Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 8

Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 8
Sjöunda bekk vel tekið í efra húsi í haust var tekin sú ákvörðun í Grunnskólanum að flytja 7.bekk í efra hús. Þessi hugmynd er ekki ný, en oft hafa skólastjórnendur og skólanefnd rætt þennan kost sérstaklega þegar kröfur um ýmsa sérgreinakennslu hefur komið til en þá hefur vantað pláss í neðra húsi. í framhaldi af þessari ákvörðun var farið í að bæta aðstöðu nemenda í efra húsi, en hún hefur verið vægast sagt léleg í gegn um tíðina. Bömin áttu bara að hætta öllum leikjum, úti og inni þegar þau fluttust í efra hús. Þau þurftu svo að hanga frammi á göngum í frímínútum. En nú hefur aldeilis verið bætt úr þessu með því að setja upp ýmis leiktæki í Salnum svo sem billjardborð, pfluspjald, fótboltaspil og borðtennisborð auk þess sem krakkarnir geta hlustað á tónlist. Tölvuverið er einnig opið fyrir nemendur í frímínútum og allt skipulagt svo enginn verði útundan. Að sögn nemenda eru þeir ánægðir með nýju aðstöðuna og 7. bekkur virðist smella vel inn í hópinn. Jónína skólastjóri segir þetta verða áfram í þróun og það komi til greina að kaupa fleiri tæki og staðsetja á neðstu hæð, en þar er nú aðstaðan að hluta nýtt sem nestisaðstaða og sjoppa. Svo er bara að vona að úti- aðstaðan verði bætt sem fyrst, þá er hægt að bregða sér út og fá sér frískt loft. * Margrét Osk Daysleeper Fyrir stuttu kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Daysleeper sem er eins og áður hefur komið fram, skipuð þremur Siglfirðingum, þeim Jóni Svani Sveinssyni, Brynjari Elefsen og Víði Vernharðssyni ásamt Sverri B. Magnússyni frá Sauðárkróki, Stefáni Pétri Viðars- syni frá Kópavogi og Ingólfi Árnasyni frá Vestmannaeyjum. Að hljómsveitinni kemur svo enn einn Siglfirðingurinn, Sveinn Hjartar- son, ljósmyndari. Hann hefur verið að mynda strákana og má t.d. sjá afraksturinn á forsíðu Undirtóna nú í haust og einnig kom hann að síðasta myndbandi hljómsveitar- innar. Platan sem nefnist EveAlice hefur þegar þetta er ritað selst í um 2500 eintökum sem er framar vonum þeirra félaga. Frá því hljómsveitin var stofnuð fyrir um einu ári, hefur hún komið fram á fjölmörgum uppákomum, t.a.m. í Eyjum um Verslunarmannahelgina, á Airwaves tónlistarhátíðinni, á Coca Cola tónleikum í Kaplakrika, á afmælistónleikum Gauks á Stöng og öðrum ónefndum öldurhúsum horgarinnar. 4. desember s.l. hélt hljómsveitin síðan formlega útgáfutónleika í Tjarnarbíói til að fagna útkomu EveAlice. Tón- leikamir voru vel sóttir og undir- tektir frábærar en framundan er svo áframhaldandi tónleikahald og uppákomur til að fylgja plötunni eftir, meðal annars hér á Siglufirði um jólin. FSS Sjálfstœðisfélögin á Sigtufirði senda Sigtfirðingum bestu óskir um gteðitetj jót og farscetd á komandi ári. V._______________________J

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.