Morgunblaðið - 30.05.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 30.05.2011, Síða 4
hefði hagnast vel þrátt fyrir mikla skerðingu aflaheimilda á síðustu ár- um – sem nú fengist að talsverðu leyti til baka enda væri búist við verulegri aukningu aflaheimilda. Jóhanna sagði að Samfylkingin væri, einn flokka, samstiga og skýr í afstöðu sinni til Evrópumála sem og auðlindamála. Þá hefðu ríkisstjórn- arflokkarnir á næstliðnum misser- um náð miklum árangri við endur- reisn efnahagslífsins. Verðbólga hefði lækkað úr 18% í 3,4%, vextir væru komnir í 4,25%, skuldastaða þjóðarbúsins væri betri en áður og jafnvægi að nást í ríkisfjármálum. Þá væri að rofa til í atvinnumálum og nokkur stór verkefni á sviði orku- freks iðnaðar að komast fyrir vind. Skapa sátt „Ofurlaunaliðið, fjárglæframenn- irnir og stóreignaelítan, fær ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram- undan er ef við fáum að ráða. Það er nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að nú væri mikilvægt að tryggja jöfnuð – enda mætti með slíku skapa samfélagslega sátt. Á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingar voru lagðar fram niður- stöður fjölda umbótafunda, sem haldnir hafa verið í öllum aðildarfélögum flokksins á síð- ustu mánuðum. Hefur verið fundað á vegum umbótanefndar sem hafði það verkefni að leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu og ábyrgð Samfylkingar í aðdraganda hrunsins. Málin verða rædd frekar á næstunni og afgreidd á landsfundi í haust. Meðal þess sem fram kemur í tillögum umbótanefnd- ar er að flokksmenn gaumgæfi hví þeir voru svo blindir á veruleika stjórnarsam- starfs við Sjálfstæðis- flokkinn án þess að tryggja áhrif sín á stjórn fjár- og efna- hagsmála í ríkisstjórn- inni. Ofurlaunaliðið fái ekki hagvöxtinn  Nýjar auðlindareglur mikilvægar sagði forsætisráðherra Morgunblaðið/Kristinn Formaður og varaformaður Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson á floksstjórnarfundinum. Siguður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Með mótun nýrra leikreglna um auðlindir þjóðarinnar, svo sem vatn- ið, þjóðlendur og fiskinn í sjónum, gætu Íslendingar á komandi tíð eignast eigin olíusjóð. Sá sjóður gæti með vaxandi styrk staðið undir hluta velferðarkerfisins og staðið undir aukinni velferð í samfélaginu. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingar, á flokks- stjórnarfundi í gær. Þar greindi Jó- hanna frá því að auðlindamál væru nú í heildstæðri endurskoðun. Væru rammaáætlun um verndun og nýt- ingu, fiskiveiðistjórnun, vatnalög og orkustefna greinar af þeim meiði. Tryggja forræði auðlindar „Allt lýtur þetta að þeirri grund- vallarsannfæringu okkar að betur þurfi að tryggja forræði þjóðarinnar á auðlindum hennar og arðurinn af henni renni í ríkari mæli til þjóð- arinnar sjálfrar,“ útskýrði Jóhanna, sem sagði breytingar í sjávarútvegs- málum eitt stóru viðfangsefnanna framundan. Ekki væri trúverðugt þegar LÍÚ segði að tvöföldun veiði- leyfagjalds myndi setja útgerðina í þrot, með tilliti til þess að greinin 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Sigurður Bogi Sævarssson sbs@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands hefur engra hreyf- inga orðið vart í Grímsvötnum síð- an snemma á laugardagsmorgun. „Gosinu virðist vera lokið,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Unnið var hörðum höndum við hreinsun á Kirkjubæjarklaustri og í nærliggjandi sveitum alla helgina. Grímsvatnagosinu fylgdi mikið öskufall í byggðunum austan Klausturs, það er á Síðu og í Fljóts- hverfi, og hefur áherslan í hreins- unarstarfi talsvert beint að því starfi. Slökkvibílar hafa verið not- aðir til þess að spúla veggi, þök og bæjarhlöð auk þess sem björgunar- sveitarmenn hafa aðstoðað fólk heima á bæjum við að koma hlutum í samt lag aftur. Fjölmennt hjálparlið „Í dag voru nær fjörutíu slökkvi- liðs- og björgunarsveitarmenn við störf en síðan vitum við að margir hafa fengið vini og ættingja í heim- sókn sem hafa tekið til hendi við til- tekt og annað. Íslenska samhjálpin stendur alltaf fyrir sínu,“ segir Sveinbjörn Jónsson sem starfar í þjónustumiðstöð Almannavarna á svæðinu. Miðstöðin, sem er á Kirkjubæjarklaustri, tók til starfa sl. föstudag og hefur með höndum skipulag björgunarstarfs í Skaftár- hreppi öllum, það er frá Álftaveri og austur á Núpsstað. Starfsmenn miðstöðvarinnar fara á alla bæi á þessu svæði, taka stöðuna og leggja á ráðin út frá því. „Verkefnin eru mjög sambærileg því sem ég hef áður kynnst; það er að halda utan um hreinsunarstarf og aðstoða fólk þannig að hlutirnir komist í samt lag að nýju,“ segir Sveinbjörn Jónsson. Hann starfaði í þjónustumiðstöð undir Eyjafjöllum í gosinu þar á síðasta ári og var í ljósi reynslunnar fenginn til starfa á Klaustri. Þrír vinna í þjónustu- miðstöðinni auk þess sem tveir starfsmenn Rauða krossins veita aðstoð og ráðgjöf svo sem sálrænan stuðning. Jákvæðir möguleikar „Auðvitað reyna svona náttúru- hamfarir mjög á fólk eins og þegar myrkur grúfði hér yfir á miðjum degi. Hins vegar gekk Grímsvatna- gosið yfir á fáeinum dögum og von- andi verður það fólki því ekki jafn- þungt í skauti og ella hefði getað orðið,“ segir Sveinbjörn. Grímsvatnagosið hófst um kvöld- matarleytið um næstliðna helgi, 21. maí. Kraftur gossins var mikill í byrjun og náði gosmökkurinn á fyrstu klukkutímunum í 15 til 20 km hæð. Á sunnudag og fram eftir vikunni var mikið öskufall í byggð í Skaftárhreppi svo sá varla til sólar á tímabili. Þegar kom fram í miðja viku fór kraftur gossins að dvína. Formlegt dánarvottorð um goslok er þó ekki gefið út enda hafa jarð- vísindamenn ekki gert slíkt síðan á tímum Kröfluelda. Hreinsað til eftir grettur Grímsvatna  Íslensk samhjálp stendur fyrir sínu Morgunblaðið/Sigurgeir Hreinsun Gosið er búið en mikið verk framundan við hreinsun. Í hnotskurn » Fjörutíu slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn. Margir fengu vini og ættingja í heim- sókn sem sinntu hreinsun og tiltekt. » Reynir á sálina. Gosið von- andi ekki yfirþyrmandi enda gekk það yfir á fáum dögum. „Framkvæmdin eykur öryggi byggð- arinnar til muna. Þorpið hér hefur orðið fyrir þungum búsifjum vegna sjávarflóða en nú ætti sú hætta að verða úr sögunni,“ segir Siggeir Ing- ólfsson, íbúi á Eyrarbakka og yfir- verkstjóri garðyrkjudeildar Árborg- ar. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var lægsbjóðandi í gerð 170 metra langs sjóvarnagarðs á Eyrar- bakka en tilboð í framkvæmdina voru opnuð fyrir nokkrum dögum. Reistur verður garður austast á Eyrarbakka, það er sunnan við Há- eyrarvelli en verulegt tjón varð í hús- um þar í sjávarflóðum snemma árs 1990. Síðan þá hafa varnargarðar verið reistir á Eyrarbakka og Stokks- eyri og með framkvæmdum nú er stoppað í síðustu göt. Kostnaðaráætlun Siglingastofn- unar vegna framkvæmdarinnar var 8,8 millj. kr. en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er tilbúið að taka verkið að sér fyrir 7,9 milljónir. Alls verður 1.400 rúmmetrum ekið í sjáv- argarðana, sem eiga að verða tilbúnir um miðjan ágúst næstkomandi. Unnið er að fleiri verkefnum á sviði hafnarmála um þessar mundir. M.a. hefur hafnarsjóður Skagastrandar hefur óskað eftir tilboðum í endur- byggingu hafnargarðs þar sem taka skal upp og endurraða 400 rúmmetr- um af grjóti og sprengja um 800 rúm- metra. Verkinu á að ljúka um miðjan september nk. sbs@mbl.is Reisa sjóvarnagarða við byggðina á Eyrarbakka Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eyrarbakki Byggðin verður vel var- in með nýjum sjóvarnagörðum.  Eykur öryggi byggðarinnar til mikilla muna, segir íbúi Blindir á veruleika UMBÓTATILLÖGUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.