Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Siggi Hall matreiðslumeistarisér um veislumatinn á fjár-öflunarkvöldi hjá James Be-ard-stofnuninni í New York fimmtudaginn 28. október nk. og verða Gunnar Karl Gíslason, Eyþór Rúnarsson og Kjartan Gíslason hon- um til aðstoðar. „James Beard- stofnunin er hámusteri matargerð- arlistar í Bandaríkjunum og það er mikill heiður að fá boð um að sjá um mat hjá henni því yfirleitt þurfa menn að leggja mikið á sig til þess að kom- ast þarna inn,“ segir Siggi. Einstök upplifun Undanfarna daga hefur Siggi verið í Bandaríkjunum á vegum bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Markets og Áforms, sem sér um kynningu og markaðssetningu á íslenskum matvælum vestra undir stjórn Baldvins Jónssonar. Hann byrjaði á vesturströndinni, var í Washington í liðinni viku en er nú í Boston auk þess sem á dagskrá eru kynningar í New York, Flórída og Suður-Kaliforníu áður en kemur að veislunni í New York í lok mánaðar- ins. Allt hráefnið í veislunni hjá James Beard verður íslenskt og í tengslum við viðburðinn verður ís- lensk matarvika á völdum veit- ingastöðum í New York. „Nokkurs konar Food & Fun af minni gerðinni,“ segir Siggi og bætir við að fjölmiðlar vestra hafi þegar sýnt áhuga á átak- inu. „Whole Foods hefur sýnt mikinn áhuga á íslensku hráefni og það liggur við að forsvarsmenn keðjunnar búi í fjárhúsum í viku, þegar þeir koma til Íslands, til að þeir finni hvað það er að vera íslensk kind,“ segir hann. Í musteri matar- gerðarlistarinnar Siggi Hall er sennilega þekktasti íslenski matreiðslumaðurinn. Hann er nú á ferð um Bandaríkin til þess að kynna íslenskan mat og Ísland og hápunktur ferðarinnar verður þegar hann sér um veislumat hjá James Beard-stofnuninni í New York. Siggi Hall „Ég kveiki bara á mér og tala svo út í eitt.“ Það er ung kona sem heldur úti mat- arblogginu Coleskitch.blogspot.com og segir það framlengingu á eldhús- inu sínu. Á því er að finna samansafn af uppáhaldsuppskriftunum hennar og sögur af eldhúsævintýrum. Hún er ekki lærður kokkur en segist elska að elda og baka. Það eru aðallega gefnar upp grænmetisuppskriftir á síðunni og miðast eldamennskan að því hrá- efni sem fæst í nágrenninu eða eftir árstíðum. Sumar uppskriftirnar fær hún að láni frá öðrum, aðrar eru hennar eða hennar afbrigði af öðrum uppskriftum. Síðuhaldari heitir Cole Roberts og býr í San Francisco. Hún spáir mikið í heilsuna og í nýjustu færslunum má sjá að í september fór hún í algjört bann frá sykri, hveiti, mjólkurvörum og kjöti. Hún borðaði aðallega græn- meti og ávexti á þessum hreins- unartíma og gefur allskonar upp- skriftir að réttum sem ofantaldir fæðuflokkar koma ekki við sögu í. Bloggið er ekki eingöngu um mat og eldamennsku því það er líka sér síða um garð Roberts. Hún ræktar eigið grænmeti og bloggar um þroskaferil þess og má sjá skemmti- legar færslur um tómata- og kálupp- skeruna í ár. Vefsíðan www.coleskitch.blogspot.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Hollusta Síðuhaldari gefur aðallega uppskriftir að hollusturéttum. Framlenging af eldhúsinu Nýlega bárust þær fréttir að Íslend- ingar væru ein af tíu feitustu þjóðum í heimi, eða í sjöunda sæti af þrjátíu og þremur. 60% okkar eru yfir kjör- þyngd og 20% teljast of feitir sam- kvæmt nýrri skýrslu OECD. Þetta eru stórar tölur og óhugnanlegt að Ís- lendingar séu að fara þessa leið. Því er um að gera að fara að hugsa um hollustuna. Borðum við of mikið óhollt, of mikinn sykur og hreyfum okkur of lítið? Gefum við börnum okkar gos og sælgæti í óhófi? Hvað ertu með í kvöldmatinn og færðu þér snakk yfir sjónvarpinu? Eru Íslend- ingar of góðir við sjálfa sig? Endilega … … hugsið um hollustuna Reuters Óhollusta Það er ekki gott fyrir sál og líkama að hafa of mörg aukakíló. Ert þú ein/n af þeim sem siturí stofusófanum eða upp írúmi á kvöldin með fartölv- una á lærunum? Ef svo er ættir þú að hugsa um að breyta út af van- anum og fá þér bakka eða borð undir fartölvuna, eða jafnvel setja bók milli læranna og tölvunnar. Fartölvan hitar mikið út frá sér og þó að það sé notalegt á köldum vetrarkvöldum getur verið hætta á ferðum. Fartölvunotendur víða um heim hafa undanfarin ár sótt til lækna vegna óvenjulegra útbrota á lærunum. Kemur þetta fram í læknaritinu Pediatrics sem kom út síðastliðinn mánudag. Ástandið kalla læknar „Toasted skin syndrome“ eða Ristaða skinns einkennið. Það kemur fram eftir að fólk hefur verið með fartölvuna á lærunum í langan tíma í einu. Í Bandaríkjunum leitaði nýlega tólf ára strákur til læknis vegna svamp-mynstraða útbrota á vinstra lærinu. Tengdu þeir útbrotin við að strákurinn hafði verið í tölvuleik með fartölvuna á lærunum í marga tíma á hverjum degi í nokkra mán- uði. Kælibúnaður vélarinnar var staðsettur við vinstra lærið. Í öðru tilfelli leitaði lögfræðinemi í Virginíu til læknis vegna mislitra flekkja á lærunum. Neminn eyddi um sex stundum á dag við að vinna með tölvuna í kjöltunni. Hitinn frá tölvunni getur farið upp í 125 gráð- ur. Eru þetta aðeins tvö af nokkrum tilfellum tengd fartölvuvinnu sem hafa verið skráð í læknabækurnar undanfarin ár. Toasted skin syndrome er talið skaðlaust en getur valdið því að húðliturinn dökkni varanlega. Í mjög fáum tilfellum getur það leitt til húðkrabbameins. Áður fyrr greindist Toasted skin syndrome aðallega á þeim sem unnu nálægt hita, eins og bökurum og glerblás- urum og, áður en upphituð hús komu til, á þeim sem sátu mikið ná- lægt ofnum og eldavélum til að halda á sér hita. Einnig hefur það greinst hjá þeim sem hafa notað hitapoka eða hitateppi mikið á ákveðin svæði líkamans í langan tíma í einu. Einkenni Toasted skin syndrome eru ekki ósvipuð því og þegar húð hefur orðið fyrir skaða af of miklu sólarljósi. Það er því betra að sitja ekki með fartölvuna í kjöltunni en auk þessa húðskaða er vitað að það getur leitt til ófrjósemi í körlum. Heilsa Ristuð læri Sjá má verksummerki eftir hitann frá fartölvunni á vinstra læri stráksins. Ekki ráðlagt að hafa fartölvuna á lærunum Morgunblaðið/Frikki Fartölvuvinna Ekki er ráðlagt að hafa fartölvuna í kjöltunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.