Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Meðal viðburða á Listahátíð er sviðsverk sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu 3.-8. júní. Verkið er eftir meðlimi Klúbbsins þá Björn Kristjánsson, Björn Thors, Gunnlaug Egilsson, Hugin Þór Arason, Ingvar E. Sig- urðsson og Ólaf Egil Egilsson. Leikhús- gestir eiga von á óvenjulegri og frumlegri sýningu. Verkinu er lýst sem karlkyns sviðs- verki um hóp listamanna sem ala með sér draum um að afhjúpa æðsta leyndarmál list- arinnar. Þeir halda á vit ókannaðra landa, sleppa öllum sínum sprengjum og ljóstra öllu upp. Verkið byggist að stórum hluta á dansi og líkamstjáningu, en þar er einnig að finna texta. Félagarnir sex hafa unnið sýninguna sam- an, en Gunnlaugur hefur yfirumsjón með dansi og leikstjórn, Björn Kristjánsson, öðru nafni Borko, hefur umsjón með tónlist og hljóðmynd og Huginn sér um leikmynd og búninga. Blaðamaður náði tali af Borko, Gunnlaugi, Hugin Þór og Ingvari, en Björn Thors og Ólafur Egill voru fjarstaddir, við skyldustörf í Noregi að leika í Gerplu. Snillingum fórnað „Þessi sýning Klúbbsins er sett saman á afar lýðræðislegan hátt, í mikilli samvinnu okkar allra, við höfum skapað þetta verk frá grunni, “ segir Gunnlaugur. „Ekkert í sýn- ingunni er ónauðsynlegt. Þetta er ekki skreytilist, verkið er í eðli sínu mjög meitlað og gerist í einföldu afmörkuðu rými þar sem er hvítur stöpull og þríhyrningur.“ „Ég held að þetta verk eigi eftir að fram- kalla alls kyns myndir í huga leikhúsgesta,“ segir Ingvar. „Verkið fjallar um karlaklúbba í öllum hugsanlegum myndum, hvort sem um er að ræða landkönnuði, einhvers konar reglubræður eða hóp listamanna. Við glímum á einhvern hátt við tvíhyggju í þessu verki. Til dæmis í sambandi einstaklings við hópa og það hvernig samfélagið finnur sér sína snill- inga til þess eins að fórna þeim síðar meir. Sú dýrkun er þekkt og þar má sem nýlegt dæmi nefna Michael Jackson. Við lifum á tímum flatlendinga þar sem samfélagið upphefur til þess eins að ná öllum aftur niður á flatlendið. Í verkinu er líka fjallað um egóisma og hvernig menn verða að jarða egóið ef þeir ætla að skapa bandalag og samstöðu og er þess jafnvel þörf í listsköpun, eins og franski listamaðurinn Ben Vautier komst svo vel að orði og verki: „To change art, destroy the ego“. Jafnframt verða landkönnuðir einnig að jarða sitt egó til að allt gangi upp og leið- angurinn heppnist. Við erum að fjalla um regluverk bræðralagsins og samfélagsins og hvernig maðurinn tilheyrir þessu regluverki, helgar sig því eða reynir að kljúfa sig frá því.“ Stemningsgefandi tónlist Þegar þeir félagar eru spurðir um vinnu- ferlið segir Huginn Þór: „Þar sem við byggj- um á eigin hugmyndum hefur verkið tekið breytingum frá degi til dags. Hugmynd sem þótti frábær í upphafi er kannski ekki notuð, en aðrar hugmyndir spretta upp frá henni. Við höfum líka leitað aftur í hugmyndir sem snemma í ferlinu voru lagðar til hliðar. Hvað textanum viðkemur þá fengum við hug- myndir héðan og þaðan, bæði úr skáldverk- um, ljóðum og heimildarbókum. Það flæðir mjög fallega á milli okkar félaganna, það urðu vissulega átök en það er bara hollt. Við erum á skemmtilegu ferðalagi saman.“ Ingv- ar bætir við: „Það var eiginlega hugmyndin með þessu verki að enginn kæmist upp með það að fara í sitt horn heldur værum við allir að vinna saman.“ Borko semur tónlistina í verkinu, en er einnig meðal leikara sýningarinnar. Spurður um tónlistina segir hann: „Tónlistin er frem- ur byggð í kringum hljóð og hljóðmyndir en laglínur og takt þótt slíkt læðist með. Hún er stundum agressív en svo eru fíngerðir þræðir inni á milli.“ Félagar hans bæta því við að tónlist hans sé stemningsgefandi. Borko segir að tónlistin hafi verið samin jafnóðum og sýningin fór að taka á sig form. „Strákarnir voru kannski með spuna á svið- inu og þá fór ég að semja tónlist sem mér fannst passa við það sem þeir voru að gera. Svo fékk ég hugmyndir sem ég vann úr á lengri tíma.“ Sköpuðu helgiathöfn Ingvar er spurður hvort vinnan við þetta verk sé mjög ólík vinnu í hefðbundnu leik- húsi. Hann segir: „Þessi leikhúsvinna er óhefðbundin að því leyti að við leikararnir og dansararnir erum sjálfir að smíða verkið. Svo er sérstakt að við erum að nota líkam- ann eins og form og setjum spennu og átök milli manna inni í rými, án þess að nota orð. Í þessari sýningu er líkaminn oft notaður sem tjáning í stað orða. Þetta er nokkuð sem ég vildi gjarnan vinna meira með.“ Gunnlaugur segir í framhaldinu: „Hvatinn að sýningunni var að etja saman ólíkum listamönnum og um leið listgreinum og gefa átökunum þar á milli sitt pláss. Mér finnst þau átök spennandi og því er verkið ekki einungis unnið í sameiningu heldur einnig flutt í sameiningu hópsins. Félagarnir segja að í sýningunni sé að finna helgiathöfn sem þeir hafi skapað sjálf- ir. „Þessi helgiathöfn varð til í spunum þar sem við vorum sex saman að leika okkur að því að búa til nokkurs konar munstur,“ segir Gunnlaugur. „Það merkilega er að eftir að hafa búið til helgiathöfn frá grunni fundum við í gömlum bókum um helgiathafnir og sáum á myndum nær alveg sömu hreyfingar og við höfðum skapað, eins og til dæmis und- arleg handabönd og líkamsstöður.“ Morgunblaðið/Ernir Fjórir af sex þátttakendum á sviði „Það flæðir mjög fallega á milli okkar félaganna, það urðu vissulega átök en það er bara hollt.“ Sviðsverk um karlaklúbba  Björn Kristjánsson, Björn Thors, Gunnlaugur Egilsson, Huginn Þór Arason, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson leiða saman hesta sína í verki sem þeir sömdu í sameiningu. » Við glímum á einhvern hátt við tvíhyggju í þessu verki. Tildæmis í sambandi einstaklings við hópa og það hvernig sam- félagið finnur sér sína snillinga til þess eins að fórna þeim síðar meir. Sú dýrkun er þekkt og þar má sem nýlegt dæmi nefna Michael Jackson. Við lifum á tímum flatlendinga þar sem sam- félagið upphefur til þess eins að ná öllum aftur niður á flatlendið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.