt hef- ur unga og aldna – kynslóð við kynslóð. Þá hafa þær, með öðru, mótað mat okk- ar á lífinu, verðmæt- um þess, og viðhorf til yfirnátt- úrulegra afla, hverra tilvist verður hvorki sönnuð né afsönnuð með þeim aðferðum sem nútíma-vísindi beita, heldur byggist á trú og til- finningum – sem enginn skyldi gera lítið úr. Í dag, 17. júní 2010, þegar við fögnum frelsi þjóð- arinnar og stofnun sjálfstæðs lýð- veldis 1944, skulum við velta fyrir okkur stöðu þjóðfélagsins og lífs- mati okkar – og líta á eina þjóð- sögu. „Sjaldan hef ég flotinu neitað“ Þessi setning, sem allir þekkja, kemur úr þjóðsögunni Krossgötur og segir frá þeirri þjóðtrú að á ákveðnum nóttum ár hvert geti menn setið á krossgötum og flykk- ist þá að álfar sem bjóða gull og gersemar hverjum sem þeim vill fylgja. En – engu má svara og ekkert þiggja, heldur standa upp þegar dagar og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft“. Fara þá álfarnir og skilja eftir allar þær gjafir sem þeir buðu. Saga þessi segir frá manni er Fúsi hét og sat á krossgötum á jólanótt. Hann sá við gylliboðum og stóðst allar freistingar þar til álfkona kom og bauð honum flot- skildi. Það stóðst Fúsi ekki, held- ur sagði: „Sjaldan hef ég flotinu neitað“ og beit bita úr einum skildinum. Varð hann þegar vit- stola og trylltist. Þó hlutverkaskipan sé ekki jafn einföld, getum við heimfært þessa sögu upp á nútímann. Hún fjallar í raun um svikráð, græðgi, sigur hins illa og fall þess er býður freistingu heim. Saga Fúsa rúmast á hálfri blaðsíðu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Nútímaútgáfan fyllir nær tug þykkra bóka sem tók fjölda fóks heilt ár að undirbúa og færa í letur. Þar má lesa hvernig krossgötur svikráða voru fundnar eða lagðar. Þangað komu margir „álfar“. „Fús- ar“ reyndust all- fjölmennir – og gráð- ugir. Flestir þeirra eiga nú hvorki flot né heldur vita þeir hvað skuli til bragðs taka – frekar en Þjóðsögu- Fúsi. Við getum gefið okkur að vitfirring Fúsa hafi bitnað á fjölskyldu hans þótt ekki sé þess getið. Á sama hátt hefur fram- ferði, græðgi, siðleysi og veik lund okkar „álfa og Fúsa“ valdið stór- fjölskyldu þeirra – okkur öllum – óbætanlegu tjóni af ýmsu tagi. Senn blasa aðrar krossgötur við okkur Íslendingum. Munum við reynast snjallari Fúsa eða munum við falla fyrir svikráðum og gylli- boðum „álfa“ – og glata því sem dýrmætast er? Lýðræði og gegnsæi Fyrir rúmu ári kaus þjóðin tvo flokka til valda í stað þeirra tveggja sem sagðir voru sekir um einkavinavæðingu, bruðl, aðgerða- og eftirlits-leysi svo og að dansa árum saman kringum gullkálf, jafnt í vinnutíma sínum sem utan. Fyrir kosningarnar fordæmdu þessir „nýju“ flokkar framferði fyrri valdhafa fyrir auðmannadek- ur, bruðl og þjóðsvik. Þeir lofuðu okkur heiðarleika, óskertu sjálf- stæði, eign þjóðarinnar á auðlind- um, gegnsæjum stjórnarháttum og verulegri aukningu beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Tiltek- inn hluti þjóðarinnar, t.d. 20%, skyldi geta kallað eftir þjóð- aratkvæðagreiðslu um öll stórmál, krafist þingrofs og nýrra kosn- inga. Síðast en ekki síst skyldi slegin skjaldborg um heimili landsmanna og hjólum atvinnulífs- ins haldið gangandi í þeim þreng- ingum er við blöstu. En – því miður; ríkistjórn heið- arleika og gegnsærra stjórn- arhátta á sér önnur markmið: ESB. Til að ná því segir hún ósatt, fer á bak við þjóð og þing – og leynir upplýsingum. Þessir boðberar aukins lýðræðis sam- þykkja á Alþingi að við skulum ekki spurð hvort við viljum leggja í aðildarviðræður við ESB og jafn- framt, að náist samningur skuli hann ekki borinn á bindandi hátt undir þjóðina. Við ráðum engu. Sakir áhugans á ESB vill stjórnin ekki styggja erlenda ráðamenn og gengur því eftir þeim með grasið í skónum að fá að borga hina al- þekktu Icesave-kröfu. Á sama tíma falla fyrirtækin, fjölskyldur missa atvinnu sína og heimili, op- inber gjöld hækka og lágar bætur til aldraðra og öryrkja eru skert- ar. Þegar a.m.k. 20% þjóðarinnar leggur fram áskorun um að krafan sé ekki borguð, enda ósönnuð, þverskallast stjórnin við. Stjórn- arskrárbundin þjóðar- atkvæðagreiðsla, fyrir íhlutun for- seta landsins, leiðir svo í ljós að meira en 90% þeirra sem kjósa er andvígur Icesave-áformum stjórn- valda – sem þau máttu reyndar vita fyrir af tíðum skoðanakönn- unum. Stjórnmálamenn bregðast ókvæða við og segja tímabært að setja forsetanum verkreglur er takmarki völd hans og verksvið! Þjóðaratkvæðagreiðsla Þegar ríkisstjórnin nær sam- komulagi við ESB um innlimun Ís- lands mun það lagt fyrir þjóðina til umsagnar – sem ekki er bind- andi, eins og fyrr segir. Síðan get- ur stjórnin skrifað undir. – Málið afgreitt. Auðvitað er það þægi- legra fyrir stjórnmálamennina að geta bent á jákvæða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þess- vegna verður okkar freistað, sér- staklega síðustu mánuðina. Þá sitjum við á krossgötum líkt og Fúsi forðum. Ég vona, lesandi góður, að þjóð- in þrauki nóttina og þú verðir meðal þeirra sem að morgni geta sagt: Guði sé lof, nú er dagur um allt loft. Þjóðsögur fyrr og nú Eftir Baldur Ágústsson » Saga Fúsa rúmast á hálfri blaðsíðu í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Nútímaútgáfan fyllir nær tug þykkra bóka sem tók fjölda fóks heilt ár að undirbúa og færa í letur. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – www.lands- menn.is – baldur@landsmenn.is Þrátt fyrir úrhellis- rigningu þann dag, sem gerði Öxarárfoss þrisvar sinnum breiðari en venju- lega, er hann í hug- um okkar, sem upp- lifðum stofnun lýðveldisins á Þing- völlum, bjartasti og hamingjuríkasti dag- ur íslenskrar þjóðar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um stofn- un lýðveldis var kjörsókn 98,6%. Sambandsslitin við Danmörku voru samþykkt með 99,5% gegn 0,5%. 17. júní 1944 fékk þjóðin aftur fullt frelsi til að ráða eigin málum, sem forystumenn hennar voru neyddir til að láta af hendi í Kópa- vogi, umkringdir alvopnuðum dönskum hermönnum þann 28. júlí árið 1662. Af þessu má sjá, eins og enn gerist, að glatað frelsi þjóðar er ekki auðvelt að öðlast á ný. Og það fékkst ekki fyrirhafnarlaust. Við stofnun lýðveldisins var minn- ing Jóns Sigurðssonar og sam- herja hans umvafin virðingu og þakklæti fyrir baráttu þeirra fyrir frelsi þjóðar sinnar. Við, jafn- aldrar mínir, upplifðum kreppu árin sem börn og tókum fullan þátt í lífsbaráttu fyrri kynslóða. Á fermingaraldri vorum við með margra ára reynslu í öllum störf- um til sjávar og sveita. Það kom sér vel á lífsleiðinni. Við munum fátæktina – og fólk á miðjum aldri, útslitið af þrældómi frá bernsku. Slæm kjör verkamanna og enn verri kjör kvenna. Óttann við að þurfa að biðja fátækt sveitarfélag- ið um hjálp til að halda lífi í fjöl- skyldunni. Enginn taldi sig eiga rétt á neinu frá ríkinu. Við skuld- uðum ríkinu ekki mikið þegar við fórum að vinna fyrir launum og greiða skatta. Við munum breytingarnar sem urðu fyrir 70 árum, þegar skyndi- lega buðust vel launuð störf fyrir allar vinnufúsar hendur. Harða baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum – og átök þeirra sem dreymdi um Sovét-Ísland og hinna sem aðhylltust vest- ræna stjórnarhætti. Ég man þegar útlendu togararnir drógu troll- in yfir lóðir smábát- anna á grunnmiðum. En sigur í landhelgis- stríðum við stórveldi hefur tryggt okkur 200 mílna landhelgi. Margar konurnar börðust hetjulega. Ég minnist viðtals við eina þeirra, hátt á tí- ræðisaldri, sem enn var full af baráttuanda. Hún hét Jóhanna Sigurðardóttir. Mikið höfum við öllu þessu fólki að þakka og meg- um ekki gleyma því. 66 ára afmæli íslenska lýðveldisins Víst má það kallast kaldhæðni örlaganna, að einmitt þennan dag skuli forsætisráðherra Íslands, frú Jóhanna Sigurðardóttir, sonar- dóttir baráttukonunnar og nöfnu sinnar sem getið er um hér að framan, binda miklar vonir við að stjórnarfundur Evrópusambands- ins, sem halda á í dag, geri það fyrir hana að samþykkja einlæga umsókn hennar um að losa ís- lensku þjóðina við frelsið og stjórna málefnum komandi kyn- slóða á Íslandi um ókomin ár, því við getum það ekki sjálf! „Flokkum hinna vinnandi stétta“ tókst í fyrsta skipti í sög- unni að sannfæra þjóðina um að þeim einum sé treystandi til að ráða fram úr vandamálum hennar. Enda lofuðu þeir að reisa skjald- borg um hag heimilanna og leysa öll vandamál fljótt og vel, fyrir opnum tjöldum, uppi á borðinu. Stjórnin hefur áttað sig á því, að hún ræður ekki við verkefnið. Engin sést skjaldborgin. Tjöldin eru að vísu opin, en eins og allir vita fer mestallt starf stjórnar- innar fram á bak við tjöldin. Vandamálin dafna að mestu óá- reitt undir borðinu. Trúlega hefur Jóhanna Sigurð- ardóttir eldri – og samherjar hennar í Alþýðuflokknum og Sósí- alistaflokknum – aldrei trúað því að sá dýrðardagur ætti eftir að renna upp að flokkar þeirra yrðu einráðir í ríkisstjórn Íslands, þrátt fyrir að ekki tækist að gera það að sovétríki. Þau hefðu enn síður trúað því, að sú stjórn kæmi beinlínis í veg fyrir að atvinnulíf blómgaðist og léti þúsundir manna vera atvinnu- lausa mánuðum saman, þótt næg verkefnin bíði, en telja brýnasta verkefnið vera að svipta þjóðina frelsinu, sem hún hafði svo lengi þráð. Er þetta þjóðin sem var fræg fyrir að hafa ritað og þekkt sögu sína í 1100 ár ? Hefur hún gleymt erfiðri lífs- baráttu fyrri kynslóða undir er- lendri stjórn ? Hefur hún óskað aðstoðar inn- lendra aðila, áður en hún bað ESB að taka við því ? Getur verið að þjóðin hafi kosið þetta fólk til að gefa Evrópusam- bandinu landið og miðin og allt sem því fylgir og fylgja ber? 17. júní 1944 og 2010 Eftir Óskar Jóhannsson. Óskar Jóhannsson »Er þetta þjóðin sem var fræg fyrir að hafa ritað og þekkt sögu sína í 1100 ár? Hefur hún gleymt erfiðri lífs- baráttu fyrri kynslóða undir erlendri stjórn? Höfundur er fv. kaupmaður. „Ekki er ég neitt hræddur um, að ykkur mistakist með þjóðhá- tíðina. Einungis að þið ekki skammist ykkar fyrir að vera eins og þið eruð. Það er mesta heimska að skammast sín fyrir, þó maður sé fátækur og geti ekki spilað stórþjóð.“ Í þessum orðum Jóns Sigurðssonar í bréfi til Sigfúsar Eymundssonar 1874 er fólgið mikið umhugsunar- efni og sígilt fyrir okkur Íslendinga og er það eins og fyrri daginn hjá honum. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra fyrir smáþjóð að ætla sér að gleypa allan heim- inn. Þetta vissi Vestfirðingurinn Jón forseti. En að halda á sínu með skörungsskap var hans aðalsmerki. Hann þreyttist aldrei á að brýna fyrir þjóð sinni að Ísland ætti að vera sjálfbjarga og sækja fram. En ofmetnaðurinn var úti í hafsauga hjá Jóni okkar. Hann gagnrýndi Dani hispurslaust og málefnalega. Og þeir báru mikla virðingu fyrir þessum manni, sýndu honum mikið traust og sneru sér jafnvel við á götu til að votta honum virðingu sína. Þó hann væri frá lítilsvirtri hjálendu þeirra sáu þeir og virtu mann- dóminn og skörungs- skapinn sem af honum geislaði. En skyldi Jón Sig- urðsson ekki hafa snúið sér við í sinni steyptu gröf að und- anförnu? Hann, sem var potturinn og pannan á hinu end- urreista Alþingi og mótaði þróun þess, horfir á þingmenn á táknrænan hátt ofan af vegg og ut- an af Austurvelli. Honum hlýtur að vera brugðið yfir algjörum van- mætti, úrræða- og samtakaleysi kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. En skyldi þetta blessaða fólk á löggjaf- arsamkomunni ekkert geta lært af fordæmi hans? Jú, svo sannarlega. Allir nýir þingmenn og hinir gömlu einnig ættu að fara á námskeið og tileinka sér hvað Jón Sigurðsson forseti hafði fram að færa á sínum tíma hvað Alþingi snerti og almenn þjóðmál. Þeir hafa gott af því að læra um staðfestu hans og einurð, samfara samningalipurð og þing- legri kurteisi. Hann kunni nefni- lega þá list að umgangast fólk, þó hann væri upprunninn úr af- skekktri sveit á Vestfjörðum. Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur skrifaði svo (Hugvekja til Ís- lendinga): „Alþingisgreinar Jóns Sigurðs- sonar á árunum 1841-1848 mætti allt eins flokka undir uppeldismál eins og stjórnmál. Þessar ritgerðir eru ekki aðeins einstæðar í íslensk- um stjórnmálabókmenntum. Mér er til efs, hvort þær eigi sinn líka meðal sams konar rita í Norðurálf- unni á þessum árum. Í ritum og ræðum borgaralegra þjóðfrels- ismanna um miðja 19. öld má oft merkja falinn ótta við alþýðuna á bak við hina pólitísku trúarjátn- ingu. Það er ölmusubragð að þeim réttindum, er frjálslyndu flokkarnir gáfu alþýðunni. Jón Sigurðsson mun aldrei hafa vanmetið leiðtoga- hlutverk sitt í íslenskri sjálfstæðis- baráttu, en hjá honum kennir aldr- ei hroka gagnvart þeim, sem hann tekur forustu fyrir. Jón Sigurðsson leit ekki á almúgann sem sinnu- lausa atkvæðahjörð. Í alþingisritgerðum sínum hvetur hann hvern mann til að búa sig undir Alþingi, svo sem hann ætti sjálfur að verða fulltrúi, en draga sig ekki aftur úr „af smámennsku, eða sérlund, eða kvíða“. Eftir fyrsta þingið ræður hann alþýðu, en einkum kjósendum, til að hafa „gætur á fulltrúum sínum og skapa alþýðlegt álit á málunum“. Það er einmitt þetta sem við þurfum lífsnauðsynlega á að halda í dag: Alþýða manna verður að fylgj- ast með fulltrúum sínum, að þeir geri ekki tóma vitleysu. Full- trúarnir þurfa aftur á móti að spyrja alþýðuna hvað það er sem hún vill í hinum stærri málum. Það er þetta alþýðlega álit á málunum sem Jón forseti talar um sem menn í dag kalla beint lýðræði. Þetta er krafa dagsins. Við höfum til þess öll tæki og tól. Nú verða menn að fylkja liði undir því merki sem Styrmir Gunnarsson og fleiri hafa brugðið á loft, hvort sem þeim líkar betur eða verr: Beint lýðræði er al- gjör þjóðarnauðsyn. Að ganga í smiðju til Jóns forseta Eftir Hallgrím Sveinsson »Nú verða menn að fylkja liði undir því merki sem Styrmir Gunnarsson og fleiri hafa brugðið á loft: Beint lýðræði er algjör þjóðarnauðsyn. Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og fyrr- um staðarhaldari á Hrafnseyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.