Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 23.12.2002, Blaðsíða 3
Ný stefnumótun í skólamálum Árið 1996 gerði Guðmundur Þór Ásmundsson skólaráðgjafi úttekt á starfi Grunnskóla Siglu- fjarðar, að beiðni þáverandi skóla og menningamefndar. Niðurstöður hans komu fram í skýrslu í september 1996. í skýrslunni komu m.a. fram tillögur um að fara í kerfisbundna stefnumótun til framtíðar sam- hliða átaki í byggingu og viðhaldi á skólahúsnæði. Skóla og menningamefnd sam- þykkti á fundi 4.júlí 1996 að stofna til stefnumótunamefndar. í hana voru skipuð þáverandi skólafulltrúi, skólastjóri, aðstoðar- skólastjóri, formaður skóla- nefndar, fulltrúi kennara, fulltrúi foreldra auk skrifstofustjóra bæjarins til að vinna að stefnu- mótun í skólamálum til næstu fimm ára. Skólanefnd samþykkti síðan á fundi 25. september 1996 að tveir bæjarfulltrúar kæmu inn í vinnu- hópinn. Hópurinn starfaði frá 15 .október 1995 og síðasti fundur- inn var 28.apríl 1996. Samtals voru haldnir 15 fundir. Húsnæði og búnaður voru skoðuð og stundum komu gestir sem Margrét Ósk Harðardóttir tengdust þeim málum sem voru til umræðu. Unnin voru markmið sem eiga að lýsa því hvernig meginstefnan verði látin rætasí og breytast í raunveruleika á næstu fimm árum. Markmið voru gerð fyrir húsnæði, starfsmannahald, félagsmál neme- nda, sérfræðiþjónustu og búnað skólans. Áfangaskýrslu um starfs- mannahald var skilað í byrjun apríl 1996 í ljósi þess að ákvörðun vegna breyttra hugmynda um stjórnun skólans þurfti að liggja fyrir. Undirrituð starfaði í hópnum sem fulltrúi foreldra og tel ég að vel hafi tekist til. Mikið og metnaðarfullt starf var unnið af hópnum sem heild og að öðrum ólöstuðum tel ég að stjórnandi nefndarinnar þáverandi skóla- fulltrúi Jónína Magnúsdóttir hafa staðið sig sérstaklega vel. Samkvæmt grunnskólalögum er skólum skylt að vinna að sjálfsmati og er Grunnskóli Siglufjarðar að fara af stað með verkefni sem lýtur að því. Samhliða því tel ég nauðsynlegt að Siglufjarðarkaupstaður stofni aftur til stefnumótunarnefndar þar sem ný markmið og áherslur verði mótaðar til næstu fimm ára. Megnistefnu er ætlað að leggja línurnar og undirmarkmiðum ætlað að skýra með hvaða hætti meginstefnunni mætti ná. Tekið er mið af þeirri stöðu sem ríkir þegar hópurinn er við störf og horft til næstu fimm ára. Til þess að meginstefnan verði að veru- leika þarf að ákveða hverjir vinni að henni. Margrét Ósk Harðardóttir Óskum Siglfirðingum mzr ocj jjczr gíeðiíegra jó(a og farsceídar á fcomandi ári. ____________Þökkum viðskiptin Byggingafclagið BERG SIGLFIRÐINGUR ÍSLANDSBANKi Þormóður rammi -Sæberg hf.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.