Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 112

Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 112
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR76 S í m i 5 5 3 8 0 5 0 S í m i 5 5 1 8 5 1 9 S í m i 5 6 8 9 2 1 2 S M Á R A L I N D K R I N G L A N Vertu klár í vinsælu Ecco vatnsheldu kuldaskónum Track Uno - barna Verð kr. 11.995 Stærðir: 20 - 28 | Vörunr. 75077156033 Winter Queen - barna Verð frá kr. 17.995 Stærðir: 33 - 40 | Vörunr. 720782/3 56119 Xpedition II - dömu Verð kr. 29.995 Stærðir: 36 - 42 | Vörunr. 81002355634 Track Uno - barna Verð kr. 11.995 Stærðir: 20 - 28 | Vörunr. 75076151707 Snowboarder - barna Verð frá kr. 14.995 Stærðir: 27 - 40 | Vörunr. 721002/353859 Xpedition II - dömu & herra Verð kr. 29.995 Stærðir: 36 - 48 | Vörunr. 810024/3 52570 Snowride - barna Verð kr. 13.995 Stærðir: 26 - 30 | Vörunr. 75102151707 Sierra - barna Verð kr. 15.995 Stærðir: 36 - 40 | Vörunr. 7048353960 Xpedition II - dömu & herra Verð kr. 25.995 Stærðir: 36 - 48 | Vörunr. 810004/3 52570 Snowride - barna Verð kr. 13.995 Stærðir: 26 - 30 | Vörunr. 75101156111 Snowboarder - barna Verð kr. 14.995 Stærðir: 27 - 35 | Vörunr. 72100255955 Xpedition II - dömu & herra Verð kr. 27.995 Stærðir: 36 - 48 | Vörunr. 810014/3 55634 Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tón- leikum íslensku bluegrass- sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn‘t Leave Nobody But the Baby. „Við ætluðum bara að halda eina bluegrass-tónleika af því að okkur langaði að syngja eitt- hvað annað en það sem við vorum vanar að flytja,“ segir Hildur Halldórsdóttir, ein fjögurra söng- kvenna Brother Grass. Hljómsveitin er ársgömul en hefur verið dugleg við tónleika- hald og vakið mikla athygli. Auk Hildar skipa hljómsveitina Örn og Ösp Eldjárn, Soffía Björg Óðinsdóttir og Sandra Dögg Þor- steinsdóttir. Hildur segir blue- grassið hafa verið hálfgerða til- viljun. „Þessi tónlistarstefna var búin að heilla okkur svolítið og við elskuðum allar tónlistina í myndinni O Brother Where Art Thou. Þaðan komu mörg laganna sem við fluttum fyrst,” segir hún. „Við fengum Örn Eldjárn, bróð- ur Aspar, til að vera með okkur á tónleikunum og það myndað- ist svo mikil stemning og gleði í hópnum að við stofnuðum hljóm- sveitina í bílnum á leiðinni heim frá þessum tónleikum.“ Hljómsveitin einskorðar sig ekki við bluegrass, enda fimm- menningarnir fjölhæft tón- listarfólk sem þykir gaman að flytja ólíkar tónlistarstefnur. „Við tölum um að við spilum blue grass, blús, þjóðlagatónlist og „old time mountain hillbilly music“. Við erum með nýtt efni, gamalt og frumsamið, en við reynum alltaf að hafa þennan Suðurríkjablæ yfir því sem við gerum,“ segir Hildur sem lærði söng í FÍH líkt og hinar söngkon- urnar þrjár. „Það er erfitt að skilgreina blue grass, það er svo víðfeðm tónlistarstefna. Tónlist Noruh Jones er gott dæmi um nútíma bluegrass, en það eldra er svona bómullartónlist. Þetta er tón- list sem allir geta tekið þátt í og spilað á eitthvert hljóðfæri – við gerum það til dæmis öll og syngj- um öll í öllum lögunum. Það sem einkennir gamla bluegrassið er líka að nota hvað sem er sem hljóðfæri. Við spilum meðal ann- ars á þvottabretti og -bala til að ná fram þessari stemningu.“ Hildur segir að þótt heimur Suðurríkjanna sé harla ólíkur íslenskum veruleika, lifi þau sig mjög inn í flutninginn. „Sumt sem við syngjum um er langt frá íslenskum veruleika en annað einmitt ekki. Þetta er oft fólk að segja sínar sögur sem eru mann- legar og eiga við alls staðar og á öllum tímum. Svo finnst okkur þetta bara svo ótrúlega skemmti- legt.“ Brother Grass heldur útgáfu- og jólatónleika 19. og 20. desemb- er á Café Rosenberg. bergthora@frettabladid.is Bluegrassið á líka heima á Íslandi HÚÐFLÚR FYRIR KONUNA Leikkonan Katherine Heigl segir að húðflúr eigin- mannsins Josh Kelley sé rómantískasta gjöf sem hún hafi fengið. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Katherine Heigl fékk frumlega afmælisgjöf frá eigin- manni sínum, tónlistarmann- inum Josh Kelley, en hann fékk sér húðflúr til heiðurs henni og dóttur þeirra. Heigl lýsir því yfir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sé sú rómantískasta sem hún hafi fengið, en húðflúrið er á hand- legg Kelley með mynd af sameig- inlegu stjörnumerki mæðgnanna og fæðingardögum þeirra. Heigl og Kelley ættleiddu dótt- urina Naleigh frá Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Frumleg afmælisgjöf BROTHER GRASS Stúlkurnar ætluðu upphaflega að kalla sig Grass, en þegar Örn Eldjárn, bróðir Aspar, bættist í hópinn var nafn sveitarinnar komið. Á myndinni eru frá vinstri Soffía Björg Óðinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Amelía Eldjárn, Örn Eldjárn og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rapparinn Kanye West segist ekki hafa stolið texta lagsins Stronger frá lagahöfundinum Vincent Rogers. Sá síðarnefndi hefur kært West og heldur því fram að rapparinn hafi hermt eftir lagi sem hann samdi árið 2006 og heitir sama nafni. Í báðum lögunum eru tilvísanir í þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche og fyrirsætuna Kate Moss. Lögfræðingar West segja að textinn við lag hans sé undir beinum áhrifum frá Nietzsche og orðum hans: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Vísa þeir því ásökunum Rogers algjörlega á bug. Áhrifin beint frá Nietzsche SAKLAUS Kanye West segist vera saklaus af ákærunni. Leik- og söngkonan Jennifer Hud- son þakkar unnusta sínum, David Otunga, fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hudson hefur geng- ið í gegnum erfiða tími eftir að móðir hennar og bróðir voru myrt á heimili sínu í Chigago í fyrra, en hún hefði einnig verið á staðnum þennan dag ef ekki væri fyrir unnustann. „Það bjargaði lífi mínu að David bað mig um að koma til sín í Flórída einmitt þennan dag, annars hefði ég verið heima hjá mömmu og líklega ekki á lífi í dag,“ segir Hudson í við- tali við blaðið Ebony, en þetta er í fyrsta sinn sem söngkonan talar um atburðina. Hudson og Otunga eiga saman soninn David, tveggja ára. Þakkar unnustanum ÞAKKLÁT Jennifer Hudson er þakklát unnusta sínum David Otunga fyrir að bjóða sér til Flórída þann dag sem móðir hennar og bróðir voru skotin til bana á heimili sínu. NORDICPHOTOS/GETTY Við spilum meðal annars á þvotta- bretti og -bala til að ná fram þessari stemningu. HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR SÖNGKONA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.