Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Atli Vigfússon laxam@simnet.is Það er ekkert mál að gerasvona margar kleinur íeinu því ég hef svo gamanaf þessu. Ég bý deigið til í þremur skömmtum, flet það út og sný upp á jafnóðum. Svo tek ég góðan tíma í að steikja eða um það bil tvær og hálfa klukkustund.“ Þetta segir Unnur Sigríður Kára- dóttir, bóndi í Víðiholti í Þingeyj- arsýslu, en hún er þekkt fyrir mjög góðar kleinur enda bakar hún mik- ið og gefur fólkinu sínu poka af kleinum fyrir jólin. Unnur á fimm barnabörn og frændgarð sem kann vel að meta kleinurnar en hún segist setja meira af eggjum í jólakleinurnar en venja er til. Hún segist ekkert þurfa að spara eggin því hún býr með landnámshænur og þær fá alla matarafganga en í staðinn fær Unnur næg egg til heimilisins. Þetta er góð endurvinnsluað- ferð því hænurnar eru alætur og nýta allt sem þær fá og aldrei þarf að henda neinu matarkyns sem til fellur. Mildar tólgarbragðið Nokkuð virðist misjafnt hvern- ig uppskriftir eru notaðar í kleinur og sumir nota engin egg og svo er líka misjafnt hvaða bragðefni eru notuð. Unnur notar sítrónudropa en það er ekki alls staðar svo. Þá steikja margir kleinurnar bara í tólg en aðrir blanda saman tólg og annarri jurtafeiti. Unnur segist nota djúpsteikingarfeiti samhliða tólginni og mildar það tólg- arbragðið en það er samt alveg nauðsynlegt með. Eins og sjá má geta kleinuupp- skriftir verið mjög mismunandi. Kleinur I 4 egg 300 g sykur 5 dl súr rjómi 1 kg hveiti 5 tsk. lyftiduft 2 tsk. hjartarsalt ½ tsk. salt 1 tsk. kardimommur 2 tsk. kúmen tólg Kleinur II 1 kg hveiti 200 g sykur 3 tsk. hjartarsalt 4 tsk. kardimommur 300 g smjör 2 dl mjólk jurtafeiti Kleinur voru lengi jólabrauð ásamt lummum og pörtum en eru nú hversdagsbrauð og eru alltaf vinsælar á borðum. Þær eru alltaf gott kaffi- brauð en margir segja að þær séu eins mismunandi og heimilin séu mörg enda mikið til í því. Unnur seg- ist ekki fara eftir nákvæmri uppskrift í hvert sinn, heldur sé þetta orðinn einhver vani að búa til deigið eftir til- finningu. Það virðist alltaf takast og kleinurnar í Víðiholti bregðast ekki og skyldfólkinu sem fær kleinur í poka í jólapóstinum hlýnar um hjartaræt- unar þegar þetta góða brauð sem kleinurnar eru fara á kaffiborðið. Steikir um þúsund kleinur fyrir jólin Margir kunna vel að meta jólakleinurnar hennar Unnar Sigríðar Káradóttur, bónda í Víðiholti í Þingeyjarsýslu. Unnur steikir um þúsund kleinur fyrir hver jól og gleður fólkið sitt með poka af kleinum um jólahátíðina. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kleinukona Unnur í Víðiholti kann lagið á kleinunum. Þeir sem ekki hafa tíma eða nennu til að skrifa jólakort geta sent vinum og kunningjum syngjandi kveðjur í tölvupósti, þar sem textinn er eftir sendandann en um sönginn sjá hinir ýmsu tónlistarmenn sögunnar, hver og einn syngur eitt orð. Þessi sam- ansoðni söngur er frekar fyndinn og gleður vafalítið viðtakandann. Til að geta gert þetta þarf aðeins að slá inn á leitarvél (Google) orðin: let them sing it for you, þá kemur efst upp slóð á sænska útvarpinu (sverigesra- dio.se/p1/src/sing/#) og þetta er afar einfalt, aðeins þarf að slá þann texta sem viðkomandi vill senda inn í ferhyrninginn á forsíðunni og þar fyr- ir neðan er sett inn nafn og netfang sendanda sem og netfang móttak- anda. Svo er um að gera að hafa kveðjuna sem lengsta, jafnvel per- sónulega sögu sem skondið er að heyra sungna. Það er líka gaman að dunda sér við að þekkja söngvara orðanna, til dæmis er hello-ið greini- lega hið eina sanna hello sem Lionel Richie syngur í ofurvæmna laginu Hello, is it me you’re looking for, og sumir vilja meina að sé ömurlegasti ástarsöngur allra tíma. Vefsíðan www.sverigesradio.se/p1/src/sing/# Væminn Lionel Richie syngur hello-ið í syngjandi kveðjunum. Láttu þá syngja fyrir þig Eins og landsmenn vita er aðfanga- dagur jóla á morgun, dagurinn sem flestir hafa hlakkað til allan mánuðinn. Þorláksmessuna nota margir til að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn, hitta vini og fara í bæinn. Endilega notið daginn í dag til að gera eitthvað skemmtilegt, ekki eyða honum í stress og stúss, hittið vini og fjöl- skyldu og hlæið dátt, njótið lífsins, leikið ykkur. Þorláksmessa er haldin því 23. des- ember árið 1193 andaðist Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup en hann fæddist árið 1133 á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Endilega … … skemmtið ykkur í dag Morgunblaðið/Þorkell Þorláksmessa Stuð í miðbænum. Þessi uppskrift fylgdi með heim til Ís- lands eftir Frakklandsdvöl íslenskrar fjölskyldu fyrir um hálfri öld. Hún hef- ur síðan verið elduð um hver jól og tekið einhverjum breytingum með ár- unum, sérstaklega varðandi kryddið. Að auki er skinkumagnið minna en í upphaflegu uppskriftinni. Þetta þarf í patéið: 15 g smjör 1 saxaður laukur 450 g svínahakk 225 g smátt söxuð kjúklingalifur 225 g smátt saxað svínagúllas 2 lítil eða meðalstór egg, léttþeytt 6 msk rjómi 2 msk koníak 2-5 pressuð hvítlauksrif eftir smekk ½-1 tsk allrahanda eftir smekk negull og múskat eftir smekk salt og pipar eftir smekk (það má nota piparinn hraustlega, en þess þarf að gæta að fara varlega með saltið) 250 g beikonsneiðar 100-200 g skinka, skorin í lengjur 100 g ósaltaðar pistasíuhnetur 2-3 lárviðarlauf ögn af timían Aðferð: Smjörið er brætt í litlum potti, laukurinn settur út í og látinn krauma þar til hann er mjúkur án þess þó að brúnast. Laukur, svínahakk, svínagúllas, kjúklingalifur, egg, rjómi, koníak, hvít- laukur og krydd – allt hrært saman þar til það hefur blandast vel (í fyrsta skipti sem þetta er gert er ágætt að steikja smáslettu á pönnu til að at- huga hvort kryddið er hæfilegt). Tveggja lítra mót (sumum þykir girnilegra að hafa tvö minni mót) er klætt að innan með beikonsneiðum – en 2-3 sneiðar eru settar til hliðar. Þriðjungur blöndunnar er settur í mót- ið, svo helmingurinn af skinkulengj- unum og helmingurinn af pist- asíuhnetunum. Þetta er endurtekið og loks síðasti þriðjungur blöndunnar settur efst. Beikonsneiðarnar sem voru settar til hliðar eru settar efst, lárviðarlauf ofan á og timían stráð yfir. Mótinu er lokað og einangrað vel með álpappír. Bakað í vatnsbaði í ofni við 180°C í u.þ.b. einn og hálfan tíma. Að þeim tíma liðnum er mesti hitinn látinn rjúka úr áður en lokið er tekið af. Paté-ið er þá fergt með u.þ.b. 1 kg þungu fargi þar til það er orðið kalt (það er gott að hella smávökva af, en þess þarf að gæta að hafa fargið ekki of þungt, því þá pressast of mikill vökvi úr og paté-ið verður þurrt). Paté-ið má geyma í ísskáp í um eina viku. Bragðið heldur áfram að þrosk- ast í nokkra daga eftir bakstur og það er því eiginlega best tveimur eða þremur þremur dögum eftir að það er gert. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Franskt jólapaté Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is. „Mér fannst vanta almenni- lega hresst spil og einfalt,“ segir Arnaldur Gauti Johnson sem ný- verið gaf út spilið Fjör til enda. „Mér finnst gam- an að spila með fjölskyldu og vin- um og mér fannst svo margir vera orðnir leiðir á að vera alltaf að svara sérhæfðum spurningum, þurfa að syngja ein- hver lög, leika eða gera sig að fífli. Þess vegna langaði mig að búa til hresst spil eins og Hættuspilið, sem kom út fyrir 10 árum, þar sem menn eru til í að spila, er fjörugt og menn dragast inn í skemmtunina og allir eru til í að vera með, líka fúli pabb- inn og stirði frændinn.“ Þróaði spilið í flugferðum Um eitt ár er síðan Arnaldur Gauti byrjaði að þróa Fjör til enda. „Ég ferðast mikið milli Stokkhólms og Reykjavíkur út af vinnunni og ég vann þetta mest í fluginu. Í staðinn fyrir að horfa á bíómynd eða lesa krimma var ég með glósubók með mér og það var fínt að gleyma aðeins vinnunni og dunda mér í þessu. Svo fór fullur kraftur í þetta í maí, vann í spilinu yfir sumarið og í haust og svo kýldi ég á þetta í nóvember. Að sögn Arnaldar Gauta gengur leikurinn þannig fyrir sig að spilað er á heimskorti. Á því eru brautir og eru þátttakendur með spjöld á hendi og kasta teningum. „Þarna er bland- að saman heppni og kænsku. Mark- miðið er að fara á heimsálfureit sem er í hverri heimsálfu og vinna sér þar inn heimsálfuspjald. Þar eru ein- faldar þrautir sem þarf að leysa. Svo eru inn á milli happaglappaspjöld og þar lendirðu í alls konar ævintýr- um.“ Fjör til enda Heppni og kænska. Arnaldur Gauti Johnson Spil fyrir fúla pabbann og stirða frændann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.