Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Elsku amma okkar. Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Þegar við hugsum um þig, amma, þá eru það bara góðar minningar sem koma upp í hugann. Þú vildir öllum vel, varst svo hjartahlý og góð. Þú varst ávallt til staðar og hafðir alltaf tíma til að sinna öllum barnabörnun- um. Það var mjög vinsælt að heim- sækja ömmu og afa í Barðó. Við gleymum aldrei öllum skemmtilegu fjölskylduboðunum, þar sem þú varst alltaf svo upptekin að sjá til þess að allir fengju nóg að þú gleymdir stund- um sjálf að fá þér að borða. Það lýsir innræti þínu vel þegar við fjölskyldan vorum nýflutt frá Dan- mörku og bjuggum hjá þér og afa í Barðó. Þú varst svo þolinmóð að geta verið með heila fjölskyldu á heimili þínu og þar af tvo unglinga með allt dótið sitt, þú varst ótrúleg. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar við systur vorum að fíflast á ganginum og brutum spegilinn þar, hversu róleg þú varst yfir því og sagð- ir að það væri alveg hægt að kaupa nýjan spegil en það væri verra með sjö ára ógæfuna sem fylgdi því að brjóta spegil. Það sýndi sig að fólkið í kringum þig skipti þig meira máli en dauðir hlutir. Ef við komum heim með vini okkar, þá komst þú alltaf með kex og kökur á borðið, það voru allir velkomnir heim til þín. Það er ótrúlega margt sem við kunnum í dag sem við höfum lært af þér. Við höfum svo margar góðar minn- ingar og verða þær ávallt í hjarta okk- ar. Þetta er mikill missir bæði frá- bæra ömmu og góðan vin. Einhvern veginn finnst manni að þeir nánustu séu ódauðlegir en svo er víst ekki. Elsku amma, þín er sárt saknað og minning þín mun lifa. Við vonum að elsku afi fái styrk í þessari miklu sorg. Elskum þig, amma okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Saknaðarkveðjur, Íris Ósk og Ólöf Ýr. Elsku amma mín var einstök manneskja, fjölskyldumóðir og amma. Það eru forréttindi að hafa tengst henni í um hálfa mannsævi og Laufey Guðmundsdóttir ✝ Laufey Guð-mundsdóttir fædd- ist á Ystu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi 10. mars 1926. Hún andaðist á dvalarheimilinu Grund 6. desember 2010. Laufey var jarð- sungin frá Langholts- kirkju 14. desember 2010. minningarnar eru margar og ekki ein einasta neikvæð minn- ing. Hún dekraði við fólkið í kringum sig, allir voru velkomnir inn í hennar líf og hún sýndi öllum ótrúlegan áhuga. Hún er einstök fyrirmynd og var hreinasta gull og al- gjör drauma-amma. „Amma og afi í Barðó“, það að lesa eða heyra þetta fékk og fær mig alltaf til að líða vel og ef hjörtu gætu brosað þá gerir mitt það vegna ömmu og afa í Barðó. Mér hefur alltaf fundist allt svo jákvætt í kringum þau enda leið mér alltaf vel í návist þeirra. Þegar ég var að alast upp í sveitinni þá var alltaf svo spennandi að fara í heim- sókn til þeirra og ekki síður að fá þau í heimsókn í sveitina og að vera í ná- vist þeirra fylgdi mikil gleði og hlýja. Maður hljóp til þegar þau renndu í hlað í sveitinni eins og New York- barn á eftir ísbílnum. Ég hef alltaf verið einlægur aðdá- andi ömmu og afa. Ef ég á að líkja þeim við eitthvað þá eru þau eins og stórfyrirtæki með stóru „&“-merki í nafninu og með gífurlega jákvæða ímynd án fordæmis. Amma var for- stjórinn, framkvæmdastjórinn og verkstjórinn í fjölskyldunni, afi var hennar ómissandi hægri hönd á öll- um sviðum. Saman stofnuðu þau stórfjölskyldu og má segja að saman hafi þau orðið að „stórveldi“ sem kom upp hverju sonar- og dóttur„fyrir- tækinu“ á fætur öðru sem öll hafa dafnað vel. Einhvern veginn voru þau svo fullkomin saman. Samband þeirra var aðdáunarvert og þau voru fallega samrýnd enda voru þau best saman. Þau voru eitt, svona álíka óað- skiljanleg eins og m&m. Það er því erfitt að minnast bara helmings af frábærri heild án þess að hinn helm- ingurinn komi við sögu. Margar voru gistinæturnar og margir dagarnir sem ég átti í heim- sókn hjá ömmu og afa í Barðó þegar ég var að alast upp og eftir að ég varð fullorðinn. Amma tók alltaf ótrúlega vel á móti mér og svo síðar mér og Sigurrós. Í þau skipti sem ég bjó hjá ömmu og afa í lengri eða skemmri tíma eftir að ég fluttist að heiman leið mér alltaf mjög vel, návistin við ömmu var frábær og oft gaf hún sér góðan tíma í að spjalla. Ég minnist notalegra spjallstunda með ömmu og er t.d. ein nýleg spjallstund með henni mér virkilega dýrmæt. Það eru mörg stikkorð sem koma upp í hugann og hafa einhverja merk- ingu fyrir mig þegar ég minnist elsku ömmu minnar. M.a. má nefna fílak- aramellur, rauðan Ópal, After eight, djúpsteikta ýsu og franskar, vöfflur með heimalagaðri sultu og rjóma, smákökur, laugardagspizzu, jólaboð, mikinn áhuga hennar á sápuóperum í sjónvarpi, krossgátur, spilakapla, saumaskap, mikinn dugnað, fórnfýsi, umhyggju, léttleika, jákvæðni, ljóm- andi bros, forvitni, frásagnarhæfni, fréttaflutning af ættingjum, fjöl- skyldutengsl, Barðó, Vogatungu, Ford Sierra, áhuga hennar á fjöl- skyldu, ættingjum, vinum og bara öllu fólki og síðast en ekki síst afa og flotta fjölskyldu. Að lokum vil ég bara segja eitt stórt takk fyrir að vera amma mín, ég minnist þín endalaust þakklátur. Arnar Már Hall Guðmundsson. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Það er stórt skarð í okkar tilveru þar sem Hannes var, ótrúlegt að Hannes Ragnarsson ✝ Hannes Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 7. október 1952. Hann lést á Landspítalanum 30. nóvember síðastliðinn. Útför Hannesar fór fram frá Fossvogs- kirkju 8. desember 2010. hann skuli hafa kvatt okkur í hinsta sinn, farinn allt of snemma. Hann sá bjartar hliðar á öllu, bóngóður og ósérhlífinn, góðmenni út í gegn. Einstakt ljúfmenni. Hestarnir áttu hug hans, hann stundaði útreiðar alla tíð, fyrst í Kjósinni, svo með frænda í borginni, ferðaðist á sumrin og þjálfaði á veturna. Í gegnum hestamennskuna kynntist hann mörgum, þeir frænd- ur voru áberandi í Fáki á árum áður, riðu mikið út, með marga til reiðar, þá var Hannes í essinu sínu. Nú síð- ast hélt hann hesta með okkur í Mos- fellsbænum, tvær hryssur átti hann, mæðgur. Hann dundaði síðasta vet- ur við að temja þá yngri og hélt mik- ið upp á hana, enda ættuð úr Kjós- inni. Mörg vor reið hann einhesta í Kjósina með hryssuna sína í sumar- hagann, lét ekkert stoppa sig, tók daginn í ferðalagið, einn með hest- inum sínum. Svona var Hannes. Það voru engar hindranir til. Hann lærði að járna til að geta bjargað sér með það sjálfur og alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, gera greiða, vinna verkin. Ef fleiri hefði hjartalagið hans Hannesar væri þessi heimur betri staður. Hvíl í friði, elsku bróðir og vinur. Jakob og Margrét. Ég kynntist Jó- hönnu eða Hönnu eins og hún var kölluð, þeg- ar hún fór að búa með frænda mínum Guð- bjarti Kristjánssyni. Þau byrjuðu sinn búskap á Hólslandi í Eyjahreppi en það var leigujörð. Bú- stofninn var ekki stór en þau voru dugleg og bjartsýn á framtíðina. En það fór því miður ekki allt eftir vænt- ingum þeirra. Þau höfðu skroppið í Borgarnes til útréttinga og þegar þau Jóhanna Þórunn Emilsdóttir ✝ Jóhanna ÞórunnEmilsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1933. Hún lést 27. nóvember 2010. Jóhanna var jarð- sungin frá Fáskrúð- arbakkakirkju 9. des- ember 2010. komu til baka var íbúð- arhúsið þeirra brunnið til kaldra kola og allt sem þar var inni. Það eina sem þau áttu nú voru flíkurnar sem þau stóðu í og þeirra fátæklegi bú- stofn. Eftir hrakfarirn- ar á Hólslandi bjuggu þau um tíma hjá for- eldrum Guðbjarts, en þaðan fluttust þau að Lækjarmótum/Hörgs- holti. Það er ekki hægt að segja að lífið hennar Hönnu hafi verið dans á rósum. Fljót- lega eftir að þau hjónin fluttu að Lækjarmótum fór að bera á veikind- um Guðbjarts, en hann var greindur með MS, sem að síðustu dró hann til dauða eftir langt og strangt veikinda- stríð. Það hefur örugglega oft verið erfitt fyrir Hönnu að bera allt sem á hana var lagt, en hún sinnti búi og börnum eftir bestu getu og átti góða granna sem réttu henni hjálparhönd. Börnin hjálpuðu til strax og þau höfðu aldur og getu til, því öll eru þau dug- leg og hafa staðið heilshugar með móður sinni. Þegar elsta dóttirin fór að búa tók hún við búinu ásamt manni sínum en Hanna var í fiskvinnslu í Ólafsvík á veturna en var heima á sumrin. Síðustu árin bjó hún í Borg- arnesi. Hanna átti sumarbústað á Hörgsholti, þar undi hún sér vel. Hanna og hennar fjölskylda hafa alla tíð tekið vel á móti mér og börnunum mínum og komið fram við þau eins og þau væru fjölskyldumeðlimir. Fyrir þetta vil ég þakka og bið Guð að styrkja elskulegu börnin hennar Hönnu og fjölskyldur þeirra og sefa sorg þeirra. Magnús Jónasson. Björg Elísabet Elísdóttir ✝ Björg ElísabetElísdóttir fædd- ist 23. mars 1910 í Hólshúsum, Húsa- vík, Borgarfirði eystri, og ólst þar upp og á Seyðisfirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 4. desember 2010. Björg Elísabet var jarðsungin frá Ás- kirkju 10. desember 2010. Elskuleg amma mín, Björg eða Bogga eins og hún var alltaf kölluð, er dáin. Eins og alltaf þegar einhver fellur frá, þá streyma ljúfsárar minningarnar inn í hugann, ásamt skilningi á því að öllum endur- fundum hefur verið frestað uns við hittumst aftur hinum megin. Þær eru ótal margar minningarnar sem ég hef um þig, elsku amma mín, enda náðir þú þeim merka áfanga að verða 100 ára. Það eru tveir hlutir sem standa uppúr í fari þínu, annarsveg- ar hversu ófeimin þú varst að segja þína meiningu á hlutun- um og hinsvegar hversu hjálpsöm og gjafmild þú varst við alla. Aldrei gleymdist afmælisdagur í okk- ar stóru fjölskyldu, allir fengu kort og pening eða eitthvað sem vantaði, hvort sem það voru föt eða eitthvað í skólann. Þitt fráfall mun skilja eftir gap í mínu lífi, líkt og fráfall afa gerði fyrir rúmum 12 árum. Ég trúi því hins- vegar og treysti, að við hittumst aftur hinum megin, þegar minn tími kem- ur. Uns það gerist felst mín huggun í þeirri vitneskju að þið afi eruð saman á ný. Hvíl í friði, elsku amma mín. Óskar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRID KARLSDÓTTIR, Mávahlíð 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. desember á öldrunar- lækningadeild Landspítalans í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.00. Garðar Sigurðsson, Sigurður Egill Garðarsson, Karl Friðrik Garðarsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Gunnlaugur Garðarsson, Sigríður Halldórsdóttir, Kristín Fríða Garðarsdóttir, Ólafur Fannberg, Anna María Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Haukur frændi er fallinn frá. Mínar allra fyrstu minningar eru um hann. Ljúfur og góður maður, yndislegur á allan hátt. Stór og mikill en samt fór ekki mikið fyrir honum. Hæglátur og alltaf bros- andi. Fyrstu minningarnar tengjast ferðalögum á stóra Bronconum sem Haukur átti lengi. Veiðiferðir og bíl- túrar, heimsóknir í Kópavoginn, fjöruferðir og sigling á trillunni. Við systkinin litum mikið upp til hans enda var hann okkur alltaf svo góð- ur. Hann var Brúarsmiður með stóru béi. Byggði allar helstu brýr lands- ins og var virtur af öllum sem unnu með honum. Hann gat svo sann- arlega litið stoltur um öxl þegar Haukur Karlsson ✝ Haukur Karlssonfæddist á Grund við Reyðarfjörð 19. júlí 1936. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlands- braut, hinn 2. desem- ber sl. Útför Hauks fór fram frá Kópavogs- kirkju 20. desember 2010. hann hætti að vinna vegna aldurs. Haukur var ungur þegar pabbi hans féll frá og amma stóð uppi ein með þrjú börn. Haukur var elstur og stóð þétt upp við hana og systkini sín. Hann og amma héldu lengi heimili saman og það var alltaf gaman og gott að koma til þeirra. Þegar Haukur kvæntist Siggu þá græddi ég heil- mikið. Sigga átti dóttur á mínum aldri og við urðum strax miklar vin- konur og vorum mikið saman. Haukur eignaðist eina dóttur með Siggu, Hafdísi, sem var stolt hans alla tíð. Hafdís býr ásamt manni sínum í Danmörku og eiga þau eina dóttur. Haukur heimsótti þau þang- að eftir að hann hætti að vinna og fékk þau í heimsókn hingað heim. Hann var mjög ánægður með litlu fjölskylduna sína og barnabarnið og sá ekki sólina fyrir henni. Ég minnist Hauks með mikilli virðingu og hlýju og sakna hans. Takk fyrir allt, elsku frændi. Hanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.