Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Karl Blöndal kbl@mbl.is Laurent Gbagbo ætlar að sitja sem fastast á stóli forseta á Fílabeins- ströndinni þrátt fyrir vaxandi þrýst- ing um að hann víki. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, kvaðst í gær óttast að borg- arastyrjöld brytist út á Fílabeins- ströndinni og lýsti yfir áhyggjum af öryggi 9.000 friðargæsluliða á veg- um Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í gær ráðlögðu frönsk stjórn- völd Frökkum í landinu að hafa sig á brott, en fyrr um daginn hafði þýska stjórnin ráðlagt þýskum rík- isborgurum að gera slíkt hið sama. Um 15.000 Frakkar búa í landinu, en mun færri Þjóðverjar. Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans, sagði í gær að að öll fjármögnun til Fílabeinsstrandarinnar hefði verið fryst. Þetta væri gert í samráði við Efnahags- og myntbandalag Vest- ur-Afríku, WEMU. Þá lýsti Evr- ópusambandið yfir því að Gbagbo og 17 nánustu samstarfsmenn hans fengju ekki ferðaheimildir til ríkja ESB. Forsetinn neitar að fara frá Ólga hefur ríkt í landinu frá því að Gbagbo lýsti sig sigurvegara í forsetakosningunum, sem fram fóru 28. nóvember. Áskorandi hans, Alassane Outtara, hefur einnig lýst yfir sigri og hefur stuðning alþjóða- samfélagsins á bak við sig. Samkvæmt kjörstjórn Fíla- beinsstrandarinnar sigraði Outtara í kosningunum með 54% atkvæða. Sameinuðu þjóðirnar staðfestu þessi úrslit, en stjórnlagaréttur Fílabeinsstrandarinnar sagði yf- irlýsingu kjörstjórnarinnar hins vegar ekki marktæka þar sem hún hefði ekki komið fyrr en tilskilinn frestur var útrunninn. Forseti rétt- arins er stuðingsmaður Gbagbos. Flokkur Gbagbos viðurkenndi heldur ekki niðurstöðuna og sagði að rangt hefði verið haft við í kosn- ingunum í norðurhluta landsins þar sem Outtara nýtur mests stuðnings. Út brutust mótmæli og Gbagbo beitti hernum til að kveða niður stuðningsmenn Outtaras, sem leit- aði skjóls í lúxushóteli í höfuðborg- inni, Abidjan, þar sem hann er enn og nýtur verndar 800 liðsmanna úr friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna. Gbagbo hefur sagt að Outtara sé óhætt að fara frá hótelinu. Liðs- menn Outtara segja það ekki hægt því að 3.000 vígamenn á snærum Gbagbos séu á kreiki við hótelið. Nú kveðst Gbagbo hafa sigrað með 51,45% atkvæða. „Ég er forseti landsins og þakka þeim Fílabeins- strendingum, sem endurnýjuðu traust sitt til mín,“ sagði Gbagbo í sjónavarpsávarpi á þriðjudag, því fyrsta frá því hann lýsti yfir sigri. SÞ og ýmis mannréttinda- samtök segja að sveitir Gbagbos hafa framið víðtæk mannréttinda- brot og fram hafa komið ásakanir um morð. Frakkar, sem réðu yfir Fílabeinsströndinni til 1960, hafa skorað á Gbagbo að stöðva sveitir sínar. Gbagbo og liðsmenn hans segja að Outtara sé strengjabrúða er- lendra leiðtoga og þá sérstaklega Frakka. Einn stuðningsmaðurinn, hinn illræmdi Charles Ble Goude, sem um árabil hefur verið á lista Sameinuðu þjóðanna yfir öfgamenn fyrir „ofbeldi af hálfu vígamanna, þar á meðal barsmíðar, nauðganir og morð án dóms og laga“, segir að ráðabrugg nýlendusinnans Sarko- zys verði stöðvað. „Hann mun þurfa að ganga yfir lík okkar til að komast að Gbagbo.“ Reuters Þingvopnaður Hermaður með sprengjuvörpu á fundi stuðningsmanna Laurents Gagbos, sem neitar að víkja úr sæti forseta Fílabeinsstrandarinnar. Ólga hefur verið frá því kosið var og 9.000 friðargæsluliðum í landinu sagt að fara. Enn þrengist staða forseta Fílabeinsstrandarinnar  Laurent Gbagbo neitar að víkja úr embætti  Alþjóðasamfélagið þrýstir á Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög, sem afnema bann við að samkynhneigðir í hern- um greini frá kynhneigð sinni. Bill Clinton hugðist þegar hann varð forseti afnema bannið við að samkynhneigðir gegndu herþjón- ustu. Úr þeirri tilraun varð afkára- leg málamiðlun um að „spyrja ekki og segja ekki frá“. „Við erum ekki þjóð sem segir, „ekki spyrja, ekki segja frá“,“ sagði Obama í gær og bætti við: „Við er- um þjóð sem fagnar þjónustu hvers einasta föðurlandsvinar.“ Baráttumenn fyrir rétti samkyn- hneigðra líkja þessum áfanga við fall Berlínarmúrsins og niðurrif kynþáttamúra í hernum árið 1948. Stuðningsmenn bannsins segja að afnám þess muni veikja sam- stöðu innan hersins. Obama segir að afnám þess muni styrkja öryggi þjóðarinnar: „Nú munu tugþús- undir Bandaríkjamanna undir merkjum hersins ekki lengur verða látnir lifa í lygi.“ Grænt ljós fyrir samkynhneigða í herþjónustu Reuters Tímamót Obama undirritar lögin. Stjórn útgáfu- mála í Kína hefur tilkynnt að ekki megi nota ensk orð og enskar skammstafanir í kínverskum dag- blöðum, bókum og á kínverskum vefjum á netinu. Jafnframt eigi að þýða ensk manna- og staðarnöfn. Ástæðan er sögð sú að „slangrið“ ógni „hreinleika“ kín- verskunnar. Í tilkynningu stjórnarinnar kem- ur fram að brot á þessari ákvörðun varði refsingu. Engu að síður má gera undantekningar séu þær nauðsynlegar en þá verður ná- kvæm þýðing á kínversku að fylgja. Haft var eftir ónafngreindum rit- stjóra í Peking að tilskipunin gæti komið niður á skilningi fólks. Það væri góðra gjalda vert að vernda kínverskuna en það væri of mikið að útrýma viðurkenndum orðum og skammstöfunum. „Allir þekkja IBM en ég velti því fyrir mér hve margir skilja „guoji shangye jiqi gongsi“,“ sagði hann. IBM verður guoji shangye jiqi gongsi Japönskum nemendum í námi er- lendis hefur aldrei fækkað eins mikið og 2008 og kennir ríkisstjórn landsins efnahagsástandinu um og skorti nemenda á víðsýni. Samkvæmt könnun japanska menntamálaráðuneytisins voru tæplega 67.000 japanskir nem- endur í skólum erlendis 2008 og hafði þeim fækkað um 11% frá árinu áður. Um 29.200 þessara nemenda voru í Bandaríkjunum og hafði þeim fækkað um 14% frá fyrra ári. Um 16.700 japanskir nemendur voru í Kína og hafði þeim fækkað um 10%. Tæplega 4.500 stunduðu nám í Bretlandi og þar var fækkunin 22%. Erlendum nemendum fjölgar Árið 2004 voru um 83.000 jap- anskir nemendur í erlendum skól- um og hafa aldrei verið fleiri. Á sama tíma hafa aldrei fleiri er- lendir nemendur stundað nám í Japan. Þeir voru um 142.000 síðast- liðið vor og er það 7% fjölgun frá 2009. Kínverskum nemendum hef- ur fjölgað um 9% og eru nú rúm- lega 86.100 í Japan. Um 20.200 nemendur frá Suður-Kóreu stunda nám í Japan. Japanskir nemendur læra frekar heima Fílabeinsströndin framleiðir um 40% af því hráa kókói sem fram- leitt er í heiminum. Óstöðugleik- inn þar í landi gæti því hæglega haft áhrif á verðið á kókói og leitt til þess að súkkulaði hækki í verði. Það tekur þrjú ár frá því að kókórunna er plantað þar til fyrsta uppskeran fæst. Ræktunin krefst því þolinmæði. Hún er hins vegar í höndum þúsunda smábænda, sem ekki eiga auð- velt með að skipta um grein hvað sem líður hinu pólitíska ástandi. Þess utan vegur metuppskera í Gana upp á móti óvissu á Fíla- beinsströndinni. Dýrara súkkulaði? S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Frábært verð, mik ið úrval gefðu Gjafabréf heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Jafnvægi fyrir líkama og sál veittu vellíðan gefðu gjafabréf Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf á gamla genginu! Opið sunnudaga kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.