Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 9
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sextán ný gena- svæði í gena- mengi mannsins sem vísindamenn Hjartaverndar hafa uppgötvað og tengjast starfsemi lungna dýpka skilning á þróun langvinnrar lungnateppu og greiningu á henni. Þetta segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Langvinn lungnateppa er sjötta algengasta dánarorsökin í heimin- um en talið er að hún verði sú þriðja algengasta árið 2020. „Þetta er krónískur sjúkdómur sem er erf- iður í meðhöndlun, kostnaðarsamur og þungur fyrir einstaklinga að hafa,“ segir Vilmundur. Erfðir á meðal áhættuþátta Reykingar og mengun eru á með- al ástæðna þess að sjúkdómurinn verður algengari en erfðaþættir spila þar einnig inn í að sögn Vil- mundar. Helsta ástæðan er þó veruleg fjölgun aldraðra í samfélag- inu. „Með þessum hratt vaxandi fjölda aldraðra á næstu árum má búast við að sjúkdómurinn verði stærra vandamál fyrir fólk. Það er veruleg- ur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfi og einstaklinga sem fylgir honum.“ Hjálpar til við greiningu Rannsóknin náði til nærri hundr- að þúsund einstaklinga, þar á meðal þátttakenda í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Var hún gerð í sam- vinnu við alþjóðlegan hóp vísinda- manna og birt í vefútgáfu vísinda- tímaritsins Nature Genetics. „Rannsóknin hjálpar til við að skilja þróun sjúkdómsins, finna betri aðferðir til að greina þá ein- staklinga sem eru í aukinni áhættu og hugsanlega hafa áhrif á sjúk- dóminn eða jafnvel seinka þróun hans verulega,“ segir Vilmundur. Varpa nýju ljósi á lungnateppu  Hjartavernd uppgvötaði ný genasvæði Stór rannsókn » Um 100.000 manns tóku þátt í rannsókninni og geng- ust þeir undir ítarlegar vís- indalegar mælingar. » Nærri öll genin sem fund- ust sýndu virkni í lungnavef. Varpa þau ljósi á hvaða efna- skipta- og frumferlar eiga í hlut í þróun langvinnrar lungnateppu. » Sum genanna sýndu teng- ingu við hæð, lungnakrabba- mein og hjartaáföll. Vilmundur Guðnason FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Laugardag- inn 15. októ- ber nk verður haldin Ís- landsmeist- arakeppni í ökuleikni á rútum og trukkum. Um er að ræða síðari helming Íslandsmeistarakeppninnar í Ökuleikni en fyrri hlutinn fór fram í september og var þá keppt á fólks- bílum. Keppnin fer fram hjá Öku- skólanum við Borgartún í Reykjavík og hefst kl. 12. Keppnin er í tveimur flokkum, rútu- og trukkaflokki, og má keppa í báðum flokkum. Keppn- in er opin öllum sem hafa réttindi til að aka rútum og/eða trukkum. Keppendur mynda lið og verða verðlaun veitt því liði og einstaklingi sem stendur sig best. Keppt í ökuleikni Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Útsala Buxnatilboð, þú velur tvær mismunandi buxur og færð þær ódýrari fríar. Hægt að velja þrjár flíkur og greiða aðeins kr. 5.000. Opið: Fimmtudag og föstudag kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-14 Kíktu það borgar si gTunika á mynd kr. 3.900.- LISTMUNA UPPBOÐ Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is 10-17 virka daga 10-12 laugardaga Opnunartímar Getum enn tekið við verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Áhugasamir hafi samband við Ólaf í síma 893 9663 eða oli@gasar.is. Valtýr Pétursson JÓLIN ERU KOMIN HJÁ OKKUR! www.rumfatalagerinn.is Karlaklefinn hefur aftur göngu sína í mbl. sjónvarpi í dag en að þessu sinni hefur taflborðinu verið snúið við og kemur það í hlut Ein- ars Bárðarsonar að láta villtustu drauma Loga Geirssonar rætast en handboltahetjan þráir ekkert heitara en að verða poppstjarna. „Núna er hann svona eins og Barry Manilow en við ætlum að reyna að breyta því,“ segir Einar, sem átti á brattann að sækja í bar- áttunni við aukakílóin í síðustu seríu. Að gera Loga sviðshæfan verður enn meiri áskorun, segir hann. „Íslendingar eru að upplagi bjartsýn þjóð og hugsanlega, á góðum degi, með einbeittum brotavilja, þá er þetta mögulega hægt,“ segir Einar. Hann segir Loga hafa stillt sér upp við vegg. „Ég kom heim til hans og þá var sjónvarpsliðið mætt og þetta var eins og þegar einhver biður sér konu á körfuboltaleik í beinni út- sendingu; það hefði verið svo lé- legt að segja nei.“ Úr Barry Manilow í poppstjörnu Íslands Morgunblaðið/Ómar Poppstjarna Einar ætlar að gera sitt besta til að láta drauma Loga rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.