Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 24

Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 24
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT bönd og þjónustu sem nauð- synleg varð að teljast. Því er þetta tíundað hér að engar heimildir eru tiltækar um skipun Grams í þetta embætti. Engar heimildir sýna að Gram hafi fengið sérstaklega greitt fyrir þetta starf. Reyndar kemur fram í bréfi hans til ræðismannsins í Kaupmannahöfn að hann hafi aldrei fengið neinar greiðslur fyrir. Þó er öruggt að verslun hans hefur notið góðs af þess- um mönnum. Gísli Kristjáns- son gerir í ritgerð sinni samanburð á verslun á fjór- um stöðum á Vestfjörðum á þeim tíma sem Gram var ræðismaður Bandaríkjanna og þótt engar óyggjandi sannanir liggi fyrir virðist honum að verslun Grams hafi haft meira vöruúrval en hinar verslanirnar. Einkum er athyglisvert hversu miklu meira af öli var selt á Þingeyri en á hinum stöðunum.24 Gísli er þó hikandi við að taka heils hugar undir þá fullyrðingu Gils Guðmundssonar að vafa- laust hafi ,,dropið drjúgum í vasa Grams úr þessari tekju- lind ,.."25 Víst er þó að ýmis konar smávöruverslun var meiri á Þingeyri en hjá nágrannaverslununum og hafa má fyrir satt að lúðusjó- mennirnir hafi kynnt íslend- ingum þá frábæru uppfinn- Það þart ekki að velta lengi vöng- um yfir þvf hvers vegna Þingeyri varð fyrir valinu sem aðsetur ræð- ismanns, nánd staðarins við lúðu miðin hefur ráðið því. En sjómenn voru iðulega sendir með póstskipun- um til Hafnar og þaðan til Boston eða New York. Var þetta gert ef þeir veiktust eða ákváðu að fara heim áður en ver- tið var lokið, þá yfirleitt vegna ósættis við skip- stjóra og áhöfn. Lúðuskútur I stór- sjó. Teikningin er gerð eftir lýsingu J. W. Collins sem þekkti lúöuveiðar að vetrarlagi af eigin raun. ingu, gúmmístígvélin. Ekki virðist Gram þó sjálf- ur hafa verið alls kostar ánægður með sinn hlut sem ræðismaður. í skýrslum hans og bréfum til ræðismannsins í Kaupmannahöfn kemur þráfaldlega fram að þetta sé erilsamt og vanþakklátt starf. Svo virðist sem starfsbróðir hans í Höfn hafi oftlega dreg- ið í efa reikningana sem Gram sendi með bandarískum sjó- mönnum til Kaupmanna- hafnar. En sjómenn voru iðu- lega sendir með póstskipun- um til Hafnar og þaðan til Boston eða New York. Var þetta gert ef þeir veiktust eða ákváðu að fara heim áður en vertíð var lokið, þá yfirleitt vegna ósættis við skipstjóra og áhöfn. Dæmið af Charles Young, skipverja á skonnort- unni Mary E sýnir vel bæði hvernig viðskiptum við Bandaríkjamennina á Þing- eyri var háttað og eins hvers konar vandamál Gram átti við að stríða í starfi sínu. Svo virðist sem Young þessi hafi lent í deilum við skipstjórann og áhöfnina á Mary E og að samkomulagi hafi orðið að senda hann heim á kostnað útgerðarinnar. Gram kom honum til Kaupmannahafnar og sendi með honum bréf og peninga. Bað hann ræðis- manninn þar að sjá um að þeir færu fyrir fari Youngs til síns heima og láta sjómann- inn sjálfan ekki komast í aurana. Loks bað Gram um að láta senda sér afganginn ef einhver væri. Svo virðist sem sá í Kaupmannahöfn hafi viljað vita hvers vegna Young sjálfum hafi ekki verið treyst- andi fyrir peningununt og eins hvers vegna Gram teldi sig eiga afganginn. Gram seg- ir í bréfi sínu, ,,ef nefndur Charles Young fengi sjálfur að hafa peningana myndi hann eyða þeim eins hratt og honum væri unnt og verða ræðismannsskrifstofunni síðan byrði." í öðru bréfi vegna sama manns, skrifuðu 29. sept. 1894, sagði Gram svo að Young væri slíkur vandræða- maður þegar áfengi væri annars vegar að hann hefði selt fötin sín fyrir brennivíni á póstskipinu sem færa átti hann til Kaupmannahafnar. Af tóni bréfsins er auðheyrt að Gram er argur vegna af- skiptasemi yfirmanns síns og óþolinmóður gagnvart því sem honum finnst greinilega vera smámunasemi ræðismanns- ins í Höfn. Þessi afstaða Grams kemur enn betur fram í bréfaskriftum vegna annars bandarísks sjómanns, sem verið hafði veikur og orðið að fá læknisaðstoð, fæði og hús- næði um skeið á Þingeyri. 1 þessu uppkasti, sem er dag- sett 9. október 1895, kemur í ljós að Gram er að svara fyrir- spurn hins um ýmsa kostnaðarliði í reikningi sem sendur var með manninum til Kaupmannahafnar á leið heim og Gram hefur senni- lega ætlast til að ræðismanns- skrifstofan þar myndi endur- greiða. En svo virðist sem hann hafi ýmist greitt slíkan kostnað af peningum sem skipstjórar skútanna létu sjó- menn hafa upp í væntanlegan hlut, eða þá úr eigin vasa. Ræðismaðurinn í Kaup- mannahöfn hefur gert athugasemdir við kaup á vasaklútum, hálsklútum, þvottastykkjum, tóbaki o.fl. og svarar Gram honum svo: Er ekki vasaklútur, háls- klútur og hanskar hluti af klæðnaði hvers manns? 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.