Ný saga - 01.01.1997, Síða 22

Ný saga - 01.01.1997, Síða 22
Þorgrímur Gestsson Árið 1910 var risin myndarieg sundlaug, hlaðin úr stein- límdu grjóti, með heitu vatni sem leitt var í pípum innan úr Þvottalaugum. Sundiaugarnar voru mikilvægur upphafspunktur skipulags á þessu svæði Á öðrum áratugi aldarinnar reisti Páll sér hús rétt vestan sundlauganna og nefndi Bjarg. Hann reisti einnig útihús og var með dálítinn búskap. Bjarg stendur enn og telst til Otra- teigs, en sést illa frá götunni þar sem það er orðið umvafið trjágróðri. Páll eftirlét Bjarg Erlingi syni sínum, yfirlögregluþjóni, á þriðja áratugnum og byggði sér og Ólöfu Stein- grímsdóttur, konu sinni, hús í slakkanum milli Kleppsholts og Laugaholts eða Laugaráss og nefndi það Hringsjá. Erlingur kenndi sund með föður sínum frá unga aldri, en hætti því þegar hann gekk í lögregluna. Þá tóku við sundkennslunni tveir bræðra hans, Jón og Ólafur, fyrstu mennirnir á íslandi sem lögðu fyrir sig sundkennslu á unga aldri og gerðu hana að ævistarfi sínu. Þegar fólk gekk frá Reykjavík inn í Lauga- mýri að læra þar sund fór það ýmist gömlu leiðina austur úr Skuggahverfi, fyrir Rauðar- árvík, eftir sjávarbökkunum og yfir Fúlalæk fyrir ofan Fúlutjörn, eða þá Laugaveg og nið- ur Laugarnesveg, eftir að þær götur höfðu verið lagðar. En hvora leiðina sem fólk valdi fetaði það síðasta spölinn inn í sundlaugar austur með dálitlum mel, þar sem smám sam- an myndaðist troðningur. Árið 1915 reisti at- hafnakonan Martha Strand 72 fermetra timb- urskúr við sundlaugagötuna og hugðist hafa þar lýsisbræðslu og framleiða meðalalýsi. Ekkert varð úr þeirri fyrirætlan, en þess í stað fór frú Strand að reykja fisk og kjöt í þessu húsi. Tveimur árum síðar reisti hún hús uppi í melnum og nefndi Álfheima. Hún seldi það fljótlega og næstu árin var það leigt út til íbúðar. Togarafélagið Draupnir í Vestmanna- eyjum keypti Álfheima árið 1922 og þurrk- reitar fyrir saltfisk voru lagðir á melnum. Nokkrum árum síðar voru byggðir tveir skúr- ar í viðbót við Sundlaugaveginn, og þar bjó oftast starfsfólk í Álfheimastöðinni, sem oft- ast var nefnd svo. Þessir íbúðarskúrar stóðu enn við Sundlaugaveg þegar þessi mynd var tekin, eins og sjá má ef vel er að gáð. Segja má að sundlaugarnar hafi verið mik- ilvægur upphafspunktur skipulags á þessu svæði. Þegar bæjaryfirvöld fóru að úthluta byggingarlóðum við Laugarnesveg milli Kirkjubóls og Bjarmalands eftir miðjan þriðja áratuginn myndaðist þar eilítið þorp. og miðkjarni þess urðu gatnamót Laugarnes- vegar og Sundlaugavegar. Eitt af fyrstu hús- unum, númer 52, norðan við Sundlaugaveg og austanvert við Laugarnesveg, byggðu tveir bræðranna frá Laugarnesi, Ólafur og Pétur Þorgrímssynir, sumarið 1927 og opnuðu þar verslun. Fyrir framan hana var einn af allra fyrstu bensíntönkum landsins, rauður og skínandi, merktur Standard Oil. Þeir bræður höfðu raunar opnað verslun nokkrum árum áður, í kjallara húss sem nefnt var Viðvík. Tveir starfsmenn í grútarbræðslu Emils Rokstads, sem var á bakka Laugalækjar, Halldór Einarsson og Jóhannes Magnússon, byggðu það fyrir sig og fjölskyldur sínar árið 1925 - fyrsta steinsteypta húsið í þessari sveit og áreiðanlega eitt af fyrstu húsunum á ís- landi, sem nefnd hafa verið „parhús“ (lengst t.h. á mynd 4). Verslun bræðranna á gatna- mótunum var ol'tast nefnd Pétursbúð eða Þorgrímsbúð og var raunar ekki eina verslun- in við þessi gatnamót. Um svipað leyti opn- uðu systkini frá Endagerði á Vatnsleysu- strönd aðra búð sunnan gatnamótanna, í kjallara húss síns, sem nefnt var Kirkjuberg. Loks opnaði Klein kaupmaður þriðju versl- unina vestan gatnamótanna nokkrum árum síðar, eftir að farið var að byggja húsaröðina vestan Laugarnesvegar. Húsið fremst heitir Víðivellir (mynd 2). Það byggði Carl Olsen, sem var af dönskum og sænskum ætlum, einn af eigendum Nathans & Olsen. í byrjun þriðja áratugarins reisti hann sér býli sunnarlega í Laugamýri, eða Laugardal, ekki langt frá Þvottalaugun- um, og nefndi það Austurhlíð. Þar rak hann umsvifamikinn búskap og ylrækt í um áratug, en byggði Víðivelli rétt fyrir 1930 og bjó þar lengi síðan. Þegar myndin var tekin var byggð farin að rísa á melnum þar sem áður voru fiskreitir Álfheimastöðvarinnar. Sjálft Álfheimahúsið telst vera á mótum Gullleigs og Kirkjuleigs, þar sem nú er Laugarnesapótek. Fyrstu húsin á Teigunum risu rétt fyrir stríð, en sjá má að myndin var tekin eftir að breski herinn gerði Reykjavíkurflugvöll því að efst til vinstri á henni eru komin á sinn stað húsin sem urðu að vfkja fyrir honum. Þau voru flutt úr Skerjafirði og sett niður við götu, sem fékk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.