Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Risi Bygging Hörpu, hins íslenska tónlistarhúss, mjakast áfram og gnæfir hér eins og risavaxið býflugnabú yfir ökutækjum sem fóru um Lækjargötuna í gær. Árni Sæberg Einar K. Guðfinnsson alþing- ismaður og fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu undir fyrirsögninni „Þorskstofninn fer stækkandi“. Í byrjun greinarinnar getur að líta nokkurs konar endursögn úr ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar og er það upplýsandi. Síð- an hverfur greinarhöfundur aft- ur til ársins 2007 og lýsir því hver hafi verið veruleikinn sem menn stóðu frammi fyrir á því ári vegna af- leiðinga af stefnu þáverandi ríkisstjórnar. Í niðurlagi þeirrar umfjöllunar heldur þingmaðurinn því þó ranglega fram að núver- andi ríkisstjórn hafi strax á upphafsdögum ferlis síns samþykkt að stuðst yrði við 20% nýtingarhlutfall við þorskveiði næstu fimm árin. Að lokum ræðir þingmaðurinn í löngu máli þá skoðun sína að allt frá vordögum 2009 hafi núverandi ríkisstjórn gert allt sem í hennar valdi stendur til að halda því leyndu að stefna hennar sé að miða við aflareglu sem byggi á nýtingarstefnu til langs tíma sem stuðli að sjálfbærum veiðum á þorski. Stöldrum hér aðeins við. Ég átta mig á að Einar K. Guðfinnsson er eflaust ekki einn af þeim áhugasömustu um samstarfsyfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar en geri þó samt ráð fyrir að hann hafi lesið hana. Yfirlýsingin var birt 27. maí 2009. Í upphafi kafla undir fisk- veiðar stendur skýrum stöfum: „Markmið sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar er að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálf- bærar og vistvænar og í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Veiðiheim- ildir skulu ákvarðast af nýting- arstefnu sem byggist á aflareglu hverju sinni.“ Nú veit ég ekki hvort þurfi að túlka þennan stutta texta sér- staklega fyrir Einari en hér stendur skýrum stöfum að veiði- heimildir skuli ákvarðaðar af nýtingarstefnu sem byggist á aflareglu hverju sinni. Því er hér engin leynd á ferðinni og rangt af Einari að ræða um „ámælis- verðan blekkingarleik“ ríkisstjórnarinnar til þess að fara „með þessa ákvörðun hennar eins og mannsmorð“. Á vettvangi Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa þessi mál lengi verið á dagskrá. Í grundvallaratriðum er þar byggt á því vinnu- lagi að tryggja að stofn haldist innan ákveð- inna fyrirfram skilgreindra viðmiðunarmarka og að því marki verði náð með skilgreindri nýtingarstefnu, svo sem með ákvörðun hæfi- legs fiskveiðidauða eða aflareglu. Á slíkum grunni ákvað fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra árið 2007 að færa nýtingarhlutfall í þorskveiðum í 20% af viðmiðunarstofni svo stuðla mætti að betri nýliðun og meiri veiði á viðkomandi ári. Ákvörðunin um nýting- arstefnuna var ótímabundin. Sú aðgerð var talin nauðsynleg til að styrkja hrygning- arstofninn sem hafði verið í sögulegri lægð árin á undan. Þessa nýtingarstefnu festi síð- an Steingrímur J. Sigfússon fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með ríkisstjórn- arsamþykkt í sessi til næstu fimm ára í fyrra- vor. Í sumar fór síðan núverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason þess á leit á vettvangi Alþjóða- hafrannsóknaráðsins að gerðar verði prófanir á þessari nýtingaráætlun svo að úr því fáist skorið að hér sé um sjálfbæra og ábyrga stefnu að ræða. Niðurstaða Alþjóðahafrannsóknaráðsins var kynnt í febrúar sl. á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Í svari þess kom m.a. fram það álit að þessi nýtingarstefna, sem í reynd var ákveðin ótímabundið 2007, muni með yfirgnæfandi líkum leiða til þess að hrygningarstofnar þorsks fari vaxandi og verði stærri árið 2015 en þeir voru í árs- byrjun 2009. Jafnframt kemur fram að nýt- ingarstefnan sé í samræmi við alþjóðleg var- úðarsjónarmið og viðmið um afrakstur fiskistofna sem leiði til betri afkomu til lengri tíma litið. Ekki leið þó langur tími eftir að Einar K. Guðfinnsson hafði ákveðið nýtingarstefnu ótímabundið sumarið 2007 þar til hann féll í freistni. Í fréttatilkynningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 16. janúar 2009, þegar stjórnarslit voru fyrirsjáanleg, er til- kynnt sú ósvífna ákvörðun Einars K. Guð- finnssonar að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið hafi gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn næstu tvö ár. Heildaraflamark varð því 160 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2008/2009, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið. Síðan er tiltekið að þótt uppbygging viðmiðunar- og hrygningarstofns þorsks verði hægari en fyrirhugað var, sé þessi ákvörðun í samræmi við yfirlýst markmið um sjálfbærar veiðar á þorski sem og öðrum nytjastofnum hér við land. Með þessari ákvörðun braut Einar K. Guðfinnsson gróflega gegn fyrr- nefndri nýtingarstefnu og aflareglu. Í upphafi núverandi löggjafarþings lætur síðan Einar K. Guðfinnsson enn freistast því hann var ásamt öllum þingflokki sjálfstæð- ismanna flutningsmaður að þingsályktun- artillögu um bráðar aðgerðir í efnahags- málum. Þar segir: „Þung rök hníga að því að vegna efnahagslegra aðstæðna nú beri að skoða kosti þess að auka tímabundið heild- arkvóta í fiskveiðum. Það verður til þess að stofnarnir byggjast ekki jafn hratt upp og ella. En velferðaráhrifin af ráðstöfuninni eru slík að hún er réttlætanleg.“ Er mönnum sem segja eitt og gera allt annað treystandi fyrir sjálfbærri nýtingu á grundvelli aflareglu? VG hefur einarðlega í orði og verki stutt sjálfbærar veiðar og afla- regluna og mun gera það áfram og standa í lappirnar. Eftir Atla Gíslason »Er mönnum sem segja eitt og gera allt annað, treyst- andi fyrir sjálfbærri nýtingu á grundvelli aflareglu? Atli Gíslason Höfundur er alþingismaður og form. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Fiskveiðistjórnun – Einar K. Guðfinnsson með kápuna á báðum öxlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.