Morgunblaðið - 30.05.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 30.05.2011, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 ✝ Þórunn RíkeyJónsdóttir fæddist í Viðey 10. apríl 1930. Hún lést 19. maí síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar: Jón Björn Elí- asson skipstjóri, ættaður frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 1890, d. 1959 og Jóhanna Stef- ánsdóttir húsfreyja, ættuð frá Stykkishólmi, f. 1906, d. 1997. Þórunn var elst fjögurra systk- ina, en þau voru: Árni, f. 1932, d. 2008, skipstjóri í Kanada, kvæntur Hönnu Ragnarsdóttur, Rakel, f. 1944, d. 1997, hús- freyja, gift Marinó P. Hafstein lækni og eftirlifandi er Guð- björg, f. 1940, fyrrv. starfs- mannastjóri RÚV, gift Skúla B. Ólafs rekstrarhagfræðingi. Þórunn fór til náms og starfa maður, f. 22. febrúar 1956, John A. Boulter, grafískur hönnuður, f. 20. nóvember 1957, Robert D. Boulter fiskeld- isfræðingur, f. 9. apríl 1964 og Stefán J. Boulter listmálari, f. 6. júní 1970. Þórunn vann sem menningarfulltrúi hjá Menning- arstofnun Bandaríkjanna á ár- unum 1967 til 1997. Að loknum störfum hjá Menningarstofn- uninni vann hún sem að- stoðamaður sendiherra Banda- ríkjanna til ársins 2006 þegar hún hætti störfum alfarið. Um árabil sáu hún og eiginmaður hennar um TOEFL-, -GMAT-, GRE- og USMLE-prófin sem námsmenn og læknar þreyta til að komast í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Hún vann fyrir Íslenzk-ameríska félagið um árabil og var þar í stjórn. Hún var þátttakandi í International Women of Reykjavík sem er fé- lagsskapur kvenna við sendiráð á Íslandi. Hún var driffjöður um framgang djasstónlistar á Íslandi og var gerður heið- ursfélagi í Jassvakningu. Útför Þórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, mánudag- inn 30. maí 2011, klukkan 13. í Bandaríkjunum árið 1950. Þar kynntist hún verð- andi eiginmanni, Robert D. Boulter, og þau giftu sig 13. ágúst 1955. Heimili þeirra var í Lou- isville, Kentucky í 10 ár. Robert var fæddur í Lincoln, Nebraska 1926. Móðir hans var Pe- arl Cornish frá Dublin á Írlandi og faðir hans Fred Boulter, sem var af enskum og þýskum ætt- um. Robert var viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum í Ken- tucky og starfaði sem slíkur þar til þau Þórunn fluttu til Ís- lands 1965 og hann tók við starfi námsráðgjafa og varð framkvæmdastjóri Fulbright- stofnunarinnar. Robert lést í apríl 1986. Synir þeirra eru fjórir: Fred Boulter III lista- Yndisleg tengdamóðir mín Þórunn Ríkey Jónsdóttir er nú fallin frá eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum og þakka fyrir 20 ára kynni. Við áttum saman ótalmargar ánægjustundir sem ég vil muna og miðla til barnanna minna. Hún var mikil menningar- og heimskona. Þau hjónin ákváðu snemma að njóta lífsins, ferðast og safna upplif- unum og minningum í stað þessa að safna veraldlegum hlutum. Á vissan hátt breytti hún minni sýn á lífið og kenndi mér að njóta líðandi stundar. Stoppa og draga andann, finna lyktina af gróðrinum og horfa á blómin. Hún elskaði sólsetrið, norður- ljósin og stjörnurnar og hvatti aðra til að njóta með sér. Hún var mikið fyrir músik, suður ameríska, klassíska og djass og það var ekki hægt ann- að en hrífast með henni þegar hún lygndi aftur augunum eða fór að dansa með músíkinni. Hún sagði mjög skemmtilega frá mörgum ferðalögum sem hún fór í bæði með Bob og síðar með góðum vinum. Henni tókst í raun að taka mann með í hug- anum og upplifa fjarlægar slóð- ir. Hún einhvern veginn sogaði þetta til sín og upplifði alveg til fulls. Hún gat lýst öllum stöðum sem hún hafði komið til þrátt fyrir að þeir væri margir tugir. Spánn og suður Evrópa voru í miklu uppáhaldi hjá henni mús- íkin, menningin og mannlífið. Elsku Þórunn, takk fyrir allar gjafirnar sem þú hefur gefið mér, bæði andlegar og verald- legar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín Ingiríður Ásta. Elsku tante Tóta. Það eru margar minningar sem fljúga gegnum hugann þeg- ar þú ert horfin á brott. Einna minnistæðastar eru utanlands- ferðirnar sem við mamma fórum með þér og Jóhönnu Lauru. Í París vorum við m.a. búnar að ákveða að næsta ferð okkar yrði til Prag en því miður komumst við ekki þangað. Undanfarna mánuði hef ég svo oft hugsað til þín enda ófá skiptin sem ég hleyp Bauganesið og ekki alls fyrir löngu var mamma að koma úr heimsókn frá þér og ég veifaði ykkur villt og galið. Það var alltaf svo huggulegt að koma til þín og besta lýsingin er að þegar maður kom í Bauganesið komst maður í kósýfíling. Ef eitthvert pirrelsi var til staðar, hvarf það og svo var alltaf einhver þægileg tónlist í bakgrunni. Þú varst líka svo hlýr og góður persónuleiki. Þú varst alltaf að hrósa mér fyrir frammistöðu mína hvort sem það var í námi eða á öðrum svið- um og þegar tilefni gafst til, gafstu alltaf svo fallegar gjafir og kortin sem þú skrifaðir voru svo innileg með þinni fallegu rit- hönd. Það var líka einstakt að upplifa hve sterkt samband þú áttir við syni þína, það fór ekki fram hjá neinum. Í fyrra fórum við mamma með þér á sinfón- íutónleika með Víkingi Heiðari og þá ræddum við um að etv. myndum við næst hlusta á hann í Hörpu. Þú varst svo glæsileg í 80 ára afmælinu þínu fyrir rúmu ári og virkilega gaman að vera þar. Heilsan var orðin mjög bág- borin undanfarnar vikur en þú barðist í gegnum þetta eftir besta mætti og miklum dugnaði. Innilegustu samúðarkveðjur til frænda minna, Stebba, Robba, Freds og Johns. Þín frænka, Jóhanna Skúladóttir Ólafs. Það eru yndislegar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til Tótu frænku, í fal- lega húsinu á Bauganesi eða bú- staðnum á Þingvöllum, en þeir staðir voru henni samofnir og kærir. Sama hvort maður var tíu ára eða þrítugur, alltaf var jafn notalegt að koma í heimsókn og eiga með henni samverustund. Það er ekki gefið að „gamla“ móðursystir manns verði vinur manns, og það jafnvel á hinum fjörlegu unglingsárum, en alltaf sýndi Tóta fullan skilning og var tilbúin að setjast niður og ræða um allt á okkar forsendum, sem vinur. Tóta frænka var hlý og yndisleg manneskja. Þær minningar sem við eigum um hana munu ylja okkur um ókomin ár. Við hugsum með djúpu þakklæti til hennar og samverustundanna. Við sendum Stefáni, Róberti, John, Fred og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur og mömmu sem nú kveður ástkæra systur – Tóta mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Jón Björn og Steinunn. Okkar kæra vinkona, Þórunn Ríkey Jónsdóttir, lést á heimili sínu að kvöldi 19. maí sl. eftir langa og erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Það er alveg sama þó maður viti að hverju stefnir, það kemur altaf jafn óvænt og illa við mann þegar andlátsfregnin kemur, en þá er það helst huggun, að nú sé Þór- unn komin í sumarlandið sitt og þar sé henni tekið opnum örm- um og með miklum fögnuði af sínum nánustu, sem farin eru á undan henni. Þær eru margar ljúfar og góð- ar minningarnar sem rifjast upp þegar hugsað er um liðna tíð. Þær eru óteljandi skemmtilegu samverustundirnar sem við átt- um saman á ferðalögum, bæði erlendis og ekki síður hérna heima og þá er nú Bob heitinn fljótlega kominn með í endur- minningarnar, en hann yfirgaf okkur allt of fljótt, aðeins sex- tugur að aldri í apríl 1986. Þær eru t.d. ógleymanlegar allar in- dælu samverustundirnar sem við áttum í litla sumarhúsinu austur við Þingvallavatn, og svo miklu víðar um landið, bæði í byggðum og óbyggðum. Það var mikill samgangur á milli heimila okkar alla tíð og t.d. urðu drengirnir okkar og þeirra góðir vinir og félagar og léku sér mikið saman, og eru enn góðir vinir, þótt forlögin hafi hagað því þannig, að langt sé á milli þeirra og þeir hittist sjaldan. Móðurmissirinn hlýtur alltaf að vera ein sárasta sorgin sem maður verður fyrir í lífinu og sendum við því þeim bræðrum og fjölskyldum þeirra, svo og Guðbjörgu móðursystur þeirra, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs- blessunar og huggunar með sálminum Kom huggari. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Bergrún og Stefán Unnar. Það er fátt dýrmætara en góðir vinir. Örlögin höguðu því þannig að þegar þau heiðurshjón Bob og Þórunn fluttu til Íslands frá Ameríku keyptu þau hús við sömu götu og við bjuggum við í Skerjafirði. Þetta var lítið og fal- legt timburhús við Baugsveg, eins og gatan hét þá, og þar áttu þau heima alla tíð síðan. Þá var ég 12 ára, Fred var jafn gamall mér, tveimur árum eldri en John, Róbert var 6 ára og Stefán ekki fæddur. Ég kynntist fjölskyldunni strax og fór fljótlega að passa þessa ljúflinga, fyrst Róbert og síðar Stefán. Mér er það svo minnisstætt þegar Þórunn hringdi yfir og bað mig um „að sitja“ eins og hún orðaði það allt- af. Á þessum tíma voru þessi elskulegu hjón í blóma lífsins og nutu þess. Þeirra störfum fylgdi dálítið samkvæmislíf og þá var ekki verra að barnapían var skammt undan og átti stutt heim. Það var afar gott að eiga samneyti við þau, allt stóðst og þau voru mjög „nice“ við mig alla tíð. Það var líka spennandi fyrir mig að kynnast þessu hálf-ameríska heimili, aðal- lega töluð enska og margt öðru- vísi en ég átti að venjast og því framandi fyrir mig. Tíminn leið og að sjálfsögðu kom að því að ég þurfti ekki lengur að „sitja“ hjá strákunum. Þá hófst annar og ekki síðri kafli. Ég giftist ung og byrjaði að búa í húsi afa og ömmu sem heitir Vogur og stendur beint á móti þeirra húsi. Á gamlársdag klukkan að ganga fimm var bankað og við dyrnar stóð Bob og bauð okkur Herði yfir, í drykk fyrir matinn, sem við þáð- um með þökkum. Þessu augna- bliki gleymi ég aldrei, okkur ungu hjónunum þótti okkur sýndur mikill sómi og virðing með þessu boði. Þetta var ynd- isleg stund með þeim og strák- unum. Þessar stundir áttum við eftir að eiga saman næstu 35 árin. Alltaf síðdegis á gamlársdag fór- um við og börnin okkar til þeirra og áttum saman þessa heilögu stund með Þórunni og fjöl- skyldu. Allt var í föstum skorð- um og afslappað. Sömu veitingar öll árin, meðal annars „devild eggs“ sem við höfðum aldrei smakkað fyrr. Allir fengu sinn drykk, sem var alltaf sá sami. Við hlustuðum á jazz, en Þórunn var mikill jazzaðdáandi og var vel að sér í þeim heimi og var víst betri en enginn þegar ís- lenskir jazzáhugamenn voru að flytja inn erlenda jazzspilara. Þá kom hún sterk inn sem starfs- maður sendiráðsins og áhuga- maður um jazz. Þórunn var heimskona, „lady“, ung í anda og gaman að spjalla við hana. Gaman hefur líka verið að fylgjast með strák- unum í gegnum tíðina, þeir eru algjör ljúfmenni og „gentlemen“ Þessar minningar um Þórunni og lífið í kringum hana eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Við munum alltaf minnast Þórunnar og Bob á gamlársdag, þannig verður það að vera hér eftir því ekkert varir að eilífu og allt hef- ur sinn tíma. Við Hörður og krakkarnir, Hjalti, Lára og Selma, sendum Fred, John, Róbert, Stefáni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Við vonumst til að hitta þau áfram á góðum stundum en horfum saman á eft- ir frábærri konu sem við gleym- um aldrei. Sigríður Hjaltadóttir. Þórunn Jónsdóttir var heið- ursfélagi Jazzvakningar ásamt Gunnari Reyni Sveinssyni og Jóni Múla Árnasyni. Nú eru þau öll horfin af þessari lífsstjörnu, en verk þeirra standa: Tónsmíð- ar Gunnars Reynis og víbrafón- leikur, lagasmíðar Jóns Múla og djasstrúboð og einstakur stuðn- ingur Þórunnar við djasslistina, en segja má að hún hafi verið líf- ið og sálin í starfsemi Menning- arstofnunar Bandaríkjanna á Ís- landi allt frá því hún fluttist heim með manni og sonum eftir sextán ára dvöl í Bandaríkjunum þar til stofnunin var lögð niður. Forstöðumenn komu og fóru og lögðu mismunandi áherslur á menningarstarfsemina en ávallt sá Þórunn til þess að djassinn væri í hávegum hafður og tók þá gjarnan höndum saman við Jazzvakningu. Hápunktarnir í þeirri samvinnu voru tónleikar kvartetts Gary Burtons, tríós John Scofields og kvartetts Jon Faddis, allir haldnir í Íslensku óperunni og tónleikar djass- lúðrasveitarinnar frá New Or- leans, The Dirty Dozen Brass Band, á Broadway. Auk þess átti hún þátt í fjölmörgum tónleikum íslenskra djassleikara með bandarískum djassleikurum bæði á Nesvegi og Laugavegi. Ég nefni bara Doug Raney með sveit Björns Thoroddsens, Frank Lacy með Tómasi R. Ein- arssyni og Harry Allen og Jon Weber með Guðmundi Stein- grímssyni og félögum. Svo var tríó Óla Steph. ávallt á næstu grösum. Þetta starf Þórunnar var mikilvægt fyrir íslenskt djasslíf og því var hún kjörin heiðursfélagi Jazzvakningar á 25 ára afmælishátíð félagsins ár- ið 2000, en upp á það var haldið á Jazzhátíð Reykjavíkur með tón- leikum tríós Arne Forchham- mers. Þórunn Jónsdóttir var ein- staklega heillandi manneskja og geislaði af innri sveiflu í hvert skipti sem maður hitti hana. Ég kynntist henni fyrst árið 1978 er haldið var boð fyrir Oscar Pet- erson á Neshaganum. Píanó- meistarinn þjáðist þá af eyrna- bólgu og komst ekki í samkvæmið, en Niels-Henning mætti galvaskur og bætti upp Peterson-leysið. Síðast var ég í gleðskap með Þórunni á áttræð- isafmæli hennar, þar sem hún tók á móti gestum brosandi og synirnir héldu uppi fjörinu. Fyrir hönd Jazzvakningar sendi ég þeim og fjölskyldum þeirra ásamt Guðbjörgu systur hennar, sem var í stjórn Jazz- klúbbs Reykjavíkur á árum áð- ur, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og henni þökkum við áratuga samvinnu í djassgarðinum góða. Vernharður Linnet. Árið 1972 birtust í fréttablaði í Colorado State University þær upplýsingar frá Fulbrightstofn- un á Íslandi að stofnunin væri að reyna að finna háskólalektor í félagsfræði. Væri hægt að sækja um stöðu hjá Háskóla Íslands fyrir haust 1973. Ég hafði verið á Íslandi túristi sumarið 1971 þeg- ar landið dró mig eins og segull og ég vildi finna leið til að koma til baka. Þess vegna sótti ég um starfið og var svo heppin að fá svarið „já“. Bob Boulter var fram- kvæmdastjóri Fulbrightstofn- unarinnar á þeim tíma og tók á móti mér þegar ég kom til Ís- lands í ágúst ’73 til að vera gisti- lektor í námsbraut sem seinna varð Félagsvísindadeild Há- skóla Íslands. Strax urðu hann Bob og konan hans Þórunn nán- ir vinir mínir. Ég hef séð og tal- að við Þórunni svo oft síðan og við höfum gert svo mikið saman – farið í óperu, ferðast fyrir norðan – hún varð hluti af lífinu mínu. Nú er hún dáin, eins og maðurinn hennar. Ég sakna hennar sárt. Fred, Róbert, Johnny, Stefán, hugur minn er hjá ykkur og ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Terry G. Lacy. Þórunn Ríkey Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Í minningu elsku systur minnar með þökk fyrir allt og allt. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Guðbjörg. ✝ Lárus Árnasonfrá Ási á Skagaströnd lést laugardaginn 21. maí 2011 á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi. Hann fæddist í Víkum á Skaga, hinn 18. ágúst 1922 og var því 88 ára að aldri. Hann var yngstur í hópi tíu systkina, sonur hjónanna Árna Antons Guðmundssonar, Bjarna- sonar bónda í Víkum, og Önnu Lilju Tómasdóttur, Markús- sonar. Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Sigurlaug Jónsdóttir frá Kárastöðum á Skagaströnd, f. 25. janúar 1927. Börn þeirra eru Kári Sigurbjörn Lárusson, f. 7. október 1952, og Guðrún Ás- dís Lárusdóttir, f. 9. ágúst 1954. Eiginkona Kára er Kristín Ragn- hildur Sigurðardóttir, f. 15. des- ember 1949, og á hún einn son, Sigurbjörn Jón Kristjánsson. Hans börn eru Kristján Freyr, f. 1988, Rakel Sif, f. 1996, Óli Kári, f. 1999, og stjúp- dóttir hans er Mar- grét Salóme, f. 1988. Eiginmaður Guðrúnar er Ingi- mundur Bernharðs- son, f. 21. febrúar 1955 í Vest- mannaeyjum, og börn þeirra eru Sig- urlaug Lára, f. 19. maí 1975, og Bern- harð Kristinn Ingi- mundarson, f. 11. desember 1981. Sigurlaug á einn son, Georg Þór, f. 2000. Bernharð er giftur Kristbjörgu Bald- ursdóttur, f. 1983, og eiga þau tvö börn, Hilmar Inga, f. 2008, og Heiðdísi Björt, f. 2011. Lárus og Sigurlaug hófu bú- skap sinn í Laufási á Skaga- strönd en fluttu nokkrum árum síðar að Ási þar sem þau bjuggu alla tíð uns þau fluttu á Dvalar- heimilið Sæborg á Skagaströnd. Lárus verður jarðsunginn í Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, mánudaginn 30. maí 2011, kl. 13. „Hann afi þinn var að kveðja.“ Ég vissi vel að afi var mjög veikur og að þetta var óumflýjanlegt en engu að síður bergmála orðin í höfðinu á mér. Afi var kletturinn minn alla tíð. Hann var stór og hraustur og vann hörðum hönd- um allt sitt líf. Ég sat oft og horfði á hann með aðdáun þegar hann klauf staura eins og ekkert væri eða lyfti níðþungum áburðarpok- um. Hann hafði mikið skap og var þrjóskari en jafnvel gengur og gerist. En hann var líka mjúkur og meyr. Hann kenndi mér að umgang- ast dýr af ástúð og virðingu, enda voru flest dýrin hans afar hænd að honum og komu hlaupandi þeg- ar hann kallaði. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með afa mínum í sveitinni. Lífið geymir leyndarmál, sem lærist engum manni. Fyrr en skilur skel frá sál, sem skín frá himins ranni. Margt er það í heimi hér, sem hugnast okkur eigi. En þannig lífsins leiðin er, líkust sveitavegi. Minningarnar fylgja mér, af manni sem ég unni. Með söknuði, afi, sendi þér, smá úr mínum brunni. (Höf. ókunnur.) Elsku hjartans afi minn, takk fyrir allt það góða sem þú kenndir mér og gafst af þér. Takk fyrir allar ljúfu samveru- stundirnar og samtölin. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og elska mig eins og ég er, með kostum og göllum. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín, Sigurlaug Lára. Lárus Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.