Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 29

Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 29
sögn hans á mismæli Friðriks áttunda Danakóngs, yfir kampavínsglasi, eftir reið á Húseyjar-Glæsi austan frá Geysi. Honum varð á að nefna „de to rige”, og hafði með því viðurkennt fyrir sitt leyti að ísland var orðið ríki að nýju. Litla ísöld ásamt drepsóttum varð svo til þess öðrum þræði að eyðileggja allan vöxt og viðgang venjulegrar yfirstétt- ar í landinu. Það var ekki fyrr en nokkru fyrir byrjun þess- arar aldar að upp kom embættismannastétt, sem jafnframt var stétt eigna- manna, sem kalla mátti vísi að valdastétt. Afkomendur þeirra eru nú sú eignastétt sem mestu ræður í landinu og má með nokkrum rökum segja að hún hafi skipað sér í fjölskyldur eins og raunar tíðkaðist á Sturlungaöld. Orð og heiti gefa oft vís- bendingu um sögu, þótt þeim hafi aldrei verið ætlað það og hafi verið fest á pappír af öðr- um ástæðum. Um grunaða eða ímyndaða forfeður okkar íslendinga má lesa í llta bindi Store Nordiske Kon- versations Leksikon útgefnu í Kaupmannahöfn 1918. Þar segir undir orðinu Heruler: Réttara Eruler, austnorrænn ættbálkur með sama nafni og jarl á norrænu og orðið earl á ensku. Um miðja þriðju öld e.K. spretta Herular upp sem víkingar við Svartahaf í fylgd Gota frá Prússíu, og við strönd Gallíu. Herjað er á Litlu-Asíu og Balkanskaga árin 260-69. 1 Suður-Rúss- landi voru Herular undir- okaðir af Ermanrik Gota- kóngi, en síðan af Húnum. Herular tóku þátt í sigur- stríði Gota móti Húnum í Ungverjalandi 453 og hjálp- uðu Odovaker að velta vestur- rómverska keisaraveldinu 476. Um 505 lögðu Langbarð- ar ríki Herula í rúst og hélt þá afgangurinn af liðinu í norð- urveg í fylgd Gota. Vegna sagnaritunar íslendinga er svo vert að geta þess að persn- eskur sagnfræðingur hefur skrifað. Áður en Herular héldu til orrustu hélt foring- inn ræðu og benti á mig og sagði: Gætið Persans því hann skrifar. Mundi þá ekki komin skýringin á þeim orðum Snorra Sturlusonar í göngun- um í Reykjaholti: Eigi skal höggva. í rauninni hafa aðeins fáir atburðir í sögu okkar orðið til að móta þá framvindu sem hér hefur orðið í aldanna rás. Lok Þjóðveldisins færðu okk- ur erlend yfirráð og krenktu svo höfðingjastéttina í land- inu að hún bar ekki sitt barr eftir það. Kom þá líka við sögu stóraukið vald kaþólsku kirkjunnar. Svarti dauði og síðan pestir í langri lest herj- uðu á landið ásamt löngu kuldatímabili á miðöldum og síðar (litla ísöld). En á þeim tíma rís upp Guðbrandur Þor- láksson biskup og bjargar tungunni og um leið einkenn- um okkar sem þjóðar, með út- gáfu biblíunnar á íslensku. Miðaldasaga okkar er snauð af viðburðum nema viðburð- um eymdarinnar. Hér voru einhverjir danskir goskarlar að riðlast á vanmega lýð, pest- um hlöðnum og kaunum slegnum og heimtuðu skatt. Mikið hefur verið gert úr þessari dönsku framkomu við okkur og gætir þess m.a. í sögu Jónasar frá Hriflu, sem er um margt frábær íslands- saga. En hún ber þess merki að vera skrifuð í miðri sjálf- stæðisbaráttu við Dani. Þeir voru okkur ekki verri en aðrar herraþjóðir við nýlend- ur sínar. Þeir voru okkur eflaust betri þrátt fyrir allt. Og mikinn og góðan viðskiln- að hafa þeir gert við okkur með því að skila handritun- um, sem verður að teljast einstæður viðburður í sögu þjóða. Eða hvað mega Grikkir og Egyptar segja, sem eiga nú stóran hluta af fyrra lífi sínu í söfnum herraþjóða og graf- arræningja. Nýöld íslendinga hefst síðan með Fjölnismönnum og þeim öðrum samtíðarmönn- um þeirra, sem kváðu „heilaga glóð í freðnar þjóð- ir", bæði í orði og athöfnum. Þá byrjar umbyltingin, og fyr- Handritunum skilað árið 1971. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.