Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 AF KENNEDYUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Nýju sjónvarpsþættirnir umævi og örlög Kennedy-fjölskyldunnar hafa valdið fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Miklu var til kostað og ætlaði History- stöðin upprunalega að sýna þættina sem bera einfaldlega yfirskriftina „The Kennedys“. Í byrjun þessa árs gaf History þá hins vegar upp á bát- inn með þeim orðum að þeir stæð- ust ekki sagnfræðilegar kröfur stöðvarinnar. Aðrar stöðvar reynd- ust tregar til að taka við keflinu og á endanum festi líttþekkt stöð, ReelzChannel, kaup á sýningarrétt- inum og hóf sýningar í síðustu viku. Athygli vekur að breska History- stöðin sá ekkert sagnfræðilega at- hugavert við þættina og hóf sýn- ingar á þeim fyrir réttri viku. Aðstandendur „The Kenn- edys“ undrast þennan afstöðumun og virðast sannfærðir um að valda- miklir aðilar innan Kennedy- fjölskyldunnar, með Caroline, dótt- ur Johns F. Kennedys, og Mariu Shriver, eiginkonu Arnolds Schwarzeneggers, í broddi fylk- ingar, hafi búið svo um hnúta að engar málsmetandi stöðvar þorðu að taka þættina upp á sína arma. Dómar hafa verið blendnir og virðast gagnrýnendur á einu máli um að ekki sé um skothelda heimild um líf þessa kóngafólks Ameríku að ræða. Það þýðir þó ekki að þætt- irnir geti ekki verið prýðileg af- þreying – sem þeir eru. Ég er búinn að sjá fjóra hluta af átta. Eins og oft þegar stór saga er sögð í knöppu máli er töluvert um einfaldanir en framvindan heldur manni eigi að síður við efnið – enda þótt hér sé vissulega ekki um tímamót í sjón- varpi að ræða.    Helstu persónur eru dregnarskýrum dráttum (jafnvel ýkt- um), sennilega stendur það í sagn- fræðingum (og fjölskyldu- meðlimum) frekar en að frjálslega sé farið með harðar staðreyndir. Ættfaðirinn Joseph P. Kenn- edy, eldri, kemur fyrir í þáttunum eins og leikstjóri í epísku sviðsverki – eftir sjálfan sig. Hann stjórnar öllu sem fram fer og hefur örlög niðja sinna lengi vel í hendi sér. Joe Kennedy dreymdi um að verða for- seti Bandaríkjanna, það er óum- Yngri bróðir forsetans, Robert F. Kennedy, eða Bobby, kemur mun sterkari út úr þáttunum. Hann stuðlar að kjöri JFK, sem kosn- ingastjóri, og er svo gegn vilja sín- um gerður að dómsmálaráðherra. „Ég get ekki verið þarna til að fylgjast með honum,“ segir Joe gamli. „Þú verður að gera það.“ Í Svínaflóamálinu klikkar Jack á því að ráðfæra sig við Bobby, með voðalegum afleiðingum. Eftir það fylgir hann stóra bróður sem skugginn. Á köflum er ekki gott að átta sig á því hvor þeirra er raun- verulega forsetinn. Þessi söguskýr- ing er ekki ný af nálinni en eigi að síður umdeild. Dómsmálaráðherrann er sam- viska forsetans í þáttunum. Meðan Jack er tákngervingur tveggja tíma er Bobby með báða fætur í nútím- anum. Kostulegar eru umræður feðganna um framhjáhald og þegar upp kemst um samskipti föðurins við glæponinn Sam Giancana er það Bobby sem ber í borðið, ekki Jack.    Aðrar persónulýsingar eruýktar. Frank Sinatra er rola og J. Edgar Hoover skondinn pöru- piltur sem gleðst yfir óförum ann- arra, svo dæmi séu tekin. Framganga leikenda er mis- jöfn. Stórleikarinn Tom Wilkinson fer mikinn sem gamli Joe. Greg Kinnear er sæmilegur JFK enda þótt mér hafi alltaf fundist hann líkari George W. Bush í útliti. Barry Pepper (sem ég hef ekki séð áður) er fínn Bobby en Katie Holmes er slöpp sem hin vansæla Jackie. Kristin Booth er mun betri sem skvettan Ethel, kona Bobbys, og Diana Hardcastle leikur hina æðru- lausu ættmóður, Rose, af stillingu. Ég bíð enn eftir að MM birtist. Alltént, til að draga þetta sam- an: Fyrir okkur sem hvorki erum sagnfræðingar né Kennedyar eru þættirnir allgóð afþreying. Kroppað í helgimyndina APUmdeildur Greg Kinnear í hlutverki Johns F. Kennedys í nýju þáttunum. Ýmsa svíður undan túlkuninni. deilt, en þegar honum varð ljóst að af því yrði ekki færði hann draum- inn yfir á son sinn. Sú flétta heppn- aðist. Eini munurinn var sá að það var ekki elsti sonurinn, Joseph P. Kennedy, yngri, eins og að var stefnt, heldur sá næstelsti, John F. Kennedy. Joe yngri týndi lífi í seinni heimsstyrjöldinni. Hann kemur stuttlega við sögu í byrjun þáttanna og er hafður sjálfhverfur og fráhrindandi. John, eða Jack eins og hann var jafnan kallaður, hafði séð fyrir sér einfaldara líf. „Mig langar bara að kenna sögu og eltast við stelp- ur,“ segir hann í þáttunum. Hann lætur sig samt hafa það að þóknast föður sínum en snemma kemur í ljós að það fer honum betur að vera persónulegur en málefnalegur. Óhætt er að segja að kroppað sé í helgimyndina af Kennedy for- seta í þáttunum. Mikið er gert úr bakveikindum hans, forsetinn staulast á löngum köflum um eins og gamalmenni, eða þangað til Dr. Feelgood miskunnar sig yfir hann. „Þetta átti að vera dagurinn hans Joes,“ segir hann á kjördegi og undirstrikar hlutverk sitt sem fórn- arlamb aðstæðna. Breyskleiki hans er berangurslegur og hvergi dregið undan í kvennamálunum. Þetta svíður og Ted Sorensen, gamli ræðuritari forsetans, var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni: „Þetta er karaktersmorð!“ » Breyskleiki hanser berangurslegur og hvergi dregið undan í kvennamálunum. Nánir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Draumur Joseph P. Kennedy ásamt John og Joseph yngri. SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM Á EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FÓR BEINT Á TO PPINN Í USA STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR TEIKNIMYND FRÁ DISNEY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MYND SEM GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ SAMBLANDA AF BOURNE MYNDUNUM OG TAKEN “THE BEST ACTION THRILLER IN YEARS!” Stuart Lee, WNYX-TV “ EXHILARATING. UNKNOWN IS THE FIRST GREAT MOVIE OF THE YEAR!” Shawn Edwards, FOX-TV “LIAM NEESON IS INTENSE!” Bill Bregoli, CBS RADIO NEWS “IT’S TAKEN MEETS THE BOURNE IDENTITY.” Rick Warner, BLOOMBERG NEWS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI MATT DAMON EMILY BLUNT ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU FRÁ PHILIP K.DICK, HÖFUNDI BLADE RUNNER, TOTAL RECALL OG MINORITY REPORT HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHH - EMPIRE SÝND Í EGILSHÖLL -T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG WATCHMEN ÓVÆNTASTA BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS HHH - EMPIRE BJÖRK OG EMILÍANA TORRINI MEÐ LÖG Í MYNDINNI HHHH - CHICAGO SUN TIMES - ROGER EBERT PAUL GIAMATTI HLAUT GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN FYRIR BESTA LEIK Í GAMANMYND HHHH - NEW YORK DAILY NEWS HHHH - EMPIRE ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL „INGENIOUS THRILLER“ – CHICAGO SUN-TIMES – R.EBERT „TWISTY BRAINTEASER“ „ACTION-THRILLER“ – ENTERTAINMENT WEEKLY „A THRILLER – AND POETRY“ – SAN FRANCISCO CHRONICLE HHHH – EMPIRE HHHH - T.V. – KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA HVERNIG VARÐ SAKLAUS STRÁKUR FRÁ KANADA EINN ÁSTÆLASTI TÓNLISTARMAÐUR Í HEIMINUM Í DAG? HE IMI LD AR MY ND UM LÍF JU ST IN BIE BE RS , ST ÚT FU LL AF TÓ NL IST I I Í I I , I HHHH - K.H.K. - MBL.IS MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SOURCE CODE kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 SOURCE CODE kl. 8 - 10:10 VIP SUCKER PUNCH kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 5:40VIP - 8 - 10:20 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 6 ísl. tal L HALL PASS kl. 8 - 10:20 12 RANGO ísl. tal kl. 5:50 L JUSTIN BIEBER kl. 5:50 L / ÁLFABAKKA SOURCE CODE kl. 5:30 - 8 - 10:15 12 SUCKER PUNCH kl. 5:25 - 8 - 10:35 12 LIMITLESS kl. 8 - 10:35 14 UNKNOWN kl. 10:35 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 5:30 ísl. tal L HALL PASS kl. 5:25 12 BARNEY'S VERSION kl. 5:30 - 8 - 10:20 nr. sæti L SUCKER PUNCH kl. 8 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:40 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 nr. sæti 16 THE KING'S SPEECH kl. 5:40 nr. sæti L TRUE GRIT kl. 5:50 nr. sæti 16 SOURCE CODE kl. 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 SOURCE CODE kl. 8 - 10:10 12 TRUE GRIT kl. 8 16 LOVE AND OTHER DRUGS kl. 10:20 L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI NÆSTI SÝNINGARDAGUR: FÖSTUD. ][ Skráning í sumarbúðirnar í fullum gangi, www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.