Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 2
Sijlfíróingur Málgagn Sjálfstæðismanna á Siglufirði Ritstjórar: Steinar Svavarsson og Halldór Halldórsson Ábyrgðarmaður: Guðmundur Skarphéðinsson Prentun: Tunnan prentþjónusta Bæjarmálin 2002 Það er sunnudagsmorgun, ég vakna upp með andfælum af vondum draumi. S-listinn kominn með hreinan meirihluta í bæjar- stjórn, það getur ekki verið. Ég nudda stýrumar úr augunum og átta mig fljótt á því að þetta er alls enginn draumur heldur blákaldur veruleikinn. Er hundfúll framundir hádegi en þetta er ekki heimsendir, lífið mun halda áfram. Ef þetta er það sem fólkið vill þá verður svo að vera. En þó svona hafi farið þá þýðir það ekki að Sjálfstæðismenn séu stikkfrí næstu fjögur árin. Að sitja í minnihluta er mikilvægt verk- efni, nauðsynlegt er að veita meirihluta aðhald. Það höfum við Sjálfstæðismenn reynt að gera að undanförnu með því að benda á það sem betur má fara. Þetta er gert málefnalega og án sleggju- dóma eða skítkasts. Þessu hlutverki munum við sinna út kjörtímabilið eða þar til við komumst í meirihluta að nýju. Um þessar mundir er rólegt yfir bæjarmálunum og lítið gert. Nýr Hankur Ómarsson meirihluti fer sérstaklega varlega í sakirnar til að gera sem fæst mistök og er það svo sem vel skiljanlegt. A þessu mun sennilega verða breyting þegar meirihlutinn hefur áttað sig betur á stöðunni og lagt línurnar fyrir næstu ár. Við Sjálfstæðismenn munum leggja okkar af mörkum og veita góðum málum allan okkar stuðning. En það er ekki hægt að tala um bæjarmálin án þess að landsmálin komi þar við sögu, það eru jú kosningar í vor. Við Siglfirðingar höfum fyrir miklu að berjast og getum verið ánægðir með það sem þegar hefur áunnist. Það sem hæst ber að undanförnu er 7 milljóna króna viðbótarframlag til mann- virkjagerðar í Skarðsdal og 7 milljónir króna til uppbyggingar á Sfldarminjasafni ásamt styrkjum til Þjóðlagaseturs og Herhús- sfélags. Við Siglfirðingar eigum dugmikla þingmenn sem hafa lagt sín lóð á vogarskálamar til að hagsmunamál okkar nái fram að ganga. Ríkisstjómin nýtur eins og áður stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Stefnan er að sjálfsögðu sett á það að Sjálfstæðisflokkurinn fari áfram með stjórn landsmálanna eftir kosningar. Mikilvægt er að við Siglfirðingar tryggjum Sjálf- stæðisflokknum góða kosningu í hinu nýja kjördæmi til þess að geta hér eftir sem hingað til hlúð með sem bestum hætti að hagsmunum okkar. Haukur Ómarsson Óskum SigCfirðingum mzr ogfjczr gíeðiíegra jóía og farsccídar á íwinaruCi ári. Þökkum viðskiptin Ragnars Guðmundssonar RETTINGAVERKSTÆÐI GUNNA

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.