Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  88. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g Páskaglaðningur American Express® Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu frá 15. til og með 30. apríl! ELSKAR SÖNG OG KÚREKA- STÍGVÉL LAGIÐ UM NÍNU TUTT- UGU ÁRA GRÆN OG VÆN FERÐAÞJÓNUSTA ER Í SÓKN VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS RÍKAR KRÖFUR GERÐAR 10NIVE NIELSEN 36 Kristján Jónsson Hólmfríður Gísladóttir Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú að- eins eins atkvæðis meirihluta á þingi en Ásmundur Einar Daðason, liðsmaður Vinstri grænna, greiddi í gær atkvæði með vantrauststillögu sjálfstæðis- manna. Sagðist hann ekki geta stutt ríkisstjórn sem ynni af fullum þunga að því að laga stjórnkerfið að reglum Evrópusambandsins og verði milljörðum króna í umsókn sem þrír flokkar á Alþingi væru andvígir. Ásmundur Einar tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöldi að hann hygðist segja sig úr þingflokknum í dag og hefði sagt forystumönnum VG það. Hins vegar ætlaði hann eftir sem áður að starfa í VG. Atkvæði voru greidd í tvennu lagi um vantrausts- tillöguna, annars vegar um málsgrein þar sem lýst var vantrausti á ríkisstjórnina, síðan um þingrof og kosningar í maí. Við fyrri atkvæðagreiðsluna féllu atkvæði 32-30, Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæða- greiðslunni. Við atkvæðagreiðsluna um þingrof og kosningar greiddu samfylkingarmenn og 12 þing- menn VG atkvæði á móti. Það gerðu einnig þrír þingmenn Framsóknarflokks, þau Guðmundur, Siv Friðleifsdóttir og Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í VG lagði í ræðu sinni í gær mikla áherslu á andstöðu sína við virkj- un í efri hluta Þjórsár og veltu menn því fyrir sér hvort hún væri að minna menn á að nú hefði hún líf stjórnarinnar í hendi sér. „Ég tel að þetta sé ekki lengur starfhæfur meirihluti,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það hlýt- ur að vera aðilum vinnumarkaðarins mikið áhyggjuefni, ekki bara að sjá hversu tæpur meiri- hlutinn er hér á þinginu; hann er eins tæpur og hann getur orðið, heldur líka það að einstakir þing- menn Vinstri grænna virðast skilyrða stuðning sinn við ríkisstjórnina því að ekki verði ráðist í fram- kvæmdaverkefni á borð við virkjun efri Þjórsár, á sama tíma og aðilar vinnumarkaðarins leggja sér- staka áherslu á það.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ljóst að varla væri hægt að stjórna með eins atkvæðis meirihluta við núverandi aðstæður. „En þá verður reyndar að hafa í huga að þessi stjórn hefur þraukað á því að fara ekki í gegn með mál sem hefði þurft að ljúka, ég nefni sem dæmi atvinnumálin.“ Morgunblaðið/Kristinn Hélt velli en styðst við eins atkvæðis meirihluta  Þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar kominn niður í 32 atkvæði eftir brottför Ásmundar Einars Daðasonar sem hyggst segja sig úr þingflokki VG í dag MESB-umsókn aukið sundrung »2 Morgunblaðið/Kristinn Naumt Taflan á Alþingi sem sýnir úrslit atkvæða- greiðslunnar um vantraust á ríkisstjórnina. Spenna Frá Alþingi í gær, fremst á myndinni er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, en hann studdi vantrauststillöguna.  Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fagnar þeim góðu vísbendingum um stöðu helstu fiskistofna sem koma fram í vor- ralli Hafrannsóknastofnunarinnar og gerir sér vonir um aukningu aflaheimilda. „Þetta er í samræmi við það sem sjómenn tala um hring- inn í kringum landið,“ segir hann. „Þorskurinn er núna stærri og vænni en verið hefur um langt ára- bil. Vísbendingar eru um gott ástand eða jafnvægisástand flestra fisktegunda og allt gefur þetta okk- ur tilefni til bjartsýni.“ »16 Ráðherra býst við auknum kvóta Ríkisstjórnin hefur það í höndum sér hvort gerðir verða kjarasamn- ingar til lengri eða skemmri tíma. Þetta segja forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins sem funda með fulltrúum ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Nokkuð hafi gengið í viðræðum en klára þurfi ýmis mál, t.d. sjávar- útvegsmálin. Gangur komst í kjara- viðræðurnar á ný í gærmorgun eftir útspil frá ríkisstjórninni og verður farið í þær af fullum krafti í dag. Vonast er til að samningar liggi fyrir á föstudag. »2 Ræðst af svari í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.