Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 4
ertu skertur af Tryggingastofnun líka. Þetta er í vaxandi mæli og ekkert óeðlilegt að þetta sé gert. Þetta er bara sjálfsbjargarvið- leitni.“ Ekkert ólöglegt er við að lífeyr- isþegar geymi peninga í bankahólfi því sá frádráttur sem Trygginga- stofnun reiknar með þegar hún greiðir bætur byggist á fjármagns- tekjum og ef þær eru ekki fyrir hendi skerðast bætur ekki. Þetta leiðir hins vegar til þess að ríkið þarf að greiða meira í bætur og verður af fjármagnstekjuskatti. Neikvæðir vextir Helgi sagðist ekki viss um að þetta kæmi neitt verr út fyrir fólk að geyma peningana í bankahólfum frekar en á bankareikningum sem héldu ekki í við verðbólguna. Fólk þyrfti að greiða 18% skatt af vaxta- tekjum og síðan væri það sem eftir stæði notað til að skerða bætur frá Tryggingastofnun, en auk þess væru bætur líka skertar vegna verðbóta sem fólk hefði ef það FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Dæmi eru um að eldra fólk, sem hefur fengið kröfu um endur- greiðslu frá Tryggingastofnun vegna fjármagnstekna, taki út pen- inga af bankareikningum og setji þá bankahólf. Innlánsvextir hafa lækkað mikið og eru í flestum til- vikum neikvæðir. Þær vaxtatekjur sem fólk hefur verða síðan til þess að tryggingabætur skerðast. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta,“ sagði Helgi K. Hjálms- son, formaður Landssambands eldri borgara, þegar hann var spurður hvort fólk væri að taka út peninga til að geyma í bankahólf- um. „Fólk sem hefur nurlað ein- hverjum peningum saman er í vax- andi mæli að tala um að taka þá bara út og leigja sér bankahólf vegna þess að vextir af þessum peningum eru neikvæðir þegar þú ert búinn að borga skattinn og svo geymdi fé á verðtryggðum reikn- ingum. „Þetta kerfi er komið í hreina andhverfu sína. Það að fólk telur betra að taka peningana sína út úr bankanum og setja þá undir kodd- ann eða í bankahólf lýsir kannski best hversu mikil vitleysa þetta kerfi er.“ Vextir hafa lækkað mikið síðustu misserin og er ekki auðvelt fyrir eldri borgara að fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Þeir eru í sömu stöðu og lífeyrissjóðir sem ná almennt ekki góðri ávöxtun á þessu ári. Líf- eyrissjóður verzlunarmanna skilaði t.d. -1,3% raunávöxtun á fyrri helm- ingi ársins. Samkvæmt tölum Seðlabankans lækkuðu innlán í bankakerfinu um 70 milljarða á fyrstu sjö mánuðum ársins. Leiða má líkum að því að einhver hluti þessara peninga liggi í bankahólfum. Það hefur komið fram að við hrun bankakerfisins tóku margir út peninga og lögðu þá í bankahólf vegna þess að þeir treystu ekki bönkunum. Taka út peningana sína og geyma þá í bankahólfi  Eldri borgarar bregðast við neikvæðum vöxtum og endurgreiðslukröfu TR 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Þessir hressu kylfingar í Nesklúbbnum drifu sig út á völl í blíðunni í gær. Hlýindin í haust hafa verið kærkomin lenging á tímabilinu fyrir kylf- inga, sem telja nú tugi þúsunda um land allt. Golfvellir verða opnir eins lengi og veður leyfir, eða þar til fer að snjóa og frost kemur í jörðu. Enn eru vellirnir iðjagrænir, ekki síst sunnan heiða, og flatirnar sjaldan verið betri. Forgjöfin ætti því að falla eins og laufin á trjánum. Morgunblaðið/Ómar Kærkomin lenging á tímabilinu fyrir kylfinga Stjórnvöld hafa enga ákvörðun tekið um að vísa Icesave-málinu til EFTA-dómstóls- ins. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra við fyrirspurn Sig- urðar Kára Krist- jánssonar, Sjálfstæðisflokki, á Al- þingi í gær. Sigurður Kári spurði fjár- málaráðherra hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlaði að svara áminn- ingarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA sem barst í maí vegna Icesave. Benti hann á að í starfsmannaskýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins segði að Ice- save-málið væri til skoðunar hjá ESA og ágreiningurinn yrði til lykta leiddur fyrir EFTA-dómstólnum. Sigurður Kári sagði að þetta væru tíðindi ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja Icesave undir dóm EFTA- dómstólsins og kvaðst hann fagna þeirri stefnubreytingu. Steingrímur sagði að frá því bréf ESA barst hefði tíminn verið not- aður vel til að undirbúa málsvörn Ís- lands. Fengist hefði lengri frestur sem væri nú útrunninn. Steingrímur sagði að orðalag í starfsmannaskýrslu AGS væri ekki nákvæmt um þetta. Samskipti ættu sér stað við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni og þeim dyrum hefði enn ekki verið lokað. „Stjórn- völd hafa enga ákvörðun tekið um að vísa málinu til EFTA-dómstólsins.“ Ekki vísað til EFTA- dómstóls Steingrímur J. Sigfússon Frestur til að svara áminningu ESA útrunninn Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir samstarfi þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi í gær um að búa til skattahvata til að koma atvinnu- lífinu í gang. „Væri t.d. hægt að opna fyrir skattaafslátt á árinu 2011 eða 2012 ef fyrirtæki ráðast í nýráðningar á þessu ári? Einn aðili sem fer út af atvinnuleysisskrá sparar ríkinu 150 þúsund krónur á mánuði og sú upp- hæð gefur mjög gott rými til að gefa afslátt af launatengdum gjöld- um, vegna nýráðninga, til dæmis í gegnum tryggingagjald.“ „[...] ég vil óska eftir samstarfi þingmanna úr öllum flokkum um hvernig hægt er að framkvæma hugmyndir sem þessar. Það getum við gert á vettvangi þingnefnda,“ sagði Magnús Orri. omfr@mbl.is Vill veita fyrirtækj- um skattaafslátt Andri Karl andri@mbl.is „Staðan er sú að fólk með meðaltekjur getur ekki staðið undir afborgunum af venjulegu húsnæði, þannig að við þurfum að fjölga val- kostum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra, eftir fund fimm ráðherra með forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimil- anna í stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Fund- urinn þótti takast vel en nauðsynlegt að funda aftur og þá með lífeyrissjóðum og bönkum. Hugmyndir samtakanna virðast fara vel í ráðherrana, þ.e. forsætis-, fjármála-, félags- mála-, dómsmála- og viðskiptaráðherra. Jó- hanna sagðist ekki vilja útiloka neitt þegar kemur að almennri niðurfærslu skulda „en ljóst er að í samninga þarf að fara við banka og lífeyrissjóði ef eitthvað slíkt á að koma til greina.“ Algjört forgangsverkefni Fyrirhugað er að funda með bönkum og líf- eyrissjóðum um miðja næstu viku, en þann fund munu forsvarsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna einnig sitja. Raunar bauðst for- mönnum stjórnarandstöðuflokkanna einnig að sitja fundinn í gærmorgun en einhverjir sam- skiptaörðugleikar stóðu í vegi fyrir því að það kæmi til greina. Jóhanna sagði einnig eftir fundinn í gær, að efst á blaði væri að fara yfir stöðuna í uppboðs- málum, að forða heimilum frá nauðungarsölum og yfir það yrði farið. Hún viðurkenndi að vandamálið væri stórt, þyldi enga bið og því „verður þetta algjört forgangsverkefni hjá rík- isstjórninni.“ Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hags- munasamtökum heimilanna, sagði fundinn gagnlegan. „Við fengum tækifæri til að kynna okkar hugmyndir og svo var umræða um þær og einnig hvað þau eru að hugsa og hvað þau vilja gera. Þetta var gott samtal.“ Aðspurður hvað það sé sem ríkisstjórnin þurfi að gera til að samtökin sé ánægð sagði Marinó að koma þurfi til móts við fólkið í land- inu, draga úr þeirri miklu greiðslubyrði sem hvílir á fólki. „Þau vildu halda umræðunni áfram, sögðu þetta góðan grunn til að byggja á og það væri hægt að skoða þetta betur. Það væru hlutir þarna sem væru erfiðari en aðrir og því þyrfti fleiri að borðinu.“ Almenn niðurfærsla skoðuð  Ráðherrar tóku vel í hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna og frekari fundir eru fyrirhugaðir  Forsætisráðherra viðurkennir að fólk með meðaltekjur ráði ekki við afborganir af venjulegu húsnæði Ljóst er að í samninga þarf að fara við banka og lífeyrissjóði ef slíkt á að koma til greina. Jóhanna Sigurðardóttir „Við fengum í sumar kröfu frá Tryggingastofnun um endurgreiðslu upp á meira en 200 þúsund krónur vegna fjármagnstekna. Ég fór ein- faldlega og tók þessa aura sem maður hefur nurlað saman yfir ævina út og setti þá í bankahólf. Það er alveg eins gott að geyma þá þar eins og láta ríkið stela þeim,“ sagði einn viðmæl- andi blaðsins sem geymir ævisparnaðinn í bankahólfi. Hann efast um að þetta komi mikið verr út fyrir sig en að geyma peningana á banka- reikningi. Tók allt út úr bankanum ELLILÍFEYRISÞEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.