Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 4
Er líður að jólum Jarðgöng tilbúinn til að vinna af heilindum Nú er enn einum áfanganum að stórbættum vegasamgöngum náð. Utboðsgögn vegna jarðgangna milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar verða send verktökum í febrúar, en forútboð hefur þegar farið fram. Jarðgöng fyrir austan verða aftur á móti boðin út nú fyrir jól. Ástæða þess að göngin tvö verða boðin út sitt í hvoru lagi er sú að Vegagerðin krafðist einfaldlega frekari upplýsinga vegna útboðs- gagna og nauðsynlegt þótti að fara betur yfir ýmsa þætti, sem m.a. tengdust snjóflóðavörnum. Frekar en að draga útboð beggja gangna- nna var þessi leið farin. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist við Siglufjarðar- göng árið 2004 og þeim verði lokið árið 2008. Reiknað er með að sama hagkvæmni af samlegðar- áhrifum beggja verkefnanna náist með þessari tilhögun, eins og við að bjóða þau bæði út í einu lagi. Auk þess sem ákveðnir kostir eru taldir fylgja því að gera tvo verksamninga um þessi verkefni. Eins og ævinlega þegar rætt er um fyrirhugaðar stór- framkvæmdir, hverjar svo sem þær kunna að vera, koma mörg, ólík sjónarmið fram og sitt sýnist hverjum um gagnsemi og skyn- semi hverrar framkvæmdar. Eins og flestir vita þá hefur alltaf verið á brattann að sækja varðandi þá miklu framkvæmd að ráðast í jarðgöng milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar og margir orðið til að gagnrýna þá aðgerð og jafnvel lýsa andstöðu við hana. En ákvörðunin er sem betur fer tekin og frá henni verður ekki hvikað - Sigríður Ingvarsdóttir okkur Siglfirðingum sem og landsmönnum öllum til hagsbóta. Framboðsmál Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í hinu nýja Norðaustur- kjördæmi var ákveðinn á fjöl- mennu kjördæmisþingi á Akureyri nú nýverið. Uppstilling listans gekk vel og um hann ríkir sátt. Sitjandi þingmenn leiða listann sem í heild er skipaður hæfileika- ríku, duglegu fólki, - konum og körlum hvaðanæva úr þessu stóra kjördæmi. Mig langar til að staldra aðeins við þessa umræðu sem verið hefur um „rýran hlut kvenna hjá Sjálfstæðisflokknum”. Ég er ekki sammála þeim fullyrðingum að Sjálfstæðisflokkurinn sé á ein- hvern hátt kvenfjandsamlegur og konur eigi þar erfitt uppdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt, á og mun eiga röggsamar konur á þingi. Mestu máli hlýtur að skipta að á þingi sé hópur manna (konur eru líka menn) sem vill og er að hverju því máli sem má verða landsmönnum til heilla. Framtíðin Við höfum sem betur fer ástæðu til að líta framtíðina björtum'augum. Við höfum búið við styrka stjórn undanfarin ár. Efnahagsmálin eru undirstaða öflugs atvinnulífs og aukinnar velsældar. Minnkandi verðbólga ásamt hverfandi viðskiptahalla við útlönd sýnir skjóta aðlögun efnahagslífsins að auknu jafnvægi og rennir styrkari stoðum undir hagvöxt næstu ára. Tækifæri og vaxtabroddar liggja víða og í landinu býr öflug þjóð sem er þess máttug að nýta sér þau tækifæri. Nú líður að jólum og á jólum reynum við að víkja hvunn- deginum frá okkur og gleðjast í sálu og sinni og leyfa okkur að verða börn á ný. Jólagleðin býr um sig í hjörtum okkar og til- hlökkunin vex með hverjum degi. Ég er mikið jólabarn og jólin og aðventan hafa ávallt vakið mér mikla gleði, ekki bara vegna hins trúarlega inntaks heldur einnig vegna þess að jólin eru líka hátíð hefðanna í mínum huga. Hver einasti skrautmunur á sér sögu og minningar, ákveðin lykt vekur angurværð og tilhlökkun og jafn hversdagsleg athöfn og að kaupa ávexti fær á sig hátíðarblæ. Ég sendi Siglfirðingum nær og fjær, sem og landsmönnum öðrum, hugheilar óskir um gleði- leg jól og farsæld um alla framtíð. Sigríður Ingvarsdóttir

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.