Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ný inniaðstaða Golfklúbbs Ak- ureyrar var tekin í notkun á dög- unum í kjallara Íþróttahallarinnar. Þar geta menn m.a. æft sveifluna með því að slá í net og vígður var 18 holu púttvöllur.    Haukur Jakobsson, oftast kall- aður Haukur Dúdda, jafnvel Dúdd- isen, var í aðalhlutverki á vígsludag- inn. Bæði var hann gerður að heiðursfélaga GA og svo var pútt- vellinum gefið nafn í höfuð gömlu kempunnar; Dúddisen skal púttvöll- urinn heita.    Fjögur ný fyrirtæki eru að hefja starfsemi á Ráðhústorgi 7. Í öllum fer fram skapandi starfsemi þó mis- munandi sé; þetta eru arkitekta- stofan Breyta, ljósmyndastofan Guðrún Hrönn Fótografía og fata- hönnunarfyrirtækin ODDdesign og Múndering & Tóta. Forráðamenn fyrirtækjanna eru á meðfylgjandi mynd.    Nóg er um að vera í leiklistinni eins og venjulega í höfuðstað Norð- urlands og næsta nágrenni. Hárið verður frumsýnt í Hofi annað kvöld og hjá LA er Farsæll farsi á sviði Samkomuhússins.    Vart er hægt að minnast á leiklist öðruvísi en nefna tvær sýningar í grenndinni; á Melum í Hörgárdal sýnir Leikfélag Hörgdæla Með fullri reisn og Góði dátinn Svejk er á fjöl- unum hjá Freyvangsleikhúsinu.    Á Melum er uppselt á allar sýn- ingar sem eftir eru – en sú síðasta verður 7. maí. Þá þurfa bændur að taka sér hlé vegna sauðburðar og svo taka sumarannir við en mér skilst að félagið hyggist taka upp þráðinn á ný í haust. Aðsókn hefur líka verið góð í Freyvangi en sýn- ingum lýkur í lok apríl.    Tveir af þekktustu myndlist- armönnum bæjarins, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Kristinn G. Jóhannsson opna grafíksýninguna Ristur í Hofi á laugardaginn. Sýn- ingin stendur til 8. maí.    Haldin verður nýsköpunarhelgi á Akureyri nú um helgina, þar sem fólki með hugmyndir um atvinnu- og nýsköpun býðst að koma saman. Stefnt er að því að þetta verði árviss viðburður.    Það voru nokkrir atvinnurek- endur á Norðurlandi sem tóku sig saman og hleyptu verkefninu af stokkunum. Til liðs við frumherjana gengu Háskólinn á Akureyri og Tækifæri hf. og verður „helgin“ haldin í húsnæði HA frá föstudegi til sunnudags.    Þátttaka í umræddu verkefni er ókeypis og opin öllum eldri en 18 ára, hvað sem er af landinu. Mark- miðið er að fá fólk til að koma saman og vinna að nýjum eða gömlum hug- myndum sem gætu endað sem fyr- irtaks viðskiptaáætlun og atvinnu- skapandi verkefni.    Hljómsveitinni Fleetwood Mac verður gert hátt undir höfði á Græna hattinum annað kvöld. Þá leikur sveitin Greenwood öll þekktustu lög hennar.    Nýdönsk verður síðan á Græna hattinum á laugardagskvöldið. „Hér er um hefðbundna tónleika að ræða, engin sirkusatriði eða sjónhverf- ingar, heldur bara öll bestu Ný- dönsku lögin sungin og leikin á al- vöruhljóðfæri með höndunum,“ segir í tilkynningu! Nú er púttað á Hauki Dúdda Ljósmynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Ný við Ráðhústorg Aftari röð frá vinstri: Eidís Anna Björnsdóttir, Þór- hildur Björk Svavarsdóttir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Einar Jóns- son. Fyrir framan, Helga Mjöll Oddsdóttir og Sóley Lilja Brynjarsdóttir. Þuríður Backman mun taka við embætti formanns þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar þess að Árni Þór Sigurðsson sagði starfinu af sér í gær. Árni Þór var kjörinn þingflokksformaður í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur um síðustu helgi. Þuríður verður því þriðji þingflokksformaður Vinstri grænna á fjórum dögum. Árni Þór Sigurðsson var starfandi formaður þing- flokksins frá upphafi þessa þings og raunar lengur í forföllum Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem kjörin var formaður eftir síðustu alþingiskosningar. Þegar Guð- fríður Lilja kom aftur til starfa úr fæðingarorlofi var kosning formanns á dagskrá fyrsta þingflokksfundar en kosningunni hafði verið frestað við upphaf haustþings að ósk Guðfríðar. Árni Þór var kjörinn formaður af meirihluta þingmanna en Guðfríður Lilja og hluti þing- manna flokksins lýstu opinberlega yfir óánægju sinni með það, meðal annars vegna þess manneskja sem færi í fæðingarorlof ætti að geta gengið inn í sín fyrri störf að því loknu. Guðfríður Lilja afþakkaði „Aldrei hefur hvarflað að mér að taka að mér starf sem ég nýt ekki stuðnings til eða skilyrða störf fyrir flokkinn eða stuðning minn við ríkisstjórn því að ég hefði með höndum tiltekin embætti. Það kom mér í opna skjöldu að löngu ákveðinni kosningu um það eitt að ákveða skipan stjórnar þingflokksins þá fáu mánuði sem eftir lifa yfirstandandi þings yrði tekin með þeim hætti sem raun ber vitni. Mér þykir miður að það mál hefur að ósekju verið persónugert og tengt bæði kvenfrelsisstefnu flokksins og lögum um fæðingarorlof. Sú umræða er skaðleg okkar flokki og þar með óásætt- anleg,“ segir Árni Þór í yfirlýsingu um afsögn sína sem hann tilkynnti á þingflokksfundi í gær. „Ég gerði grein fyrir þessari yfirlýsingu minni á þingflokksfundi og vék svo bara af fundinum, og vildi að þingflokkurinn gæti þá rætt framhaldið án mín,“ sagði Árni Þór við mbl.is. Hann sagðist líta á þessa ákvörðun sem lóð á vogarskál sátta í málinu innan þingflokksins. Á fundinum lagði Lilja Rafney Magnúsdóttir til að Guðfríður Lilja myndi verða nýr þingflokksformaður en hún afþakkaði. Sagði Guðfríður Lilja að hún hefði lagt til að Þuríður myndi taka við enda eðlilegt að varafor- maður tæki við þegar þingflokksformaður segði af sér. Var ekki á fundinum Þuríður var í gær á leið til útlanda og var því ekki á þingflokksfundinum. Ekki var búið að segja henni frá niðurstöðunni þegar mbl.is náði sambandi við hana. Þuríður mun verða starfandi þingflokksformaður þang- að til annað verður ákveðið. Þrír formenn þingflokks VG á fjórum dögum  Árni Þór Sigurðsson segir af sér formannsembætti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Þuríður BackmanÁrni Þór Sigurðsson Átök í þingflokki » Árni Þór Sigurðsson var kjörinn þingflokks- formaður sl. sunnudag með 8 atkvæðum en 4 þingmenn studdu Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Einn þingmaður skilaði auðu. » Þuríður Backman er 63 ára, hjúkrunarfræðingur og var búsett á Egilsstöðum. Hún hefur verið al- þingismaður og varaþingmaður Austurlands og síðan Norðausturkjördæmis frá árinu 1999. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra skrifar grein í breska blaðið Guardian í gær þar sem lögð er áhersla á að eignir þrotabús Landsbankans muni greiða stærst- an hluta forgangskrafna innistæðu- eigenda á Icesave-reikningum bankans og jafnvel bæta þær að fullu. Því hafi verið hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslunni á laugardag að greiða kostnað tengdan inni- stæðutryggingum, nema skýr og ótvíræð lagaleg ábyrgð sé fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafi alltaf haldið því fram að þau myndu upp- fylla alþjóðlegar skuldbindingar í málinu. Vandinn sé sá, að ekki liggi fyrir nú hverjar þessar alþjóðlegu skuld- bindingar séu. Ef að líkum lætur muni dómstólar skera úr um það. Úrlausn um þær alþjóðlegu skuld- bindingar sé nauðsynleg forsenda ábyrgðar Ís- lands í málinu. Boðað er að greinar muni birtast í öðrum erlendum fjölmiðlum á næstu dögum Stærstur hluti krafna greiddur  Jóhanna skrifar grein í Guardian Jóhanna Sigurðardóttir F A B R I K A N Aðalfundur Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 29. apríl 2011 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Breytingar á samþykktum félagsins: · Hluthafar sem ráðaminnst 1/20 hlutafjárins geta krafist þess að boðað verði til hluthafafundar í stað 1/10 áður. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félags­ ins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsinswww.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðinmál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórnmeð nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.