Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Sudoku Frumstig 7 6 5 4 1 4 1 2 6 3 7 9 3 3 4 6 9 5 6 5 1 2 9 1 4 6 5 2 1 8 7 1 6 9 4 9 1 5 4 1 7 8 5 9 2 5 2 9 7 4 9 5 1 5 6 2 1 9 6 3 1 4 2 6 5 8 5 8 9 4 7 2 6 4 9 6 7 2 5 1 3 8 2 7 1 4 3 8 5 9 6 5 3 8 9 1 6 7 4 2 1 6 4 3 9 7 8 2 5 9 2 5 8 6 1 3 7 4 3 8 7 2 5 4 9 6 1 8 1 2 6 7 9 4 5 3 7 4 3 5 8 2 6 1 9 6 5 9 1 4 3 2 8 7 2 3 9 4 7 5 1 8 6 7 8 4 6 3 1 2 5 9 6 5 1 9 2 8 4 3 7 3 2 8 5 6 4 9 7 1 4 7 6 1 9 3 8 2 5 1 9 5 7 8 2 6 4 3 9 1 2 3 4 7 5 6 8 8 6 3 2 5 9 7 1 4 5 4 7 8 1 6 3 9 2 1 9 4 7 2 5 6 3 8 6 3 7 9 8 4 5 2 1 8 5 2 1 3 6 7 9 4 9 2 6 8 5 1 4 7 3 3 7 1 4 6 9 2 8 5 4 8 5 3 7 2 1 6 9 7 1 8 6 4 3 9 5 2 5 4 3 2 9 7 8 1 6 2 6 9 5 1 8 3 4 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 14. október, 287. dagur ársins 2011 En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Hópur erlendra félaga Víkverjavar á ferð í Reykjavík um liðna helgi, naut heimsóknarinnar í botn og flestir fengu sér meðal annars að borða á Tapas barnum í kjallara gamla Geysishússins við Vest- urgötu. Þeir rómuðu staðinn og einn ferðalanganna, sem hefur ferðast víða um heim, sagði að staðurinn væri í heimsklassa. x x x Fáeinir í hópnum ákváðu aðgeyma Tapas barinn þar til í næstu heimsókn en þegar Víkverji sagðist ætla þangað í vikunni vildu þeir fá álit hans á staðnum. Það hef- ur þegar verið gefið. Frábær staður, flott umhverfi, sérlega góður matur í skömmtum sem hver og einn velur sér, kurteist, vinalegt og almenni- legt starfsfólk, góð þjónusta, verð við allra hæfi. Það eina sem Víkverji setur út á er tónlistin, sem var of há- vær að hans mati, en kannski var það bara tilfallandi vegna sérstakra afmælisdaga. x x x Víkverji er þeirrar gerðar að farihann á veitingastaði eða bari vill hann geta heyrt í viðmælendum sínum og forðast staði þar sem ekki heyrist mannsins mál. Að þessu sinni kunnu flestir gestirnir í um- ræddum hópi hins vegar best við sig þar sem tónlistin var sem hæst og Enski barinn við Austurvöll var þeirra helsta athvarf fyrir svefninn. Þeir eldri í hópnum vildu samt frek- ar ræða málin í góðra vina hópi á Vínbarnum við Kirkjutorg. x x x Þegar Víkverji borðaði á Tapasbarnum í vikunni var hvert sæti skipað. Hins vegar var þjónustan hröð og markviss og fólk þurfti ekki að bíða lengi eftir borði. Kannski hafði háværa tónlistin þau áhrif að gestir bara borðuðu og fóru svo en næst ætlar Víkverji að gefa sér meiri tíma á þessum frábæra stað og njóta réttanna og umhverfisins í botn. Tapas barinn og Vínbarinn er góð tvenna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 frítíma, 8 gang- braut, 9 nabbar, 10 spil, 11 afhenti, 13 rjóða, 15 dæld, 18 trufla, 21 aðstoð, 22 káta, 23 sívinnandi, 24 markmið. Lóðrétt | 2 rangt, 3 lét, 4 lét sér lynda, 5 dósar, 6 mynni, 7 hafa fyrir satt, 12 hreinn, 14 elska, 15 komma, 16 óhreinkaði, 17 fáni, 18 guð, 19 málminum, 20 smábita. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 þukla, 4 gegnt, 7 kúgað, 8 féleg, 9 afl, 11 tása, 13 kurr, 14 skæra, 15 þökk, 17 rugl, 20 æði, 22 klökk, 23 lubbi, 24 tapað, 25 tíðni. Lóðrétt 1 þykkt, 2 kuggs, 3 arða, 4 gafl, 5 guldu, 6 togar, 10 frægð, 12 ask, 13 kar, 15 þekkt, 16 klöpp, 18 umboð, 19 leifi, 20 ækið, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Brot á þumalfingursreglu. Norður ♠10832 ♥D6 ♦ÁK954 ♣G10 Vestur Austur ♠D64 ♠G97 ♥109 ♥G853 ♦G72 ♦D106 ♣ÁD975 ♣643 Suður ♠ÁK5 ♥ÁK742 ♦83 ♣K82 Suður spilar 3G. Í enskri bridstungu er mikið til af leiðbeinandi þumalputtareglum. Ein er second hand low – láttu lægsta spilið í annarri hendi þegar sagnhafi sækir lit. Þessi regla er góðra gjalda verð, en algild er hún ekki, eins og spilarar þekkja vel af eigin raun. Það getur hins vegar verið erfitt að finna rétta tímann til að beygja af leið. Eftir opnun á 1♥ verður suður sagnhafi í 3G. Út kemur ♣7 (fjórða hæsta) og blindur á fyrsta slaginn. Sagnhafi tekur á ♥D, spilar hjarta og … ja, nú þarf austur heldur betur að sveigja af hefðbundinni slóð og rjúka upp með hjartagosa! Ef hann fylgir leiðbeiningu þumalputtans og setur smátt í slaginn, mun suður gera það líka og þá er níundi slag- urinn frír án þess að vörnin fái neitt að gert. 14. október 1939 Laxárvirkjun, rafstöð Ak- ureyrar við Laxárfossa í Þing- eyjarsýslu, tók til starfa. Hún var 2000 hestöfl og fengu Ak- ureyringar þá „nóg rafmagn til ljósa, suðu og iðnaðar,“ að sögn Þjóðviljans. 14. október 1961 Aldarafmælis séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og prests var minnst með hátíða- höldum á Siglufirði. Bjarni er einkum þekktur fyrir söfnun og útgáfu íslenskra þjóðlaga. 14. október 2006 Tónverkið Edda I eftir Jón Leifs var flutt í fyrsta sinn í heild í Háskólabíói. „Tímamót í íslenskri tónlistarsögu,“ sagði gagnrýnandi Morg- unblaðsins. 14. október 2009 Djúpvegur um Arnkötludal var formlega tekinn í notkun. Leiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttist þá um 42 kílómetra. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Dagurinn í dag verður nú bara frekar rólegur. Við hjónin erum fimmtug bæði með þriggja vikna millibili, þannig að við ákváðum bara að slá saman í eina veislu á laugardaginn. Við ætlum bara að vera í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Sigríður Marta Gunnarsdóttir, bókari, en hún verður fimmtug í dag. Maðurinn hennar á hins vegar afmæli eftir þrjár vikur, í nóvember. Aðspurð tekur Sigríður undir það að ákveðin hagkvæmni felist í því að svo stutt sé á milli af- mælanna. „Þetta er náttúrlega sama fólkið og það nennir kannski ekkert endilega að vera að koma í veislur með bara nokkurra daga millibili hjá sama fólkinu,“ segir hún og hlær. Sigríður starfar sem bókari sem fyrr segir og hefur starfað við það nokkuð lengi. „Ég er búin að vera í þessu meira eða minna alla mína tíð, eða um það bil síðustu tuttugu árin eða svo,“ segir hún. Hún býr á Selfossi og hefur búið þar meira eða minna síðan hún var barn að eig- in sögn. „Amma og afi áttu heima hér og ég hef verið þarna mjög mik- ið í gegnum tíðina og búið hér sjálf,“ segir hún og bætir því við að henni líki það mjög vel. hjorturjg@mbl.is Sigríður Marta Gunnarsdóttir er fimmtug í dag Tvöfalt fimmtugsafmæli Nýirborgarar Reykjavík Laufey Sigrún Sigmarsdóttir og Steindór Gíslason eignuðust dóttur 12. september kl. 4.52. Hún vó 17 merkur og var 54 cm löng. Flóðogfjara 14. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.13 0,5 7.19 4,0 13.31 0,6 19.34 3,7 8.15 18.14 Ísafjörður 3.18 0,3 9.16 2,1 15.39 0,4 21.28 1,9 8.26 18.13 Siglufjörður 5.27 0,3 11.39 1,3 17.49 0,2 8.09 17.56 Djúpivogur 4.36 2,2 10.51 0,5 16.46 1,9 22.53 0,4 7.46 17.42 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Heiðarleikinn er það sem dugar best bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Samtal við vin mun einmitt sýna fram á þetta. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vertu þolinmóð/ur við einhvern sem fer í taugarnar á þér. Ekki láta það á þig fá þó þú fáir drauma þína uppfyllta 1, 2 og 3. Að- stæður snúast þér í hag. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Skraf getur verið undanfari við- skipta. Smá umtal er betra en ekkert - ekki satt? Þú þyrftir að hægja á í félagslífinu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þegar þú gerir þér grein fyrir hvað þú vilt ekki, þá ertu rokin/n. Raunverulegir vinir standa með manni. Færðu næga hreyfingu? Ef ekki gerðu þá eitthvað í málunum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert enginn kjáni, og fólk leitar til þín í vandræðum sínum. Þín bíða tækifæri í svo mörgu að þú veist ekki hvar skal byrja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Talaðu um drauma þína og væntingar, þannig kynnist fólk þér betur. Vinnan tekur mikið af tíma þínum, ekki láta það bitna á þínum nánustu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Farðu á fundi eða á framandi slóðir, - smá tilbreyting er af hinu góða. Smá óhapp kemur af stað ótrúlegri atburðarás. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér tekst að sýna gleði á yf- irborðinu þótt undir niðri eigir þú við erfið vandamál að stríða. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hafðu auga með öllum smáat- riðum, hvort sem þér finnst þau skipta ein- hverju máli, eða ekki. Láttu þér ekki bregða en þú færð fljótlega tilboð sem á eftir að breyta lífi þínu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú er rétti tíminn til þess að dusta rykið af gamalli áætlun. Vertu ekki of fljót/ur á þér að afskrifa ráðleggingar og hugmyndir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hegðun samstarfsfólks er illskilj- anleg í dag. Til þín streyma yfirlýsingar frá hinum og þessum um góðan hug í þinn garð. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert uppfull/ur af orku og vellíðan, það er vegna þess að þú hefur lagt mikið á þig til þess. Bros getur breytt miklu. Stjörnuspá Hjónin Kristín Svava Agnars- dóttir og Garðar Pétursson, Að- algötu 5 í Kefla- vík, eiga sextíu ára brúðkaups- afmæli í dag, 14. október. Þau eyða þessum merkisdegi í faðmi fjölskyldunnar. Demantsbrúðkaup 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 Bc8 7. e3 e5 8. Bxc4 exd4 9. exd4 Be7 10. O-O O-O 11. He1 Rd5 12. Rf3 Bg4 13. h3 Bxf3 14. Dxf3 Rb6 15. Bb3 Bb4 16. Bf4 a5 17. Dg3 R8d7 18. Bg5 Db8 19. Bf4 Dd8 20. Bc2 He8 21. Bg5 Hxe1+ 22. Hxe1 Df8 23. Dh4 g6 24. He3 Rc4 25. Hf3 He8 26. Bb3 Rd6 27. g4 He1+ 28. Kg2 De8 29. Bf4 He7 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2427) hafði hvítt gegn franska kollega sínum Stephane Hautot (2405). 30. Bxd6! Bxd6 31. Re4! Db8 svartur hefði einnig tapað eftir 31… Hxe4 32. Bxf7+ Dxf7 33. Hxf7 Kxf7 34. Dxh7+ Ke6 35. Dxg6+. 32. Rg5 Rf8 33. Rxf7 Re6 34. Df6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.