Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Faxafeni 5 • Sími 588 8477 Áttu von á gestum? 250 fm sýningarsalur með svefnsófum Steingrímur J. Sigfússon vísaði tilþess þegar hann hafnaði beiðni um upplýsingar um kostnað vegna Icesave-samninganefndarinnar að lögum samkvæmt bæri honum ekki skylda til að veita þær upplýsingar. Það viðhorf er mjög upplýsandi. Í því felst að ekki skuli gefa upplýsingar um mál sem varðar hagsmuni al- mennings nema skýr lagafyrirmæli kveði á um upplýsingaskylduna.    Sé hægt að lesa út úr upplýs-ingalögunum að tilteknar upp- lýsingar megi undanskilja skuli það gert. Þetta er sérstaklega athygl- isvert viðhorf þegar haft er í huga að ríkisstjórnin hefur sagst vilja gagn- sæja stjórnsýslu og aukið upplýs- ingaflæði til almennings.    Þetta viðhorf forystumanns rík-isstjórnarinnar gefur gagnrýni á frumvarp til nýrra upplýsingalaga aukið vægi. Ríkisstjórnin segir mark- mið laganna vera að tryggja gagnsæi í stjórnsýslunni, en flest bendir til að ætlunin sé þvert á móti að draga úr upplýsingagjöf.    Formaður Blaðamannafélagsinstelur til að mynda að frum- varpið feli í sér afturför frá núgild- andi lögum sem sett voru árið 1996. Þau lög hafi reynst ágætlega og það sé „mjög einkennilegt að stjórnvöld ætli sér nú að taka skref til baka, 15 árum síðar“.    Vissulega er einkennilegt aðstjórnvöld skuli ætla að ferðast langt aftur í tímann og takmarka upplýsingagjöf, en það er þó í stíl við annað á þeim bænum. Stjórnvöld hafa unnið að því að færa þjóðfélagið áratugi aftur í tímann og hafa um leið gætt þess að veita sem allra minnstar upplýsingar um verk sín. Laumast áratugi aftur í tímann STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 5 rigning Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 9 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning Nuuk -11 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 8 léttskýjað London 12 skýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 6 skýjað Vín 8 alskýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 7 skúrir New York 7 alskýjað Chicago 14 skýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:00 20:57 ÍSAFJÖRÐUR 5:57 21:11 SIGLUFJÖRÐUR 5:39 20:54 DJÚPIVOGUR 5:28 20:29 Sjávarútvegsráðherra hefur hvorki fengið svör frá Evrópuþinginu um tilurð fréttar í liðinni viku um kröfu Íslands um takmarkaða stjórn fisk- veiða við Ísland né staðfestingu frá utanríkisráðuneytinu um að farið hafi verið fram á leiðréttingu á frétt- inni eins og óskað hafi verið eftir. Evrópuþingið sendi frá sér frétta- tilkynningu fyrir helgi þar sem kom meðal annars fram að í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu væri mikilvægt að Ís- land aðlagaði fiskveiðistjórnina að lögum Evrópusambandsins. Bent var á að Ísland hefði lýst því yfir að stjórn sjávarútvegsmála yrði að ein- hverju leyti áfram á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði þessa frétt ranga, benti á að fullveldisrétt- indi Íslands væru grundvallaratriði og ástæða væri til þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra leiðrétti frétt Evrópuþingsins. Samkvæmt upplýsingum í sjávar- útvegsráðuneytinu í gær hefur ráðu- neytið ekkert heyrt nánar um málið, en geri ráð fyrir að verið sé að vinna í því í utanríkisráðuneytinu. Ekki hafa fengist upplýsingar hjá utanrík- isráðuneytinu vegna málsins. Enn hvorki svör né leiðrétting Össur Skarphéðinsson Jón Bjarnason  Sjávarútvegsráðherra bíður viðbragða Fimm ára stúlkur, Sabína Ósk og Unnur Elísa, virða fyrir sér listaverk í Kjarnanum í Mos- fellsbæ. Nemendur 4.-6. bekkja Varmárskóla unnu listaverkið og það er hluti af þemaverkefni sem tengist heimabæ, náttúru og endurnýtingu. Listaverkið er origami-pappírsbrot sem mynda bæjarmerki Mosfellsbæjar. Ori- gami-pappírsbrot er forn jap- önsk alþýðulist sem byggist á því að búa til hluti eða dýr með því að brjóta pappír. Vinnan við verkið tók alls átján tíma og stóð í þrjá daga. Nemendurnir notuðu tímarit og brotin voru alls 5.000. Merki Mos- fellsbæjar búið til úr tímaritum Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.