Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 23

Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 ✝ Vigfús Waagfjörðvélstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 17. febrúar 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 21. júlí 2010, 80 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Jón Wa- agfjörð, mál- arameistari og bak- ari, f. 14. október 1882 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2.mars 1969 í Vestmannaeyjum og Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum undir Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968 í Vestmannaeyjum. Systkini Vigfúsar: Jón J. Waag- fjörð, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, Karólína Waag- fjörð, f. 19. apríl 1923, Simon Wa- agfjörð, f. 1. maí 1924, d. 13. des- ember 2007, Jónína Lilja Waagfjörð, f. 18. október 1926, d. 10. janúar 2009, Óskar Waagfjörð Jónsson, f. 19. febrúar 1929, Auð- ur Waagfjörð Jónsdóttir, f. 19. börn þeirra eru Elsa, f. 21. nóv- ember 1978, gift Valtý Jónassyni. Klara f. 11.júlí 1982, sambýlis- maður Þráinn Þórhallsson. Vig- fús, f. 19. nóvember 1986, sam- býliskona Sigurveig Hulda Óðinsdóttir. Friðsteinn Vigfússon, f. 22. júlí 1956, giftur Freyju Ell- ertsdóttur, f. 3. desember 1955. Börn þeirra eru Jóhann Örn, f. 30. maí 1978, giftur Kristjönu Hildi Kristjánsdóttir, þeirra dætur eru: Freyja María, f. 9. júlí 2004 og Ásdís Erna, f. 10. júlí 2007 og Þórdís f. 25. nóv- ember 1981, sambýlismaður Ás- geir Kr. Sigurðsson. Þeirra sonur er Bjarni Freyr, f. 19.maí 2009. Kári Vigfússon, f. 3. ágúst 1961, giftur Þórkötlu Ólafsdóttur, f. 2. ágúst 1962. Dætur þeirra eru: Sara Ósk, f. 2. júní 1988 og Eva María, f. 17. maí 1992. Vigfús átti 30 ára farsælan starfsferil sem vélstjóri á sjó, lengst af á Berg VE 44 undir skipstjórn Kristins Pálssonar og síðar bróður hans, Sævaldar. Eft- ir að Vigfús hætti til sjós 1978 endaði hann starfsferil sinn sem vélstjóri í Vinnslustöð Vest- mannaeyja. Útför Vigfúsar fer fram frá Landakirkju í dag, föstudaginn 6. ágúst 2010 kl. 14. febrúar 1929, Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934, d. 24. apríl 2002. Hinn 16. febrúar 1957 kvæntist Vigfús eftirlifandi eig- inkonu sinni, Þórdísi Friðsteinsdóttur, f. 26. ágúst 1934 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Fríð- steinn Á. Fríð- steinsson, f. 10. sept- ember 1899 og Þórdís Björnsdóttir, f. 14. maí 1906, d. 10. desember 1945. Systkini Þórdísar: Hólm- fríður Friðsteinsdóttir, f. 28. ágúst 1929, Björn Friðsteinsson, f. 24. desember 1930, d. 22. nóv- ember 1954, Ástríður Friðsteins- dóttir, f. 8. janúar 1933. Sjöfn Friðsteinsdóttir Sasser, f. 5. desember 1939 og Dagbjört Steina Friðsteinsdóttir, f. 8. júní 1943. Börn Vigfúsar og Þórdísar eru: Kristín Jóna Vigfúsdóttir, f. 17. desember 1954, gift Kristjáni Ágústssyni, f. 22. janúar 1952, Í dag er borinn til grafar afi minn, Vigfús Waagfjörð, vélstjóri frá Vest- mannaeyjum. Það eru ekki allir sem hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt Fúsa í Garðhúsum sem afa. Í mínum huga var afi minn ansi merkilegur karl sem kunni nánast allt. Þegar ég var ungur drengur fékk ég oft að vera með honum og hjálpa til við ýmislegt sem hann var að gera, hvort sem það var að draga nýtt rafmagn í kjallarann á Herj- ólfsgötunni, mála grindverkið, hræra í steypu eða kíkja á vélarnar í Vinnslustöðinni, en afi vann sem vél- stjóri í Vinnslustöðinni frá 1978 eftir að hann hætti á sjó þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aldrei var ég fyrir og oftast nær hafði hann tíma til þess að kenna mér eitthvað eða útskýra hvernig gera ætti hlut- ina. Eitt sumarið tók afi mig í vinnu og vann ég hjá honum stóran hluta af sumrinu við að „dytta að“ húsinu hans og ömmu. Stundum höfðum við engin verkefni og fór þá dagurinn yfirleitt í spjall, en það var eitthvað sem honum leiddist ekki. Þetta sum- ar er eitt það eftirminnilegasta sem ég hef átt og urðum við afi mjög samrýndir upp frá því. Afi hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsum málefnum og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hann var nánast óhagganlegur í umræðum og átti hann mjög svo auðvelt með að æsa upp þá sem ekki voru honum sammála. Þegar ég var peyi skildi ég ekkert í því af hverju hann þurfti alltaf að vera að rífast í öllum en komst síðar að því að hon- um þótti gaman að rökræða hlutina og fá almennilegt trukk í um- ræðuna. Þarna var hann í essinu sínu. Afi var með mikla vídeódellu og tók mikið upp á myndband á lífsleið- inni. Alla vega man ég sjaldan eftir afa öðruvísi en með vídeómyndavél- ina á lofti þegar einhverjir stórvið- burðir áttu sér stað innan fjölskyld- unnar. Þessar minningar sem hann festi á filmu eru gulls ígildi fyrir okkur afkomendur hans og verður gaman að rifja það allt upp þegar tími gefst til. Þess má geta að víd- eódellan náði væntanlega sögulegu hámarki jólin 1981 þegar sá gamli hafði sett upp tvo sterka ljóskastara í stofunni á Herjólfsgötunni til þess eins að ná hátíðinni sem best á filmu. Já, svona var afi, allt var tekið með trompi. Hann Fúsi afi hafði lausnir á öllu. Eitt árið þegar við vorum að reka niður tjaldsúlurnar fyrir Þjóðhátíð vildi ekki betur til en svo að klöpp leyndist grunnt undir grastorfunni hjá vini mínum í nágrannatjaldi okk- ar. Nú voru góð ráð dýr þar sem nánast allir voru búnir að panta sér reit og því erfitt að flytja sig um set. Nei, ekki þótti þetta mikið vanda- mál, „bara saga þetta, það þýðir ekkert annað,“ sagði sá gamli. Ekki leist mönnum á blikuna og fóru að ræða aðra möguleika en sá gamli gaf sig ekki og endurtók orð sín nokkrum sinnum þar til ekki var hægt annað en að sækja sög og saga neðan af tjaldsúlunni. Hefur þetta áræði hans nokkrum sinnum borið á góma í mínum vinahóp og kemur þessi saga upp þegar leysa þarf ein- hver vandamál sem vaxið hefur mönnum í augum. Með kærri þökk fyrir allt, elsku afi. Megi minning þín lifa. Jóhann Örn Friðsteinsson. Ég kynntist Fúsa, eins og hann var alltaf kallaður, þegar ég er strákur að elta pabba minn, Kristin Pálsson, um borð í bátinn hans, Berg VE 44. Þarna var Fúsi vél- stjórinn með stórum staf og það fór ekki á milli mála að hann hugsaði um vélina eins og best gerðist í þessum bransa. Hjá Fúsa var allt í toppstandi og öllu haldið gangandi, en mér þótti alltaf jafn gaman að fylgjast með honum. Fyrir mig var það heilt ævintýri að vera svo heilt sumar með þeim fyrir norðan og austan land á síldveiðunum. Orð Jesú í Lúkasarguðspjalli „Legg þú út á djúpið og leggið net yðar til fiskjar,“ fengu einstæða merkingu í samfélagi þessara reyndu sjómanna. Eitt sinn stendur Fúsi við hliðina á pabba þar sem þeir eru að horfa á astikið (leitartæki fyrir síld). Þar lóðar á síld við hliðina á einni heljar strýtu eða stórri klöpp. Þá segir Fúsi við pabba: „Af hverju kastarðu ekki nótinni?“ Svo heldur hann áfram að tuða yfir honum hvort hann ætli ekki að kasta og hvort hann ætli virkilega að láta þessa síld fara framhjá. Og viti menn, pabbi kastar. Nótin er varla farinn að rúlla út þegar Fúsi byrjar að tauta: „Kiddi, þú ert aldeilis kaldur, þú ert kaldur að kasta!“ Auðvitað kom allt upp rifið og engin síld kom upp að þessu sinni. Fúsi var afar trúr útgerð sinni og það má fullyrða að hann hugsaði alltaf um hag hennar í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar verið var að skvera skipið og vél- stjórarnir voru að vinna með honum sagði hann oft við þá á kvöldin þeg- ar vinnan var búin: „Strákar það tekur því ekki að skrifa tíma á þetta.“ Það vissu líka allir að honum þótti það innst inni ekki fært að skrifa tíma á verk ef hann hafði lent á spjalli á sama tíma. Þá dró hann það alltaf frá sem prívattíma. Þegar við vorum með skip frá út- gerðinni í endurbótum í Esbjerg í Danmörku tókum við eftir því að Fúsi talaði eingöngu íslensku við Danina og aðra útlendinga. Við vor- um þarna í nokkra mánuði og allan þann tíma talaði hann ekki annað en hreina íslensku. Þótt okkur þætti ótrúlegt að verða vitni að þessu var ljóst að öll þessi samskipti gengu bara ágætlega hjá honum. Í Heil- agri ritningu er hvatning Drottins á þá leið: „Vertu trúr yfir litlu og ég mun setja þig yfir mikið.“ Það hefur líka verið notað í þeirri mynd að vera trúr yfir litlu svo að hljóta megi lífsins kórónu. Það er ekki mitt að úthluta lífsins kórónum en mér finnst að lífsviðhorf Fúsa hafi ein- mitt verið trúmennska, dugnaður og ómælt framlag í þágu annarra. Það sást svo sannarlega í háska á hafi úti og í lagni hans að halda öllum vélum gangandi hvað sem á gekk í kring- um hann. Og þessi fátæklegu minn- ingarorð eru rituð til að þakka það af heilum hug. Blessuð sé minning Fúsa og Guð blessi ástvini hans við andlát hins fúsa drengs. Magnús Kristinsson. Þann 1. júlí 1954 var munstrað á Berg Ve 44 og haldið til síldveiða fyrir Norðurlandi. Báturinn var ný- keyptur til Vestmannaeyja frá Seyð- isfirði. Þetta var Svíþjóðarbátur með brú og Polar Snarvend aðalvél. Eigendur voru Magnús Bergsson bakarameistari og Kristinn Pálsson. Kristinn var skipstjórinn, Fúsi vél- stjórinn og þarna byrjaði okkar sjó- mennskuferill. Ég var háseti en næstu þrjú árin var ég 2. vélstjóri hjá þér, Fúsi. Á þeim tíma var farið til Þýskalands og skipt um aðalvél. Þá kom hjá mér Stýrimannaskólinn og voru þá nokkur ár sem liðu, á þeim tíma sökk Bergur við Snæ- fellsnes með síldarfarm á leið til lands. Nýr Bergur var smíðaður 1963 í Þrándheimi í Noregi. Ég kom sem skipstjóri um borð í nýja Berg 1965. Eftir það vorum við samskipa langleiðina til 1980. Það var ýmislegt sem gerðist á þessum árum; sumarsíldin datt út, norsk-íslenska síldin fjarlægðist og hvarf en inn komu loðnuveiðar í vax- andi mæli. Síðan var verið á netum og fiskað í troll. Siglt var með ísfisk til Englands, Þýskalands og Fær- eyja og allt gekk þetta slysalaust og voru þetta góð ár og líka erfið. En það sem stóð upp úr hjá okkur var góð vinátta og gagnkvæmt traust. Fyrir mig sem þetta skrifar þá var það eitt að takast á við vond veður og ýmislegt sem upp kemur í Brúnni. En mikið verður maður lítill kall þegar það drepst á öllu, ljósin út og allt stóra stopp. Þá var gott að hafa góðan vélstjóra og það varst þú sannarlega, Fúsi, öllu reddað og meira að segja skipt um stimpil í að- alvél úti á sjó. Þú starfaðir hjá Berg Ve 44 í um 26 ár og viljum við hjá Berg ehf þakka þér fyrir vináttuna, dugnaðinn og þrautseigjuna öll þessi ár. Elsku Todda og fjölskylda, við Svava þökkum fyrir öll árin og vott- um ykkur innilega samúð. Sævald Pálsson. Vigfús Waagfjörð ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BOGI INGIMARSSON hæstaréttarlögmaður, Sigtúni 57, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 4. ágúst. Sigrún Sigurþórsdóttir, Sigurþór Bogason, Benedikt Bogason, Úlla Káradóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JARÞRÚÐUR SOFFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR, frá Hömrum í Eyrarsveit, Grundarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Jónsdóttir, Bjarni Jón Matthías Bjarnason, Kristín Karólína Jónsdóttir, Áslaug Guðný Jónsdóttir, Ragnhildur Jakobína Jónsdóttir, Ari Sævar Michelsen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, REGINA VIKTORSDÓTTIR, leikskólakennari, Hverafold 118, sem lést 31. júlí, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á foreldra- deild Blindrafélagsins. Ólafur Ólafsson, Ólafur Einar Ólafsson, Tatjana Lavrenova, Vladislav Lavrenov, Ellina Baykova, Ólafur E. Ólafsson, Sólveig Grímsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI FELIXSON húsasmiður, Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 3. ágúst. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1159. Fríða Freymóðsdóttir, Erla Helgadóttir, Tómas Guðmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Álfheimum 44, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 4. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Haraldur Sigfússon, Hreinn Haraldsson, Ólöf Erna Adamsdóttir, Hanna Dóra Haraldsdóttir, Bjarni Jón Agnarsson, S. Birgir Haraldsson, Hanna Jóhannsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.