Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Úrval af reyktum ál í gjafapakkningum Einnig jólahumarinn Sægreifinn Geirsgötu 8, sími 553 1500 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Þegar borið er saman verðið á nokkr- um algengum matvörum sem bæði fengust í Bónus í Holtagörðum og Krónunni á Granda reynist munurinn í verðkönnun ASÍ að meðaltali vera um 0,8%, fyrrnefndu versluninni í hag. Verðmunur á hamborgarhrygg með beini í verslunum var allt upp í 122% þegar verðlagseftirlit Alþýðu- sambands Íslands kannaði verð í sjö lágverðsverslunum og stórmörkuðum í Reykjavík og á Akureyri sl. mánu- dag. Kannað var verð á 46 algengum matvörum í eldhúsum landsmanna yf- ir hátíðarnar. Bónus var oftast með lægsta verðið í 27 tilvikum af 46 en í 15 tilfellum var um eða undir tveggja krónu verðmunur á Bónus og Krón- unni. Nóatún var með hæsta verðið í 19 tilvikum en Samkaup-Úrval var næstoftast með hæsta verðið. Mikill verðmunur reyndist á hangi- kjöti og hamborgarhrygg, verðmun- urinn var frá 32% upp í 122%. Mesti munurinn var á KEA-hamborgar- hrygg m/beini sem var á lægsta verð- inu hjá Nettó Akureyri á 989 kr./kg. Dýrastur var hann hjá Nóatúni og Samkaupum-Úrvali á 2.198 kr./kg, það er 122% verðmunur eða 1.209 kr. Dýrar appelsínur í Hagkaupum Mikill verðmunur á grænmeti og ávöxtum milli verslana vakti einnig athygli, segir í tilkynningu ASÍ. Sem dæmi má nefna að ódýrustu fáanlegu appelsínurnar kostuðu 168 kr./kg í Fjarðarkaupum en 339 kr./kg hjá Hagkaupum, það er 102% munur. Lægsta verð á Lindu-konfekt- kassa, 460 g, var 998 kr. í Bónus en það var dýrast í Fjarðarkaupum á 1.498 kr. Lægsta kílóverðið af Mac- intosh Quality Street var 1.299 kr./kg hjá Bónus en það var dýrast hjá Nóa- túni á 1.990 kr./kg. Verslunin Kostur neitaði að taka þátt í verðkönnun ASÍ. 0,8% munur á verði  Lítill munur á matvörum í Bónus og Krónunni í verð- könnun ASÍ  Verðmunur á hamborgarhrygg allt að 122% Morgunblaðið/Þorkell Verðkönnun Ekki sama hvar ham- borgarhryggurinn er keyptur. Mikið hefur snjóað á Akureyri síðustu daga og starfsmenn bæjarins eru nú í óðaönn að hreinsa götur. Víða eru ruðningar, þó ekki svo stórir að þeir skyggi á jólin. Ef marka má veðurspár stefnir í hvít jól um allt land en gert er ráð fyrir éljagangi með suðurströndinni á aðfangadag og vægu frosti. Jólin hvítu gætu þó verið skamm- vinn því á jóladag er spáð suðaustanátt og hlýrra veðri sunnanlands. Hvít jól á Akureyri en skammvinn fyrir sunnan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jólabjórinn var vinsæll í ár, svo vin- sæll að þeir sem ekki hafa þegar tryggt sér og geyma nokkra slíka hafa þegar misst af lestinni. Fjórar mest seldu tegundirnar af jólabjór höfðu til og með 21. desember sl. selst í um 619 þúsund lítrum. Gerir það 28% söluaukningu milli ára. Mest seldi jólabjórinn í ár er Vík- ing Jólabjór, og á meðfylgjandi töflu má sjá að gríðarleg söluaukning varð á tegundinni milli ára, eða um 50%. Álíka mikil aukning varð einnig á sölu jólabjórs Kalda. Athygli vekur hins vegar að á sama tíma minnkar sala á jólabjór Egils um 11% . Þá var 13% aukning í sölu á hinum geysivinsæla Tuborg Julebryg en hann seldist upp snemma í desem- ber. Mikil eftirspurn hefur verið eftir honum í ÁTVR síðan þá og því ljóst að mun meira hefði selst af bjórnum ef framboðið hefði svarað eftirspurn. andrikarl@mbl.is Nærri þrjátíu prósenta aukning í sölu jólabjórs Jólabjór (lítrar óháð söluumbúðum, flöskur eða dósir) Lítrar 2010 Lítrar 2009 Breyting í % Viking Jólabjór 150.415,9 100.711,9 49% Tuborg Julebryg 65.832,4 58.417,3 13% Egils Jólabjór 43.526,8 48.767,8 -11% Kaldi Jólabjór 35.116,6 23.721,7 48% Samtals selt af jólabjór 619.121 483.951 27,9%  Lítið úrval eftir í Vínbúðum ÁTVR Svínainflúensa hefur greinst í ungum ein- staklingi hér á landi sem nýkom- inn er frá Eng- landi. Hann hafði ekki verið bólu- settur en mun ekki vera mikið veikur. „Fólk verður að fara með gát, halda sig inni við ef það er veikt, passa að hósta ekki framan í næsta mann og muna að þvo sér reglulega um hendurnar,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir þegar spurt er hvernig bregðast eigi við ef mað- ur veikist. „Og svo er það mikilvægt að láta bólusetja sig. Ef menn fengu hana ekki í fyrra og urðu ekki sann- anlega veikir af henni geta þeir lent í þessu en þeim stendur enn til boða að fá bólusetningu. Við getum búist við að fá hópsýkingar hingað og þangað en reiknum þó ekki með að þetta verði stór faraldur eins og í fyrra. Við erum vel stödd hér, nóg bóluefni er til. Þegar svínaflensan gekk hérna fyrir um ári bólusettum við um helming þjóðarinnar þannig að við álítum að stór hluti þjóðarinnar sé býsna vel varinn.“ Haraldur minnir á að einnig sé hér að ganga núna hefðbundin inflú- ensa sem hafi gert það á hverju ári um langt skeið, eitt tilfelli hafi greinst með vissu. Þrír flensustofnar séu í reynd að ganga, svínaflensa en líka tveir stofnar af hefðbundnu flensunni, A og B. kjon@mbl.is Greindist með svína- flensu Haraldur Briem  Fólk hvatt til að láta bólusetja sig Margir árekstrar urðu á höfuðborg- arsvæðinu í gær en talsverð hálka skapaðist eftir að fór að snjóa. Hjá fyrirtækinu Árekstur.is voru skráðir yfir 20 árekstrar yfir daginn. Þung umferð var í borginni þar sem margir voru að gera jólainn- kaup. Hálkan var líka víðar á land- inu. Árekstur varð við Öxl á Norður- landsvegi um hádegisbilið í gær. Fjórir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Engin meiðsl urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var mjög hált á Norðurlandi. Árekstrar í hálkunni Verð á tunnu af hráolíu fór yfir 94 dollara á heims- markaði í gær og bensín hækkaði um 15 dollara. Þetta er mjög óvenjulegt á þessum árstíma þar sem verð er yfirleitt lægst í desember, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, inn- kaupastjóra hjá N1. Hluti hækk- ananna á heimsmarkaði sé þegar kominn fram í verðinu hér heima. ,,Það er óvenjuhátt verð í desem- ber miðað við það sem venja er,“ seg- ir Magnús. Enn sé óvíst hvort hækk- anirnar haldi áfram í janúar. „Það er engan veginn gefið að svo verði. Veðrið hefur áhrif á það. Með fimbul- kulda víða í Evrópu eykst olíu- notkunin og eftirspurnin verður mjög mikil, sem hefur áhrif á verðið.“ Olía hækkar á markaði Bensín Hækkun í farvatninu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.