Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 96
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR80 HANDBOLTI Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu á HM hafa fæstar atvinnu af því að spila handbolta. Fimm leik- menn af alls sextán í landsliðs- hópnum leika með liðum erlend- is og 11 leikmenn eru við nám og störf á Íslandi. Reyndar er einn leikmaður í atvinnuleit eins og komið hefur margoft fram. Íslenska liðið er frekar ungt og tveir leikmenn hafa ekki náð tví- tugsaldri og eru enn í framhalds- skóla. Einn grunnskólakennari er með í för og einn meistaranemi í hagfræði. Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir vinnur hjá Eimskip og er víst ekki að stjórna kran- anum við höfnina. Hanna Guðrún Stefánsdóttir starfar hjá fyrir- tækinu Bros og nýtir sumarfríið sitt í að spila með Íslandi í Brasi- líu. Og svona mætti lengi telja. Þrír leikmenn eiga börn í íslenska liðinu. Systurnar Hrafn- hildur og Dagný Skúladætur eiga tvö börn hvor og markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir á einnig tvö börn. Íslenska landsliðið lék í gær við Þjóðverja í næstsíðustu umferð A-riðilsins í Santos. Umfjöllun um leikinn má finna á Vísi og þar verða einnig birt brot úr þætti Þorsteins J. frá Stöð 2 sport. Við hvað starfa stelpurnar okkar? Leikmennirnir sextán sem eru með íslenska landsliðinu í Brasilíu hafa fæstir atvinnu af íþróttinni. Frétta- blaðið skoðaði hvernig hópurinn er samansettur en þess má geta að þrír leikmenn liðsins eru mæður. Á VINNUMARKAÐI OG Í ATVINNULEIT 1. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, 32 ára hornamaður, starfar hjá fyrir- tækinu Bros. 2. Dagný Skúladóttir, 31 árs hornamaður, starfsmaður hjá Icelandair. 3. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára markvörður hjá Val, í atvinnuleit. 4. Hrafnhildur Skúladóttir, 34 ára skytta, umsjónarkennari í 4. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. 5. Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir, 27 ára leikstjórnandi, starfsmaður Puma-umboðsins. 6. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, 26 ára línumaður, starfsmaður hjá Eimskip. Í ÚTLÖNDUM AÐ SPILA HANDBOLTA 1. Harpa Eyjólfsdóttir, 24 ára skytta, leikmaður með Spårvägens í Svíþjóð. 2. Rut Jónsdóttir, 21 árs skytta, leikmaður hjá Team Tvis Holstebro í Dan- mörku. 3. Þórey Rósa Stefánsdóttir, 22 ára hornamaður, leikmaður hjá Team Tvis Holstebro í Danmörku. 4. Arna Sif Pálsdóttir, 23 ára línumaður, leikmaður hjá Aalborg í Danmörku. 5. Karen Knútsdóttir, 21 árs leikstjórnandi, leikmaður hjá HSB Bomberg Lippe í Þýskalandi. Á SKÓLABEKK 1. Þorgerður Anna Atladóttir, 19 ára skytta, nemi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. 2. Stella Sigurðardóttir, 21 árs skytta, í viðskiptafræðinámi við Háskóla Íslands. 3. Sunneva Einarsdóttir, 21 árs markvörður hjá Val, á 2. ári í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. 4. Birna Berg Haraldsdóttir, 18 ára skytta, nemi í Flensborgarskóla í Hafnar- firði. 5. Ásta Birna Gunnarsdóttir, 27 ára hornamaður, leikmaður Fram, í meistara- námi í hagfræði við HÍ. Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is 1 1 2 2 3 3 4 4 5 5 6 1 2 3 4 5 UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum heimsmeistaramóts- ins hér í Brasilíu. Þegar þetta er skrifað hefur Ísland leikið þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur. Það er stórt afrek fyrir litla Ísland að vera með lið í þessari keppni. Stelpurnar okkar eru búnar að stimpla sig inn á meðal 24 bestu þjóða heims og það tekur enginn af þeim. Það er augljóst að það er verk að vinna fyrir íslenskra handboltakonur sé tekið mið af fyrstu þremur leikjunum. Það vantar hraða og styrk í liðið. Og það má leiða að því líkum að of margir leikmenn fái ekki nógu mörg verk- efni við hæfi í deildarkeppninni á Íslandi. Fleiri leikmenn þurfa að komast í betri deildarkeppni líkt og þróunin hefur verið hjá karlalandsliðinu undanfarna áratugi. Því miður er deildarkeppnin á Íslandi með þeim hætti að flestir bestu leik- mennirnir eru hjá 2-3 liðum. Sam- keppnin er því ekki alltaf mikil og það er ókostur. Æfingin skapar meistar- ann og það þurfa íslensk- ar handboltakonur að hafa í huga líkt og aðrir afreks- íþróttamenn. Það þarf að auka æfingamagnið, leggja meira á sig, og nálgast þannig þær þjóðir sem eru okkur framar í dag. Það er ekki hægt að stytta sér leið að markmiðinu. Lið Íslands er ungt að árum. Leikmenn sem eru enn í framhaldsskóla og nokkrir rétt skriðnir yfir tvítugt. Þetta lið á bara eftir að vaxa og eflast á næstu misserum. Og það eru miklar líkur á því að þetta lið komist á fleiri stórmót á allra næstu árum. Forráðamenn Handknatt- leikssambands Íslands eru án efa stoltir af þeim árangri sem A- landslið Íslands hafa náð á undanförnum árum. Karlalandsliðið hefur verið í fremstu röð í mörg ár og konurnar eru smátt og smátt að hækka flugið í alþjóðlegum handbolta. Fleiri leikmenn þurfa að fara í sterkari deildir HM 2011 Æfingar kínverska landsliðsins hér í Santos hafa vakið mikla athygli. Xindong Wang, þjálfari liðsins, notar ekki röddina til þess að stjórna leikmönnum á æfingum. Hann notar dómaraflautu og hún þagnar varla meðan á æfing- unni stendur. Wang sýndi einnig í fyrrakvöld að hann er skapmikill. Eftir 23-22 tapleik Kína gegn Þýskalandi missti hann algjör- lega stjórn á sér – og það voru aðstoðarmenn hans sem fengu „hárblásarameðferðina“ hjá Wang. Í stöðunni 23-22 fengu Kín- verjar ákjósanlegt færi til þess að jafna, og skiptu þeir mark- verðinum út af til þess að fjölga í sókninni. Aðstoðarmenn Wang gleymdu hins vegar að klæða úti- leikmanninn í þar til gert vesti áður en hann fór inn á. Leikmaðurinn fékk því tveggja mínútna brottvísun og Kínverjar voru einum færri síðustu 10 sek- úndur leiksins. Ótrúlegt klúður. - seth Skrautlegur þjálfari Kínverja: Stýrir bara með flautunni SKAPHEITUR Xindong Wang flautar og öskrar í Santos. Hann er hér rólegur í stúkunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍÞRÓTTIR Íþróttasamband fatlaðra hefur útnefnt þau Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölni og Kol- brúnu Öldu Stefánsdótur Firði/ SH íþróttafólk ársins 2011. Jón og Kolbrún synda bæði í flokki S14, flokki þroskahaml- aðra. Þetta er annað árið í röð sem Jón Margeir hlýtur nafn- bótina íþróttamaður ársins en í fyrsta sinn sem Kolbrún hlýtur titilinn. Hófið fór fram á Radis- son Blu Hótel Sögu í dag. Bæði Jón og Kolbrún eiga glæsilegt ár að baki í sundlaug- inni, Jón með fjögur heimsmet og 41 Íslandsmet og Kolbrún með 10 Íslandsmet. Íþróttasamband fatlaðra: Jón og Kolbrún valin best BEST Jón og Kolbrún með verðlaunin sín. MYND/ÍF HM 2011 Það er venjan á stór- mótum í handbolta að mótshald- arar eru mjög hrifnir af því að spila hið opinbera mótslag við hvert einasta tækifæri. Blaða- og fréttamenn hér í Santos eru sérlega ánægðir með framtaksleysi Brasilíumanna á þessu sviði. Mótslagið hefur varla heyrst fram til þessa. Það er ekki ólíklegt að DJ Ötzi útgáfan af Sweet Caroline ómi enn í höfðinu á handboltaunnend- um eftir EM í Austurríki 2010. Kúabjöllusöngur norsku stuðn- ingsmannasveitarinnar er það sem heyrist oftast í Arena San- tos. Og eru skiptar skoðanir um þann hávaða. - seth Góður tónlistarstjóri: HM-laginu er ekki misþyrmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.