Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Í dag verður farandsýningin Á vest- urvegi opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Sýningin er af- rakstur samstarfs safna og lista- manna frá Noregi, Íslandi, Fær- eyjum, Hjaltlandseyjum og Danmörku og hefur nafn sitt af siglingaleiðinni til landanna sem liggja vestur af Noregi sem kall- aðist vesturvegur á víkingatíma. Sjö listamenn frá Íslandi, Noregi og Hjaltlandseyjum hafa undan- farin fjögur ár unnið þvert á landa- mærin út frá þeim hefðum og tungumála- og handverkstengslum sem löndin eiga sameiginleg, staðið fyrir vinnustofum og málþingum í samvinnu við söfn og háskóla þátttökulandanna og kannað menn- ingararfinn á Norður-Atlantshafs- svæðinu, en einnig leitað innblást- urs, bæði í sameiginlegum þáttum þess arfs og hinum sértæku afkim- um hans. Fulltrúar Íslands eru þau Mál- fríður Aðalsteinsdóttir, Kristín Reynisdóttir og Guðjón Ketilsson. Elsie-Ann Hochlin og Johannes Vemren-Rygh koma frá Noregi og Barbara Ridland og Roxane Perm- ar frá Hjaltlandseyjum. Sýningin nýtur styrkja frá Nor- ræna menningarsjóðnum, Reykja- víkurborg, mennningarmálaráðu- neyti Noregs, utanríkisráðuneyti Noregs, Shetlandcraft, mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands, Norsk Kulturråd, Norske Kunst- håndværkere og Bandalagi ís- lenskra listamanna. Hún stendur til 29. ágúst. Á vesturvegi á Norður- bryggju Sýning Hús fyrir net eftir Kristínu Reynisdóttur. Nýtt bókverk Sigurðar Atla Sigurðarsonar verður kynnt í bókverkabúðinni Útúrdúr í Austurstræti 6 næstkomandi laugardag kl. 16:00. Bókverkið ber heitið L’homme, l’animal de la ville, en Sigurður vann að því í Marseille í Frakklandi sl. vor. Bókverkið inniheldur ljós- myndir fundnar á götum Mar- seille ásamt öðrum verkum. Listamaðurinn vinnur með inn- grip í prentferlið til að leggja áherslu á manninn í borginni sem og náttúrunni, náttúruna í borginni og náttúru mannsins. Bókverkið er prentað í 25 eintökum og verður til sýnis og sölu samhliða verkum sem tengjast því. Bóklist Bókverk Sigurðar Atla kynnt í Útúrdúr Kápa bókverks Sigurðar Á sunnudag kl. 15:00 verður Leiðsögn um sýninguna Form- legt aðhald þar sem sýnd eru verk listmálarans Eiríks Smith frá 1951–1957. Leiðsögnin er í umsjón aðstoðarsýningarstjór- ans Heiðars Kára Rannvers- sonar. Heiðar er listfræðingur og hefur undanfarna mánuði unnið rannsóknarvinnu á verk- um Eiríks í Hafnarborg. Á sýningunni eru verk frá fyrstu árunum eftir að Eiríkur sneri heim frá námi í Kaupmannahöfn og París, síðari hluta árs 1951. Sýningin Formlegt aðhald er fyrst í röð sýn- inga sem settar verða upp í Hafnarborg á næstu árum og kynna margbreyttan feril Eiríks Smith. Myndlist Leiðsögn um Formlegt aðhald Eiríkur Smith Bjartur bókaforlag hefur gefið út spennusöguna Svipinn eftir enska rithöfundinn Robert Goddard. Bókin segir frá manni, Tim Harding, sem ger- ir gömlum vini greiða og býð- ur fyrir hans hönd í fornan hring á fornmunauppboði. Harding kemst fljótlega að því að hringurinn tengist skelfi- legum atburðum þegar honum er stolið og morð framið í kjöl- farið. Áður hafa komið út eftir Robert Goddard hjá Bjarti spennusögurnar Horfinn og Ekki sjón að sjá. Uggi Jónsson þýddi bókina sem gefin er út í kilju. Bækur Ný spennusaga Roberts Goddards Kápa Svipsins eftir Robert Goddard Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nú hangir uppi í Norræna húsinu sýning á ljósmyndum bandarísku listakonunnar, skáldkonunnar og mannfræðingsins Randi Ward. Randi er fædd og upp alin í Vestur- Virginíu en hefur búið á Norðurlönd- unum síðasta áratuginn. Hún lauk meistaranámi sínu í menningarfræði á Færeyjum og bjó þar um hríð. Í kynningu á sýningunni, sem ber yf- irskriftina bygdarlívið eða þorpslífið, er henni lýst svo að myndirnar gangi gegn þeirri rómantísku orðræðu sem fólk grípi gjarnan til þegar Færeyjar ber á góma sem lýsi þorp- unum sem ævintýrastöðum þar sem tíminn stendur kyrr og allir búi í sátt og samlyndi í einangruninni. „bygd- arlívið sýnir fram á vandamál þess- ara orðræðna og setur um leið fram gagnrýna staðhæfingu um eyðileggj- andi þætti félagslegrar gerðar og samskiptamynsturs samfélaganna. Hver ljósmynd í þorpslífinu sýnir myndlíkingu skjólleysis, hnignunar og vanrækslu og uppbygging hverr- ar myndar er full af truflandi tákn- um: dyrum sem ekki er lengur hægt að opna, brotnum eða innsigluðum gluggum, mjög ryðguðum hjörum og nöglum og þökum sem blæða ryði meðan þau reyna að halda reglu, formi og tilgangi. Aðspurð um hvort halda megi því fram að hún sé þann- ig að gefa rómantíska mynd af eyði- leggingunni svarar hún neitandi: „Víst hefja margir listamenn og rithöfundar hið ömurlega á stall, en ég er aftur á móti að reyna að skrá- setja myndlíkingu eyðileggingar sem getur verið túlkuð á margan hátt og velta um leið upp spurning- unni um það hvað sé að gerast og hvers vegna.“ Um leið og Randi er að skrásetja segist eðlilega vera að taka afstöðu í hvert sinn sem hún velur myndefni eða sjón- arhorn; „ég er linsan og linsan getur verið göll- uð“, segir hún. „Mynd- irnar sjálfar eru bara hluti af sýningunni, það skiptir líka miklu máli hvernig ég vinn þær. Þegar áhorfandinn horf- ir á myndina sér hann líka sjálfan sig en þar sem speglarnir eru skemmdir sér hann brenglaða spegilmynd.“ Færeyskt þorpslíf á mismun- andi stigum eyðileggingar Morgunblaðið/Eggert Speglun „Ég er linsan og linsan getur verið gölluð,“ segir listakonan Randi Ward sem sýnir myndir frá Færeyjum. Árlega er haldin röð kammertónleika á Kirkju- bæjarklaustri og fagnað er tuttugu ára afmæli í ár. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og síðan tónleikar laugardags- og sunnudagskvöld. Flytjendur að þessi sinni verða þau Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Elfa Rún Krist- insdóttir fiðluleikari, Helga Þóra Björgvins- dóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðluleikari, Margrét Árnadóttir hnéfiðlu- leikari, Daníel Bjarnason píanóleikari, Franc- isco Javier Jáuregui gítarleikari og Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzósópran, sem er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikanna. Verkin sem flutt verða eru kammertónlist frá ýmsum tímum, allt frá miðöldum til okkar daga. Verk eftir Daníel Bjarnason verður frumflutt á tónleikunum, en hann samdi verkið sérstaklega fyrir hátíðina. Verkið, sem heitir Larkin Songs, er skrifað fyrir mezzósópran og píanókvintett og Daníel mun sjálfur leika pí- anópartinn. Það er menningarmálanefnd Skaftárhrepps sem stendur fyrir hátíðinni. Í kvöld eru á dagskrá verk eftir Edvard Grieg og Claude Debussy. Annað kvöld hljóma svo verk eftir Agustín Castilla-Ávila, Arvo Pärt, Salvatore Sciarrino og Mario Cas- telnuovo-Tedesco. Á sunnudagskvöld verður verk Daníels flutt og einnig verk eftir Franc- isco Javier Jáuregui, Sergei Prokofiev og Franz Joseph Haydn. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 föstudags- og laugardagskvöld, en kl. 17:00 á sunnudag. Nánari upplýsingar um hátíðina er á finna á klaustur.is. Kammertónleikar á Klaustri Flytjendur á kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri.  Flutt verður kammertónlist allt frá miðöldum til okkar daga En það sem er kannski merkilegra en allar þessar uppfinningar er markmið kappans að verða 145 ára gamall. 38 » Í frétt í blaðinu í gær af opnun Glansmyndar, málverkasýn- ingar Þuríðar Sigurðardóttur í Grafíksalnum, var rangt farið með opnunar- tíma sýning- arinnar. Rétt er að sýningin verð- ur opnuð kl. 17 í dag. Verkin sem Þuríður sýnir eru öll unnin fyrir sýninguna frá því í vetur og fram á sumar. Rangur opn- unartími sýningar Þuríður Sigurðardóttir Eins og getið er hér til hliðar hefur hefur Randi dvalið víða á Norðurlöndunum síð- asta áratuginn, talar náttúrlega færeysku en líka norsku, dönsku og prýðilega íslensku. Hún gaf út ljósmynda- og ljóða- bók í Færeyjum fyrir þremur árum, me- ditations on salt, og í henni yrkir hún á ensku, norsku og færeysku. Hún býr hér á landi „með kær- astanum mínum og hundinum mínum“, eins og hún orðar það, en er ekki farin að taka myndir að ráði hér á landi. „Ég er í millibilsástandi, var svo lengi í Færeyjum og er enn að vinna úr reynslunni. Ég er því ekki með nein verkefni á prjónunum sem stendur, en það kemur eflaust fljótlega.“ Ort á þremur tungumálum RANDI WARD Randi Ward skrásetur eyðileggingu og birtir sem skældar myndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.