Ný saga - 01.01.1987, Page 59

Ný saga - 01.01.1987, Page 59
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON OG KRAPOTKIN FURSTI greining stefnuskrárinnar hafi dregið dám af kenning- um Krapotkins. Þar var lýst því markmiði að fátæktin yrði útlæg gerð og stefnt að því að „hér á landi verði aðeins ein stétt. Þ.e. starfandi menntaðir mennEkki var minnst einu orði á verkalýð eða öreiga. Þetta fellur býsna vel að hugmyndum Krapotk- ins, en hann taldi æskilegt að fólk kynnti sér bæði hand- verk, landbúnaðarstörf og leitaði sér menntunar.19 Aftur á móti var sagt að einstaklingurinn ætti að hafa frelsi til hvers sem væri, svo fremi að það ylli ekki öðrum skaða.20 1 ævisögu Krapotkins er einmitt lögð rík áhersla á frelsi og framtak einstaklingsins.21 Engu að síður er ljóst að áhrif Krapotkins voru óljós á stefnuyfirlýsingu þessa. Mér er reyndar ókunnugt um að Ólafur hafi nokkru sinni vitnað til anarkismans í rit- smíðum sínum eftir að hann kom til íslands, enda verður að hafa það í huga að anark- ismi var „tabú", hugtak sem hafði ákaflega neikvæða merkingu og vera kann að svo sé enn. I því sambandi mætti benda á að Þórarinn Þórarins- son fyrrum ritstjóri Tímans skrifaði árið 1970 að Guðjón Baldvinsson hafi verið „ákveðinn alþýðusinni."22 EFNAHAGSSTEFNA Þegar skrif Ólafs Friðriks- sonar í Dagsbrún 1915-1917 eru skoðuð, er ljóst að hann hélt fast við sínar fyrri skoðanir um efnahagsmál. Þær sömu og hann lýsti 1910. Þannig reit hann um vetrar- handarvinnu í júlí 1915 og taldi að hún gæti bætt úr hjúaeklunni í sveitum og gert bændum kleift að hækka kaupið. Fólkið myndi síður streyma til kaupstaðanna og kjör fólks myndu einnig batna þar.23 Lagði Ólafur til að prjónavél kæmi á sérhvern bæ. „Á hana prjónar svo einn af heimilismönnum sokkabol og framleist, en hitt fólkið hælana í höndununum." Markaður fyrir prjónles væri geysistór og heimilisfram- leiðsla af því tagi sem hér var lýst gæti útrýmt því atvinnu- leysi er væri á vetrum.24 Af þessu rná sjá að Ólafur hafði mikla trú á framtíð hús- og handiðnaðar. I því ljósi verður sú afstaða Dagsbrúnar skiljanleg að beita sér gegn tillögu Jóns Þorlákssonar um rafvirkjun fyrir Reykjavík 1916. Rökin voru þau að virkjunin myndi auka atvinnuleysi í bænum og orkugjöldin yrðu svo há að verkafólk gæti trauðla nýtt sér rafmagnið.25 í því sam- bandi mætti benda á afstöðu blaðsins í svonefndum „fossa- málum" sem mikil umræða var um 1917. Það lagði megin áherslu á að orkunni frá væntanlegum virkjunum yrði dreift sem víðast um landið og benti á þá kosti sem raf- magnið hefði fyrir heimilin í landinu. Dagsbrún fjallaði á hinn bóginn lítið um þá stór- iðjuþróun sem hlaut að fylgja í kjölfarið.26 íslenskum karlmönnum, ekki slðuren konum, voru ætluð störf við hinn fyrirhugaöa heimilisiðnað. 57 verður að hafa það í huga að anark- ismi var „tabú“, hugtak sem hafði ákaflega nei- kvæða merkingu og vera kann að svo sé enn. L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.