Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 102
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR86 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég er búin að vera að hlusta á voðalega mikið af gömlum jóla- lögum, bæði með Villa og Ellý og líka með Hauki Morthens. Annars hlusta ég líka mikið á Valdimar.“ Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöru- hönnuður. „Þeir fengu alveg skýr fyrirmæli eins og aðrir fjölmiðlar um að ekki mætti sýna þessa persónu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Í innslagi menningarþáttarins Djöfla- eyjunnar um tökur Game of Thrones hér á landi mátti sjá bregða fyrir persónu úr ann- arri þáttaröðinni sem framleiðendur þátt- anna höfðu lagt blátt bann við að yrði notuð í umfjöllun íslenskra fjölmiðla. Útlit hennar var mikið hernaðar- leyndarmál og verður því ekki tíundað hér en Snorri segist vera ósáttur við þessa myndbirtingu. „Það var ekkert skriflegt, þetta var bara heiðursmannasamkomulag. Auðvi- tað er þetta eitthvað sem við getum ekk- ert gert í úr þessu en ég ætla að tala um þetta við fólkið hjá RÚV, þetta var algjör- lega bannað.“ Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri þátt- arins, segir þetta leið mistök, umrædd persóna hafi sést í tveimur víðum skotum. „Þátturinn var strax tekinn út af netinu þar til við vorum búin að leiðrétta þetta. Okkur sást bara yfir þessi skot og við erum voða- lega leið yfir þessu. Ég er búinn að ræða við Snorra og mér þykir þetta leiðinlegt því ekki vil ég bregðast honum.“ Snorri segir allt annars hafa gengið snurðulaust. Tökuliðið átti frídag á þriðju- dag og þá kyngdi niður snjónum. „En nú er búið að ryðja alla vegi og við erum hér í Höfðabrekku í rjómablíðu,“ segir Snorri en tökuliðið heldur af landi brott 11. desember. - fgg RÚV biðst afsökunar á Djöflaeyjunni MISTÖK Í umfjöllun menningar- þáttarins Djöflaeyjunnar um Game of Thrones sást persóna sem var algjört hernaðarleyndarmál. Ritstjóri þáttarins, Þórhallur Gunn- arsson, hefur beðist afsökunar á innslaginu sem hefur verið klippt til fyrir vefútgáfu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég gæti ekki verið hamingjusam- ari,“ segir rithöfundurinn Steinar Bragi. Nýjasta bók hans, Hálendið, hefur fengið afbragðsgóða dóma og prýðilegar viðtökur lesenda. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafa sjö aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa kvikmyndarétt- inn að bókinni. Meðal þeirra eru ZikZak, Pegasus, Sigurjón Kjart- ansson, Sæmundur Norðfjörð og Sigurjón Sighvatsson. Nafn Davids Lynch hefur einnig verið nefnt á nafn, en Sigurjón og Lynch eru miklir mátar. Hólmfríður Matthíasdóttir hjá Réttindaskrif- stofu Forlagsins vildi sem minnst tjá sig um málið. „Ég get sagt að það séu sjö aðilar sem sýna verk- inu áhuga og hafa verið að keppa um þessa bók. Þetta mál er bara ennþá í vinnslu og ég get ekkert sagt hvað það verða mörg tilboð. Það er mjög mikill áhugi en þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Hólmfríður og bætir því við að hún hafi ekki áður upplifað jafn mikinn áhuga á sama tíma. „Þetta er í meira lagi.“ Steinar Bragi sjálfur segir að draumaleikstjórinn til að gera kvikmynd eftir Hálendinu væri áðurnefndur Lynch. Skáldið hefur hins vegar báða fætur á jörðinni enda ekki í fyrsta skipti sem kvik- myndagerðarmenn sýna verki hans áhuga. ZikZak keypti kvik- myndaréttinn að verkinu Konur á sínum tíma. „Þannig að ég hef alveg lent í þessu áður,“ segir Steinar en kvikmyndarétturinn að þeirri bók hefur verið fram- lengdur um tvö ár. Steinar segir það jafnframt hafa komið sér óvart hversu hægur og hljóðlátur kvikmyndabransinn sé, allt virðist þurfa að fara mjög hljótt fram. „Það gerist allt miklu hægar en ég átti von á, ég hélt að þessi bransi væri keyrður áfram af miklu meiri hraða,“ segir Steinar. Bókin Hálendið er mikill sálfræðitryllir af bestu gerð sem segir frá hjónum á jeppaferðalagi um hálendið. Þegar bíll þeirra ekur óvænt á hús tekur saga þeirra óvænta stefnu sem á eflaust eftir að skjóta mörgum skelk í bringu. freyrgigja@frettabladid.is STEINAR BRAGI: DRAUMURINN AÐ DAVID LYNCH LEIKSTÝRI HÁLENDINU Risar á kvikmyndamarkaði slást um bók Steinars Braga Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana. „Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vik- unni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu. Tölurnar miðast við seld eintök af þrjátíu efstu plötunum á Tónlistanum sem tekur saman mest seldu plötur landsins. „Hinn margumtalaði dauði geisladisksins ætlar að láta bíða eftir sér. Hann er oft talaður hressilega niður, blessaður,“ segir Eiður. „Auðvitað á þetta sér skýringar í titlum. Núna er það augljóslega Bubbi, GusGus, Jón Jónsson og Helgi Björnsson frá því í sumar. Í haust hafa það verið Mugison, Of Monsters and Men, Palli og Sinfó og mun fleiri titlar sem seljast mjög vel. Þetta eru fjölmargir mjög sterkir titlar.“ Sem dæmi má nefna að sálarplata Bubba, Ég trúi á þig, hefur selst í um 5.500 eintökum. Það er mesta plötusala Bubba með nýju efni í átta ár, eða síðan Þúsund kossa nótt kom út árið 2003. Helgi Björns- son hefur selt um 8.000 eintök af nýjustu hesta- plötu sinni, en Mugison er langsöluhæstur með vel á annan tug þúsunda seldra eintaka af Haglélinu sínu. - fb Plötusala eykst um 30 prósent SELUR MEIRA EN ÁÐUR Bubbi hefur selt sálarplötu sína, Ég trúi á þig, í um 5.500 eintökum, sem er hans besti árangur í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFTIRSÓTTUR Bók Steinars Braga er ákaflega eftir- sótt en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sjö kvik- myndagerðarmenn sýnt henni áhuga. Meðal þeirra eru Sigurjón Sighvatsson, Snorri Þórisson hjá Pegasus, Sigurjón Kjartansson og ZikZak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.