Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 21
Undanfarin ár hef ég dregið úr því að tjá mig í greinaskrifum dagblaða sem ég gerði þó talsvert af áður. Eftir að hafa horft á umræður í þinginu um stefnuræðu forsætis- ráðherra 4. okt. sl. finnst mér að mælirinn sé fullur. Ég horfði til skiptis á fólkið á Aust- urvelli og þingmenn í ræðustól Alþingis. Vissulega voru þingmenn áhyggjufullir flestir hverjir. En hvað svo? Breytist eitt- hvað, verður eitthvað gert fyrir heimilin í landinu? Eða verður bara bönkunum eða einhverjum öðrum kennt um að ekkert gerist? Fólk í skuldavanda er búið að hafa yfir sér fallöxi í tvö ár, margir búnir að reyna að semja um skuldir sínar í eitt ár, eða frá því að einhver lög voru sett um skuldaaðlögun eða sér- tæka skuldaaðlögun. En það fólk fær enga lausn. Það beið eftir dómi Héraðsdóms um gengistryggingu lána, það beið eftir dómi Hæsta- réttar, nú bíður það eftir nýjum lög- um sem Árni Páll boðar. Hvernig halda menn þetta út? Og hvernig líð- ur börnunum sem alast upp í þessu umhverfi, andrúmslofti tortryggni, skuldamála, mótmæla, áhyggju- fullra foreldra? Barnabarn mitt sjö ára spurði með skelfingarsvip 1. okt. sl. eftir mótmælin við setningu Alþingis: Amma, var mótmælt svona þegar þú varst á þingi? Ég þekki svo sem vinnubrögðin á Al- þingi, margir reyna vissulega að gera sitt besta, en allt of margir eru í sandkassaleik. Hver sé bestur í að gagnrýna, halda uppi málþófi, láta ekki stjórnina komast upp með þetta eða hitt. Ekki undarlegt að aðeins 13% þjóð- arinnar treysta Alþingi. Ætla þing- menn virkilega að láta þjóðina horfa upp á svona tækifærismennsku þeg- ar stór hluti heimila í landinu er að fara á vonarvöl. Ég vil ekki trúa því. Ein fjölskylda flýr land á dag og þetta er fólkið sem átti að sjá um samfélagsmálin okkar næstu 30 ár- in, fólk milli 25 og 45 ára. Fólk sem við treystum til að byggja upp, til að sjá um félagsmálin, til að borga skattana og skuldirnar. Traustið í samfélaginu er horfið, enginn treystir neinum, öllu tekið með varúð, engum er trúað. Hvað vill fólkið? Jú, það vill sjá að- gerðir. Það vill komast út úr skulda- fjötrunum sem það er búið að vera í í tvö ár. Það vill fara að byggja upp og borga réttlátar skuldir. Það vill at- vinnu og öryggi fyrir börnin sín. Það vill sjá að Ísland verði aftur þjóð- félag þar sem menntun og heilsu- gæsla er með því besta í heiminum. Fólkið vill að landinu sé stjórnað án flokkspólitískra átaka, þau eiga hreinlega ekki við nú um stundir. En er þingmönnum treystandi fyrir því að stjórna þannig? Margir efa það. Það verður að gera alla flokka ábyrga fyrir ástandinu. Er það hægt með þjóðstjórn? Kannski. Er það hægt með því að mynduð verði ut- anþingsstjórn? Stjórn fagfólks eins og þeirra tveggja ráðherra sem ný- lega voru látnir fjúka til að koma pólitíkusum að. Alþingismenn geti svo unnið áfram í sínum nefndum og umræður í þinginu verði takmark- aðar. Við ætlum að endurskoða stjórnarskrána, og það er löngu tímabært að endurskoða þingskap- arlögin líka og stytta umræður. Í guðanna bænum ekki kosningar núna, þær skila bara upplausn og ringulreið sem við höfum meira en nóg af. Alþingismenn! Látið verkin tala. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur »Hvað vill fólkið? Jú, það vill sjá aðgerðir. Það vill komast út úr skuldafjötrunum sem það er búið að vera í í tvö ár. Það vill fara að byggja upp. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og sveitarstjóri. Er utanþingsstjórn nauðsynleg? 588 50 12 OKT ÓBE R TILB OÐ! !! 1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Í frétt ríkisútvarps- ins hinn 3. október sl. er því haldið fram að þjóðkirkjan fái 4,4 milljarða króna fjár- veitingu frá ríkinu á næsta ári og fullyrt í fyrirsögn að kirkjan fái „meira en hjálp- arstarf“. Hér er farið þannig með staðreyndir að ekki verður við unað. Sannleikurinn er sá að af þessum 4,4 milljörðum eru 1,6 milljarðar sóknargjöld sem eru félagsgjöld þjóðkirkjufólks sem renna beint í sjóði sóknarkirkju við- komandi gjaldenda. Ríkið annast innheimtu þessara gjalda á sama hátt og það innheimtir afnotagjöld fyrir ríkisútvarpið (sbr. grein sr. Halldórs Gunnarssonar á tru.is). Þar að auki er í þessari upphæð framlög til kirkjugarða sem nema 850 milljónum. Þessi framlög eru að sjálfsögðu ekki styrkir til þjóðkirkjunnar því eins og kunnugt er þurfa fleiri að hvíla í jörðu að loknu þessu jarðlífi en þjóð- kirkjufólk eitt. Þriðji liður milljarð- anna fjögurra, 1,9 milljarðar, er fjár- framlag til Bisk- upsstofu sem er af- gjald vegna framsals mikilla eigna kirkj- unnar til ríkisins. Er þessi greiðsla samkvæmt samningi sem gerður var milli ríkis og kirkju árið 1997. Talið er að vægt reiknað sé árlegt afgjald af þeim eignum sem um er að ræða 0,01% af verð- mæti. Undanfarið hefur vel mátt greina að mjög köldu andar frá fréttastofu ruv í garð kirkjunnar. Sem annað dæmi um einhliða og óhlutlæga fréttamennsku má nefna „vandaða og ítarlega“ (sic.) umfjöllun um bók Dawkins, „The God Illusion“ eitt síðdegi nú fyrir skömmu á rás tvö. Vinnubrögð sem þessi dæma sig sjálf. Hitt er öllu verra að við þetta fækkar trúverðugum fréttamiðlum á Íslandi og máttum við illa við því á þeim umbrotatímum er við lifum. Seint verður því trúað að rík- isútvarpið og þau sem þar vinna vilji una því að ríkisútvarpið verði talið þriðja flokks fréttamiðill sem helst minnir á sovésku fréttastofuna Tass á sínum tíma. Þar var mörk milli hlutlægrar miðlunar upplýs- inga og pólitísks réttrúnaðar og ly- gaáróðurs hvergi að finna. Óvönduð og villandi frétta- mennska ríkisútvarpsins Eftir Valdimar Hreiðarsson »Ríkisútvarpið heldur því ranglega fram að kirkjan fái 4,4 milljarða frá ríkinu. Í tölunni eru sóknargjöld, framlög til kirkjugarða og afgjöld eigna. Valdimar Hreiðarsson Höfundur er sóknarprestur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 4. október. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Björn Pétursson – Valdimar Ásmundss. 247 Margrét Margeirsd. – Ingibj. Stefánsd. 243 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 242 Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 238 Árangur A-V: Höskuldur Jóns. – Bergur Ingimundars. 299 Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfsson 257 Auðunn Guðmss. – Ragnar Björnsson 235 Stefán Finnbogas. – Hólmfríður Árnad. 227 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 5. október var spilað á 18 borðum. Oliver og Magnús náðu risaskori 68,%. Úrslit urðu þessi í N/S Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 425 Björn Árnason – Magnús Halldórss. 366 Kristí Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 349 Bragi Björnss. – Friðrik Hermannss. 338 A/V Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 394 Sverrir M. Sverriss. – Ægir Hafsteinss. 346 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 336 Halla Ólafsd. – Jóhanna Gunnlaugsd. 329 Yfirburðasigur Guðjóns og Helga Haustbutler BR lauk með yfir- burða sigri Guðjóns Sigurjónssonar og Helga Bogasonar. Lokastaðan varð þessi. Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 122 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 91 Sveinn R. Eiríkss. – Ómar Olgeirss 85 Guðm. Sveinsson – Jón Ingþórsson 83 Guðl. Sveinss. – Sveinn R. Þorvaldss. 77 Næst er þriggja kvölda Monrad- sveitakeppni. 4 leikir á kvöldi Spilað er í Síðumúla 37. Sveitakeppni í Gullsmára Mánudaginn 4. september hófst hraðsveitakeppni í Gullsmára. Spilað er á 13 borðum. Eftir fyrra skiptið af tveimur er staða efstu sveita þessi: Sveit Jóns Stefánssonar 499 (auk Jóns eru í sv. Guðlaugur Nielsen, Jó- hann Benediktss. og Pétur Antonsson) Sveit Þorsteins Laufdal 475 Sveit Lilju Kristjánsdóttur 462 Sveit Guðbjargar Gísladóttur 454 Sveit Hermanns Guðmundss. 446

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.