Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Þjóðlagasveitin Korka Frá vinstri: Ingibjörg Birgisdóttir, Helga Sighvatsdóttir, Magnús Einarsson, Elva Dögg Valsdóttir, Guðmundur Pálsson og Birgit Myschi. Magnea Gunnarsdóttir var í barnsburðarleyfi. arar við Tónlistarskóla Árnesinga eða núverandi og fyrrverandi nem- endur. Þetta er breytilegur hópur að einhverju leyti líka, því ef einhver forfallast þá köllum við aðra til,“ segir Helga. Angurværð og fjör Meðlimir Korku hófust handa við að afla upplýsinga til að end- urvekja horfinn tíma og skapa tón- list sem gæti líkst þeirri tónlist sem hljómaði hér fyrir 1000 árum. Hóp- urinn flytur íslensk þjóðlög í bland við þjóðlög frá Noregi, Írlandi og Mið-Evrópu. Lögin eru flest útsett af meðlimum Korku, en önnur eru flutt eins og hefðin býður. „Þetta er allt frá angurværum tregafullum íslenskum þjóðlögum og upp í fjöruga trommudansa, tónlist- in er mjög fjölbreytilegt. Við reyn- um að taka ekki þau þjóðlög sem eru mest í gangi en þau fá þó stundum að hljóma inni á milli,“ segir Helga. Litlar sem engar heimildir eru til um tónlistariðkun Íslendinga frá árdögum Íslandsbyggðar. Helsta heimild um tónlistararf Íslendinga er bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög og segir Helga hóp- inn styðjast mikið við þá bók. Víkingaklæði og dans „Það sem er sérstakt við Korku er að við komum alltaf fram í vík- ingaklæðum. Við sækjum í okkar gömlu menningu sem landnemarnir tóku með sér, líka klæðnaðinn og handverkið,“ segir Helga. Korka hefur komið nokkuð oft fram að sögn Helgu miðað við að hópurinn hefur ekki auglýst sig sér- staklega. „Við stóðum ekki fyrir neinum tónleikum sjálf fyrr en í fyrra, en þá héldum við tónleika í Oddakirkju á Rangárvöllum. Við höfum aðallega komið fram á Suður- landi en höfum þó líka brugðið okk- ur í Borgarfjörðinn og til Reykjavík- ur.“ Spurð hvort áheyrendur dansi við tónlist þeirra segir Helga það vera lítið. „Það hefur lítið verið dansað en við höfum einu sinni feng- ið fólk til að dansa við einn sagna- dansinn sem var mjög gaman. Það hefur samt ekki verið á dagskránni hingað til sem fastapunktur.“ Helga segist finna fyrir miklum áhuga á gömlum þjóðlögum. „Það eru allir ósköp jákvæðir gagnvart þessu og það er almennt séð end- urvakning á þjóðlegum gildum.“ Landnámsbær Þjóðlagasveitin Korka kom fyrst fram í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal vorið 2008 á Landnámsdegi sem þar var haldinn. Upplýsingar um Þjóðlagasveit- ina Korku má finna á Facebook. Ef óveðurský liggur yfir manni þá er tilvalið að reyna að létta lundina með söng. Það er alveg undarlegt hvað smá raul getur bætt geð og aukið gleðina. Það þarf ekkert að fara með heilu aríurnar, það nægir að rifja upp stutt kvæði sem leikskólabörn kunna flest. Til dæmis er „Vorvindar glaðir“ af- skaplega gleðjandi og flestir kunna lagið við þennan texta Helga Valtýs- sonar. Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir, geysast um lundinn rétt eins og börn. Lækirnir skoppa, hjala og hoppa, hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn. Hjartað mitt litla hlustaðu á; hóar nú smalinn brúninni frá. Fossbúinn kveður, kætir og gleður, frjálst er í fjallasal. Endilega … … syngið og verið sæl Morgunblaðið/Ernir Börn Lífsglöð og syngjandi. LÁGMÚLI Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 • 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Til leigu eða sölu mjög glæsilegt og vel útbúið samtals 397,7 fm skrifstofuhúsnæði á frábærum stað við Lágmúla 7, Reykjavík. Húsnæðið er vel búið húsgögnum sem geta fylgt með hvort sem um að ræða leigu eða sölu. Um er að ræða alla 5. hæðina auk 40 fm geymslu í kjallara, hæðin var hönnuð af Go Form arkitektum. Húsið er í toppstandi að utan sem innan. Næg bílastæði. Mjög hagstæð leiga eða kaup! Sölumaður: Arnar Sölvason GSM 896-3601

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.