Ný saga - 01.01.1987, Page 42

Ný saga - 01.01.1987, Page 42
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA gefni við náttúruna og eftir því sem maðurinn náði lengra í því að beisla náttúruna þeim mun óbeislaðri varð dauðinn. Búið er að bannfæra hann inn á heilsugæslustofnanir þar sem fólk deyr einangrað, oft eftir langvinnt helstríð innan um tól og tæki og hvítklætt starfsfólk. Dauðinn er orðinn samfélagslegt tabú og hefur skipt á hlutverki við kynlífið. Mörg dæmi eru um það í ís- lenskum heimildum langt fram á 20. öld að börn hafi verið viðstödd andlát. Nú er þeim hlíft við slíku en í stað- inn er lögð sívaxandi áhersla á að fræða þau sem mest og best um þau atriði sem lúta að samlífi kynjanna. Hugmyndir Ariés sem nú hafa verið raktar í mjög gróf- um dráttum hafa í senn vakið hrifningu og andmæli. Gagn- rýnin hefur einkum beinst að meintri tilhneigingu hans til að gylla fortíðina og þá lífssýn sem þá ríkti. Ýmsum hefur þótt sem hann láti stjórnast af lítt duldri andúð á mörgu því sem einkennir þjóðfélag nú- tímans. Ennfremur hefur ver- ið fundið að heimildatúlkun hans en ekki verður farið út í þá sálma hér. Niðurstöður Ariés í dauðariti sínu bera svipmót þess sem hann hefur á öðrum stað sett fram um afskiptaleysi foreldra fyrr á tíð við börn og valdið hafa miklu fjaðrafoki meðal fræði- manna og skal bent á grein eftir Helga Þorláksson í Sögu 1986 ef lesendur vilja kynna sér það mál nánar. Við skulum nú líta á nokkur dæmi hvernig fólk á íslandi brást við dauðsföllum. í sam- nefndri skáldsögu eftir Guð- mund G. Hagalín er Kristrún í Hamravík látin segja þegar talið berst að því að hún hafi orðið að sjá á bak eiginmanni og sex af sjö börnum sínum: „0, það held ég... En ekki grét hún ég. Ó, ekki, rýjan mín. Það er búið sem búið er, segir hún Kristrún gamla Símonardótt- ir."43 Ósjaldan má rekast á ummæli í þessum anda í heimildum og bera þau óneitanlega vott um nokkurt kaldlyndi gagnvart missi ást- vina. Þegar börn áttu í hlut var viðkvæðið oft að þau væru best geymd hjá Guði. „Enginn skyldi gráta reifa- barn ...: Honum líður vel hin- um megin." Slíkt nái „ekki nokkurri átt"; lífið sé ekki sá „unaðsleikur" að ástæða sé „til að harma hlutskipti þeirra, sem hlíft er við skakkaföllum ævi, sem úr teygist." Þannig lætur Gunnar Gunnarsson rithöf- undur eina af sögupersónum sínum í Fjallkirkjunni bregð- ast við helför sveinbarns.44 Sú spurning vaknar hve djúpt sá tilfinningakuldi sem hér birtist hafi rist. Segja má að hin tíðu skakkaföll sem fólk varð fyrir hafi neytt það til að brynja sig gegn þeim. Menn gátu hreinlega ekki leyft sér tilfinningasemi ef þeir áttu að standast þau áföll sem á þeim skullu. Huggunar var leitað í kristinni trú en því má velta fyrir sér að hve miklu leyti ytri aðstæður köll- uðu beinlínis á trúrækni. Hér erum við að fást við frumatr- iði sögutúlkunar. Er ekki hægt að líta svo á að hin víð- tæka afkristnun Vesturlanda- búa undanfarin 200-250 ár eigi öðru fremur orsakir að rekja til undanhalds dauð- ans? Stundum er til þess tekið hve ekklar og ekkjur fyrri alda hafi verið skjót til að gifta sig aftur eftir makamiss- inn en þá ber að muna að hörð lífsbaráttan gaf engin grið og upplausn heimilis blasti við ef ekkert var að gert. Því má skjóta hér inn í hvort hugsan- lega hafi verið, og sé, munur á viðbrögðum kynja við dauða. Þjóðskáldið og klerkurinn Matthías Jochumsson segir í endurminningum sínum að yfirleitt hafi fólk borið harmatíðindi vel en þó „eink- um konur."45 Náttúran sjálf, og sá almenni kærleiki manna á meðal, kemst svo við af dauðanum, að það aflar stærstu kvala, og sárustu tilfinninga, þegar einn einasti limur, af mannlegu samfélagi, hlýtur fyrir dauðann að skilja við, og svo sem slítast af. Æ! hvað sárt má það taka, þegar sá deyjandi er góður kunn- ingi, hvers æsktu lengur að njóta soddan dauða svíður sár, svíður sár.46 Viðbrögð manna við dauðan- um hafa ætíð borið mark ótta, sorgar og eftirsjár, bæði fyrr og síðar, og þarf ekki tilvitnuð orð úr líkræðu frá 1782 til að sannfærast um það. Flestum manneskjum „er ætíð nokkuð beygur fyrir bersýnilegum dauða" þótt almennar kring- umstæður og trúarhiti hafi eða geti haft mildandi áhrif.47 Drýgindalegt hjal kenni- manna um ávinning dauðans og eilífa sælu á himnum segir ekki allt. Við getum þess vegna einmitt túlkað það sem merki um ótta við dauðann eins og Halldór Laxness gerir í greininni um Passíusálmana sem vísað var til hér að framan: „Hvergi gnæfir líf- hræðslan hærra i bókmennt- um en í trúarljóðum þessara skálda sem boðuðu hinum trúuðu glæsilegt hástéttar- ríki með krásum, saunglist, Dauöinn er orðinn samfélagslegt tabú og hefur skipt á hlutverki við kynlífið. Mörg dæmi eru um það í heimildum fram á 20. öld að börn hafi verið viðstödd andlát. Nú er þeim hllft við slíku en I stað- inn er lögð slvax- andi áhersla á að fræða þau sem mest og best um þau atriði sem lúta að samlifi kynjanna. 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.