Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 ✝ Auður Inga Ósk-arsdóttir Hansen fæddist á Berustöð- um í Ásahreppi 21. apríl 1936. Hún lést í Kaupmannahöfn 1. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Jónsdóttir, f. 3. apríl l906, d. 31. október 2006, og Óskar Þorsteinsson, f. 15. júlí 1903, d. 8. nóvember 1971. Systir hennar er f. 17.1. 1961, kvæntur Kirste Stewart tölvufræðingi. Dætur þeirra eru Eva og Freja. 2) Nina Pernille, f. 10.9. 1962, kennari, gift Anders Schröder Pedersen kennara. Dætur þeirra eru Ellen og Karen. Inga átti heima á Berustöðum til tíu ára aldurs en þá brugðu foreldrar hennar búi og fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Inga varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1956. Hún stundaði nám einn vetur í guðfræðideild Háskóla Íslands en starfaði síðan sem flugfreyja hjá Loftleiðum þar til í byrjun árs 1960. Útför Auðar Ingu fer fram frá Solbjergkirke á Fredriksbergi í dag, 6. ágúst 2010, og hefst at- höfnin kl. 13. Anna Jóna Ósk- arsdóttir, f. 25.12. 1932. Eiginmaður hennar er Þórir Þorsteinsson, f. 11.9. 1933. 16. janúar 1960 giftist Auður Inga Bent Vagn Hansen lögfræðingi og flutti til Kaup- mannahafnar þar sem hún bjó til ævi- loka. Börn þeirra eru: 1) Torsten Vagn, lögfræðingur, Sjáðu á himni hátt yfir fjöllum rísandi roða. Ljós og litir leika um skýin, birtingu boða. Maðurinn sínum sorgum gleymir og sefast lætur, en dagsbrún dreifir döprum skuggum dimmrar nætur. Mönnum er fjarlægt í morgunsins veldi myrkrið að kveldi. (Árni Grétar Finnsson) Hún litla systir mín er dáin. Ég man vel daginn sem hún fæddist. Mamma lá í rúminu og Dísa frænka var komin. Hún var ljósmóðir. Við afi Þorsteinn fórum út að ganga eins og við gerðum svo oft. Við gengum út á tún. Hann hefur trúlega verið að benda mér á sóleyjarnar og fíflana sem voru að skjóta upp kollinum, því það var vor. Svo kom pabbi og sagði að það væri komin lítil kaupakona. Við fórum inn í bæ og þarna í rúminu við hlið mömmu lá lítið barn, sem mér var sagt að væri systir mín. Ég man að ég var ekki ánægð með þetta. Skildi ekki af hverju hún mátti vera í rúminu hjá mömmu en ekki ég. Mér var sagt að ég hafi ver- ið mjög óþekk næstu daga. Fljótt fór mér að þykja vænt um þessa litlu manneskju og fannst ég þurfa að passa hana og vernda. Þessi tilfinning fylgdi mér lengi. Inga var ekki líkamlega sterk en alveg ótrúlega seig og viljasterk. Hún var fædd með hjartagalla og gekkst undir uppskurð á Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn haustið 1957. Aftur fór hún í hjartaskurð 1997. Báðar þessar aðgerðir heppn- uðust vel og hún náði góðri heilsu miðað við aðstæður. Það var svo sumarið 1958, sem Inga, ásamt nokkrum ungum stúlk- um, var fengin til að vera leiðsögu- maður fyrir norræna lögfræðinga, sem voru hér á ráðstefu. Í rútunni sem Inga var í var ungur danskur lögfræðingur, Bent Vagn Hansen. Þarna voru örlögin ráðin, því 16. jan- úar 1960 gengu Inga og Bent Vagn í hjónaband, Inga flutti til Kaup- mannahafnar og bjó þar til æviloka. Þau eignuðust tvö börn, Torsten lög- fræðing og Ninu kennara. Barna- börnin eru fjögur, fjórar stúlkur, sem voru sannkallaðir sólargeislar ömmu sinnar. Inga var hamingjusöm og ég sá fljótt að hún hafði valið vel. Ég var ekki búin að hitta Bent oft þegar ég sá hvílíkur öðlingur hann er. Það hefur hann líka sýnt og sannað, ekki síst síðastliðin átta ár. Í ágúst 2002 fékk Inga heilablóðfall og missti mál og mátt, mest þó í hægri hendi. Í þessi átta ár hefur Bent annast hana af ást og umhyggju og kannski ekki síst þolinmæði. Inga átti líka sínar góðu stundir þrátt fyrir þessa miklu fötlun. Í sumarbústaðnum í Rörvig leið henni vel. Þar gat hún gengið um hjálp- arlaust, bæði úti og inni. Í Íslands- ferðunum naut hún þess að hitta fjölskyldu og vini, hugsunin var skýr þó tjáskiptin væru stundum erfið. Sambandið við gömlu vinkonurnar úr MR, saumaklúbbinn, var henni mikils virði. Hafi þær þökk fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna, sem þær hafa sýnt Ingu alla tíð, ekki síst á síðustu árum. Á kveðjustund koma minningar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær getur enginn tek- ið frá mér. Guð geymi þig, elsku litla systir. Anna Jóna Óskarsdóttir. Haustið 1952 settust í Mennta- skólann í Reykjavík stúlkur úr ýms- um skólum. Þeirra á meðal var lag- leg stúlka úr Kvennaskólanum. Hún hét Auður Inga. Brátt kom í ljós, að hún var líka mikill námsmaður, dug- leg og skemmtileg. Við vorum fljótar að kynnast. Í félagslífinu lét hún heldur ekki sitt eftir liggja, lék með- al annars í tveimur leiksýningum Herranætur. Eftir stúdentspróf hóf Auður nám í guðfræðideild Háskól- ans og við hinar völdum hver sína leið, en vináttuna höfðum við innsigl- að með því að stofna saumaklúbb. Fjölmennt mót norrænna emb- ættismanna var haldið í Reykjavík sumarið 1958. Þá sá Auði ungur danskur lögfræðingur, Bent Vagn Hansen, og segja má, að eftir það hafi hann varla litið af henni. Þrem- ur misserum síðar voru þau gefin saman í Reykjavík, og Auður fluttist til Danmerkur. Til allrar hamingju misstum við ekki vinkonu; við eign- uðumst vin, því að Bent tók ekki að- eins ástfóstri við fjölskyldu Auðar og fjöllótta fósturjörð hennar, hann féll einnig vel í vinahópinn og lagði meira að segja á sig að læra ís- lenzku. Margar glaðar stundir höf- um við átt á heimili Auðar og Bents í Kaupmannahöfn og í sumarbústað þeirra. Ekki urðu síður fagnaðar- fundir, hvenær sem Auður kom hingað. Þó að stundum liði nokkuð langt milli endurfunda, var alltaf eins og við hefðum kvaðzt í gær. Þá var mikið skrafað og mikið hlegið, enda hafði Auður góða kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Auður hlaut að hverfa frá guð- fræðináminu. Hún lauk síðar próf- um í ensku, þýzku og ítölsku frá Verzlunarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Hún vann lengi við inn- flutningsfyrirtæki, þar sem mála- kunnátta hennar naut sín vel. Þegar einhver samstarfsmannanna var í vandræðum með stafsetningu, jafn- vel í sínu eigin móðurmáli, var við- kvæðið: „Spyrðu Íslendinginn!“ Síðsumars fyrir átta árum ákváðum við vinkonurnar helgar- ferð til Parísar. Auður sagðist ekki mundu láta sig vanta, en þá kom höggið. Hún fékk heilablæðingu, lamaðist og missti málið. Með vilja- styrk og seiglu fékk hún nokkurn mátt í útlimi, en málið fékk þessi málamaður ekki. Það er aðdáunarvert, að Auður og Bent héldu áfram að bjóða til sín gestum, jafnvel fjölmenni. Þau héldu áfram að ferðast erlendis og komu oft til Íslands. Þá var mjög gott að fá að vera með Auði, sjá hana brosa og heyra hana hlæja. Nú þegar við kveðjum Auði, fylgja henni þakkir fyrir órofatryggð og dýrmæta vináttu. Við munum ótal skemmtileg atvik, kunnum sögurnar hennar og heyrum hláturinn yfir tímans haf. Bent, sem hefur annazt Auði af ástúð og ótrúlegri nærgætni, börn- um hennar, barnabörnum og öðrum, sem sakna hennar, vottum við inni- lega hluttekningu. Bergljót, Birna, Krist- ínarnar, Nína, Ragnheiður og Rúna. Auður Inga Óskarsdóttir Hansen Lítill drengur úr/ frá Reykjavík, leikur sér að stráum í hlað- varpa ömmu sinnar og afa í Krossavík í Vopnafirði. Hann tínir túnfífla og sól- eyjar ásamt með kornsúru og punti í vönd og færir ömmu sinni. Svona eru fyrstu minningarnar um Svein frænda minn sem lést í svefni aðfaranótt 12. júlí sl. Sveinn var á sumrum í Krossa- vík eins og fjöldi reykvískra barna sem voru í sveit á þeim tíma. Drengurinn varð fljótt táp- mikill og hneigðist snemma til vé- lagrúsks, enda varð hann þegar fram liðu stundir vélvirki að mennt. Sveinn tók snemma ástfóstri við Vopnafjörð og flutti þangað ungur með fjölskyldu sinni sem verk- stæðisformaður hjá bílaverkstæði Kaupfélags Vopnfirðinga meðan Kaupfélagið var þá í mestum upp- Sveinn Karlsson ✝ Sveinn Karlssonfæddist í Reykja- vík 31. desember 1944. Hann lést 12. júlí 2010. Útför Sveins fór fram frá Vopnafjarð- arkirkju 24. júlí 2010. gangi. Síðan fjaraði undan og Sveinn varð vélgæslumaður hjá útgerðarfélaginu Tanga hf. Árið 2000 hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar til ársins 2009, seinni ár sem verk- stjóri. Sveinn átti við vanheilsu að stríða síðastliðið ár. Lenti á sjúkrahúsi, glímdi þar við erfiðan sjúk- dóm. Komst þó heim, en náði sér aldrei til fulls. Ég skrifa þessi fátæklegu orð ekki til að rekja lífshlaup frænda míns, til þess eru aðrir betur fær- ir. En mér er ljúft og skylt að leiðarlokum, að þakka Sveini mín- um fyrir alla tryggðina og fyrir samverustundirnar sem aldrei féll skuggi á og ég mun aldrei gleyma. Ég kveð Svein frænda minn með bljúgri bæn um að hann megi ávallt aka í ljósinu á Drottins veg- um. Með innilegum samúðarkveðj- um. Gunnar Sigmarsson frá Krossavík. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum sem hafa sýnt okkur hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EMELÍU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Emmu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Eir, 3. hæð suður, fyrir hlýju og nærgætni. Starfsfólk Hlíða- bæjar fær kærar þakkir fyrir þeirra góða stuðning. Halldór Gunnar Stefánsson, K. Sigrún Halldórsdóttir, Guðrún O. Halldórsdóttir, Bryndís S. Halldórsdóttir, Sigurður E. Ragnarsson, Guðrún Emelía, Halldór Gunnar, Victor Björgvin og Ásta Kristín Victorsbörn, Sveinn Ragnar, Gunnar Emil og Brynjar Geir Sigurðssynir, makar og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS JÓHANNSSONAR fyrrv. verkstjóra garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis að, Hjallavegi 10. Sérstakar þakkir til starfsfólks H-2 Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýtt og gott viðmót. Hjörvar Garðarsson, Ágústa Rósa Þórisdóttir, Jón Sverrir Garðarsson, Erna M. Sveinbjarnardóttir, Reynir Garðarsson, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Jóhann Baldvin Garðarsson, Guðfinna Óskarsdóttir, Guðjón Steinar Garðarsson, Guðlaug S. Kjartansdóttir, Vignir Ingi Garðarsson, Sigríður I. Gunnarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Við sendum hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS THORSTEINSSON. Einnig færum við góðu starfsfólki Droplaugarstaða innilegar þakkir fyrir að annast hann vel. Geir Thorsteinsson, Helga S. Helgadóttir, Pétur Thorsteinsson, Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Ragnheiður Óskarsdóttir, Sigríður Thorsteinsson, Þórhallur Andrésson, Ragnheiður Thorsteinsson, Einar Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, KJARTANS G. OTTÓSSONAR. Gyða Jónsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.