Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 8
Samtök álframleiðenda, Samál, segir að álverð hafi hækkað um fjórðung á einu ári. Þessar miklu hækkanir leiði til aukinna útflutn- ingstekna af áli. Samál segir að við lokun mark- aða á föstudag hafi álver staðið í 2,548 dölum miðað við þriggja mánaða samning. Verðið hafi hækkað um 27% á síðastliðnu ári og nærri 40% ef horft sé til lág- punkts í álverði um mitt síðasta ár. „Þessar miklu hækkanir leiða til aukinna útflutningstekna af áli. Þannig jukust útflutningstekjur af áli á föstu gengi um 5% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Námu þær sam- tals liðlega 56 milljörðum króna,“ segir Samál í tilkynningu. Bent er á að í þeim tilfellum þar sem raforkuverð til innlendra orkufyrirtækja sé tengt álverði skili þessi mikla hækkun umtals- verðri hækkun á raforkuverði. Meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju á síð- asta ári hafi ver- ið 25,7 dalir á megavattsstund, og hafi hækkað um liðlega 30% á milli ára. Álverð nú sé nærri fimmtungi hærra en að meðaltali á síðasta ári. Það samsvari því að meðalverð til stór- iðju sé nú um 30 dalir á mega- vattsstund, miðað við fyrrgreindar tölur Landsvirkjunar. Hafa beri þó í huga að ekki eru allar raforku- tekjur Landsvirkjunar til stóriðju tengdar álverði. Haldist álverð áfram gæti það aukið raforkutekjur íslenskra orkufyrirtækja um liðlega 4 millj- arða króna á þessu ári. Álverðið hátt og auknar tekjur 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Ríkisútvarpið var á flokks-stjórnarfundi Samfylkingar- innar um helgina og rakst þar hlustendum til ánægju á varafor- mann flokksins, Dag B. Eggerts- son. Hann var spurður hvort um- bótamarkmið flokksins væru raunhæf eða bara fallegir draumar.    Dagur átti vita-skuld athyglis- vert svar við þess- ari spurningu:    Ja, við treystum okkur fyrir-fram ekki til að svara því og þess vegna fórum við á alla þessa fundi til þess að ræða við flokks- fólk af því að starfið og hin lýð- ræðislega virkni byggist auðvitað á áhuga þeirra og að fólk sé tilbú- ið að gefa af tíma sínum og þekk- ingu inn í stjórnmálastarf og það er auðvitað ekkert sjálfgefið sér- staklega eftir að traustið í sam- félaginu öllu hrundi svona. En núna erum við, horfum fram á veginn, erum full bjartsýni eftir að hafa rætt við flokksmenn. Það er hugur í Samfylkingarfólki, við teljum að til þess að vera burðar- ás í íslenskum stjórnmálum og hafa, ja, mikil og góð áhrif á sam- félagið í heild þá þurfi þrennt að koma til. Það er skýr krafa um aukna fagmennsku og að ákvarð- anir séu upplýstar. Það er skýr krafa um virkara lýðræði og þátt- töku flokksmanna og einstakra aðildarfélaga og síðast en ekki síst, sem kom kannski sumum á óvart, voru margir sem töluðu um að pólitískt starf mætti vera skemmtilegra og leggja meiri áherslu á það og við ætlum að reyna að sameina allt þetta þrennt.“    Er það virkilega svo að margirsögðu eftir fundina með Degi að pólitískt starf mætti vera skemmtilegra? Óskiljanlegt er að nokkrum skyldi detta það í hug. Dagur B. Eggertsson Dagur og pólitísku umbótakröfurnar STAKSTEINAR Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? Veður víða um heim 29.5., kl. 18.00Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 5 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 8 skúrir Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 13 skúrir Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 16 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 18 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 23 skýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 10 alskýjað Montreal 18 skúrir New York 25 léttskýjað Chicago 16 þrumuveður Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:28 23:23 ÍSAFJÖRÐUR 2:51 24:11 SIGLUFJÖRÐUR 2:32 23:56 DJÚPIVOGUR 2:48 23:02 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við framleiðum ekki eins mikið og æskilegt væri. Sláturleyfishafar eru farnir að hringja í bændur og spyrjast fyrir um hvað þeir eigi af gripum. Verðið á nauti hefur hækkað. Það er þó misjafnt eftir flokkum. Meðaltalshækkunin er á bilinu 15 og 20% á síðustu 12 mán- uðum,“ segir Baldur Helgi Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, um skort á nautakjöti. Í takt við hækkanir á hrávöru Hann segir þróunina ekki ein- skorðast við Ísland. „Nautakjöts- verð erlendis hefur hækkað tals- vert mikið. Nefna má að hjá stærsta nautgripasláturhúsi í Dan- mörku hefur verð hækkað um 12- 13% á árinu. Forsvarsmenn þess fyrirtækis segjast ekki hafa séð jafn hátt verð á nautakjöti í mörg ár. Verð- lagið fylgir því sem er að gerast í hrávöru. Þró- unin er upp á við. Verðið hefur einnig verið á upp- leið hér heima. Sláturfélag Suður- lands tilkynnti um 3% hækkun á ungnautakjöti til bænda sem tekur gildi í dag. Þannig birtist þetta okkur, að það sé fremur skortur á framboði en hitt. Síðustu 12 mán- uði hefur framleiðslan verið 3.800 tonn. Það kjöt hefur allt selst. Markaðurinn gæti vel tekið við nokkurra prósenta aukningu. Í þessu efni verður að horfa til þess að framleiðslutíminn er 2 til 3 ár en um 36 dagar í kjúklingarækt, svo dæmi sé nefnt.“ Mikil spurn eftir nautakjöti  15-20% hækkun að meðaltali síðustu 12 mánuði  SS hækkar verð um 3% í dag Baldur Helgi Benjamínsson Morgunblaðið/Ómar Veislumatur Boðið upp á heilsteikt naut við verslun Krónunnar á Granda. „Neysluvenjur landsmanna hafa breyst mikið,“ að sögn Baldurs. „Þegar uppgangur- inn var hvað mestur í góð- ærinu var talsvert mikil eftir- spurn eftir góðum vöðvum, á borð við lundir. „Skurðinum á skrokkunum hefur verið breytt þannig að það fer meira orðið í hakk- efni. Það er verið að hakka dýrari og betri vöðva,“ segir Baldur. Dýrt kjöt fer orðið í hakkið BREYTTAR NEYSLUVENJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.