Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Tónlistarkonan Alison Krauss og hljómsveitin Union Sta- tion hafa loks sent frá sér plötu eftir alllanga bið, heil sjö ár, plötuna Paper Airplane. Krauss er með dásamlega söng- rödd sem maður fær aldrei nóg af að hlusta á og út á hljóð- færaleik Union Station er einfaldlega ekkert að setja. Plat- an hefur að geyma mörg angurvær og hugljúf lög, blágresið blómstrar svo sannarlega í meðförum drottningarinnar Krauss og Ron Block fer mikinn á banjóinu. Undirritaður komst nærri því að kaupa sér smekkbuxur og stráhatt og stíga villtan blágresisdans við að hlýða á banjóstuðlagið „Dust Bowl Children“. Það vantaði sólríka verönd til dans- iðkunarinnar. En ljúfu lögin ráða þó ferðinni á þessari plötu og ber helst að nefna „Dimming of the Day“ eftir Richard Thompson, í því nær hin fagra rödd Krauss hvað hæstum hæðum. Pappírsflugvél Krauss og Union Station svífur fallega yfir blágresisökrunum. Kræsileg Krauss Alison Krauss & Union Station – Paper Airplane bbbbn Helgi Snær Sigurðsson Wasting Light er sönn Foo Fig- hters-plata. Foo Fighters hljóma hér nákvæmlega eins og Foo Fig- hters eiga að hljóma árið 2011. Hér er ekki margt nýtt að finna en það sem plötuna skortir í nýnæmi bætir hún upp með heiðarleik sínum, hljómsveitin iðkar sína list með sínu nefi og gerir það vel. Lögin „These Days“ og „Back & Forth“ eru ef til vill helst til dæmigerð Foo-lög en „Bridge Burn- ing“, „Rope“ og „Dear Rosemary“ eru skólabókardæmi um hvernig á að halda í séreinkenni sín án þess að endurvinna eldra efni. Lögin mynda sterka heild en ekki er laust við að þau komi betur út í samhengi plötunnar en ein og sér. Fer því best á að leyfa plötunni að renna frá upphafi til enda frekar en að tína lög af henni. Stærsti galli plötunnar er hljómurinn. Hún er fórnarlamb hávaðastríðsins svo- nefnda, þeirrar tilhneigingar að hljóðjafna hljómplötur þannig að styrkur tónlistarinnar sé mikill á kostnað hljómgæða. Af þessu leiðir að hljómur plötunnar er á köflum bjagaður og hlaðinn suði og blæ- brigði tónlistarinnar tapast. Þetta hefur þó ekki úrslitaáhrif enda hafa margar stórgóðar plötur orðið há- vaðastríðinu að bráð, til dæmis Cali- fornication úr smiðju Red Hot Chili Peppers og endurkomuplata Metal- lica, Death Magnetic. Rétt eins og þær stendur Wasting Light fyrir sínu. Wasting Light er í heild ágæt- isplata og aðgengileg en ekki stór- virki og á engan hátt brautryðjandi, hvorki á almennan mælikvarða né Foo-kvarða. Þetta er heiðarleg rokkplata frá heiðarlegu rokkbandi og hún er mjög góð sem slík. Þetta er plata til að hafa í bílnum á góð- viðrisdögum í sumar, hún er kraft- mikil og það er bjart yfir allri rokk- hörkunni. Heiðarlegt fórnar- lamb Foo Fighters – Wasting Light bbbnn Skúli Á. Sigurðsson Aðgengilegur Dave Grohl. Erlendar plötur Skannaðu kóðann til að horfa á myndband við lag- ið Rope. Gæðasveitin Low hef- ur verið á hálfgerðum vergangi síðan hin stórfenglega Secret Name kom út árið 1999. Things We Lost in the Fire (2001), Trust (2002), The Great Destroyer (2005), Drums and Guns (2007), allar hafa þessar plötur vald- ið vonbrigðum meira og minna, líkt og sveitin væri ekki að fullnýta þann kraft sem hún að sönnu bjó yfir. En það hefur, viti menn, auðheyranlega breyst. C’mon er hæglega það besta sem sveitin hefur gert í tólf ár, lögin hérna eru barmafull af ástríðu og áhuga, eins og þau hjón, Alan Spar- hawk og Mimi Parker, séu vöknuð af Þyrnirósarsvefni. Sparhawk virðist sérstaklega orkumikill og það er hrein unun að hlýða á þessa plötu, það er ekki snöggan blett að finna. „Nothing but Heart“ er þá eitt fal- legasta lag sem frá sveitinni hefur komið. Mæli hiklaust með þessari. Low finnur fjölina á nýjan leik Low – C’mon bbbbm Arnar Eggert Thoroddsen SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%nÁnAR Á Miði.iS nÁnAR Á Miði.iS nÁnAR Á Miði.iS ÞRiðjudAGStiLBOð GiLdA eKKi Í BORGARBÍÓi -H.S., MBL -Þ.Þ., Ft-t.V. - KViKMyndiR.iS Með ÍSLenSKu tALi -H.S., MBL -R.e., FBL-H.j., Menn.iS nÁnARi uppLýSinGAR OG MiðASALA Á yOuR HiGHneSS KL. 8 - 10.20 16 KuRteiSt FÓLK KL. 5.45 - 8 L HOpp ÍSLenSKt tAL KL. 5.45 L LiMitLeSS KL. 10.10 14 OKKAR eiGin OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L BiutiFuL KL. 6 - 9 12 yOuR HiGHneSS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16 yOuR HiGHneSS LúxuS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 16 KuRteiSt FÓLK KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L HOpp ÍSLenSKt tAL KL. 3.30 - 5.45 L LiMitLeSS KL. 8 - 10.20 14 OKKAR eiGin OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 L nO StRinGS AttAcHed KL. 8 - 10.20 12 RAnGO ÍSLenSKt tAL KL. 3.30 L yOuR HiGHneSS KL. 8 - 10 16 HOpp ÍSLenSKt tAL KL. 6 L KuRteiSt FÓLK KL. 6 - 8 L LiMitLeSS KL. 10 14 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ★★★★★ - H.J. - menn.is ★★★ - Þ.Þ. - FT ★★★ - R.E. - Fréttablaðið ★★★ - H.S. - MBL ★★★ - Ó.H.T. - Rás 2 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Drepfyndið ævintýri ólíkt öllum öðrum ævintýrum 5% endurgreitt ef þúgreiðir með kreditkortitengdu Aukakrónum YOUR HIGHNESS Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6 HOPP ENSKT TAL Sýnd kl. 8 KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 6, 8 og 10 NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 10 -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is KORTIÐ GILDIR TIL 31.05.2011 MOGGAKLÚBBURINN PI PA R\ TB W A • SÍ A 30% afsláttur á Nýdönsk í nánd Miðaverð aðeins kr. 2.730,- Sýningar: 14. apríl kl. 20 15. apríl kl. 19 15. apríl kl. 22 Miðasala Borgarleikhússins er í síma 568 8000 N Y D O N S K I N A N D B O R G A R L E I K H Ú S I N U T Ó N L E I K U R Í T V E I M U R Þ Á T T U M 10 20 30 40 50 190 200 210 220 230 150 160 170 180 60 70 80 90 120 130 110 140 100 Stærsti gítarleikari í heimi Hlé! TAKET H I S S A M A N Á N Ý magnaðasta hreyfilistasýning allra tíma Kaffi& Konni TONLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.