Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Yfir 520 manns hafa týnt lífi af völdum flóða í Suðaustur-Asíu síðustu tvo mánuði. Að minnsta kosti 280 manns hafa farist í Taílandi og lýst hefur verið yfir neyðarástandi í 26 af 77 héruðum landsins. Minnst 207 manns, þar af 83 börn, hafa beðið bana í Kambódíu. Í Víetnam hafa flóðin kostað 34 manns lífið og flestir hinna látnu eru börn. Flóðin hafa einnig valdið miklu eignatjóni og margir bændur hafa orðið fyrir búsifjum. 200 km TAÍLAND LAOS KAMBÓDÍA VÍETNAM Bangkok Phnom Penh Vientiane Hanoi SKÆÐ FLÓÐ Í ASÍU Suður- Kínahaf Víetnam Getur ekki efnt samninga um útflutning á 520.000 tonnum af hrísgrjónum vegna flóða Svæði þar sem flóð hafa valdið tjóni frá því um miðjan ágúst Taíland Siglingar vöruflutningapramma hafa stöðvast vegna vatnavaxta í ám og ferming skipa hefur tafist vegna úrhellis. Útflutningur á a.m.k. 300.000 tonnum af hrísgrjónum hefur tafist Í janúar-ágúst – milljónir tonna Í janúar-ágúst – milljónir tonna 0 2 4 Filippseyjar Nígería Íran Indónesía Írak Sádi-Arabía Malasía ESB-ríki Fílabeinsstr. Suður-Afríka Taíland Víetnam Pakistan Indland Kambódía Úrúgvæ Búrma Brasilía Argentína Kína 0 2 4 6 8 HELSTU INNFLYTJENDUR HELSTU ÚTFLYTJENDUR Heimildir: OCHA, USDA INNFLUTNINGUR OG ÚTFLUTNINGUR HRÍSGRJÓNA Í HEIMINUM Hundruð hafa látið lífið Konungur Bútans, Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, kvæntist í gær unnustu sinni, Jets- un Pema, tvítugri námskonu. „Drekakonungur- inn“, eins og hann er oft nefndur, er 31 árs og nýtur mikilla vinsælda í landinu. Konungurinn afsalaði sér alræðisvöldum 2008 og lýðræði var þá komið á. Bútan er eina ríkið sem hefur það að yfirlýstu markmiði að auka „verga þjóðar- hamingju“ frekar en verga þjóðarframleiðslu. Hamingjan er sögð hafa stóraukist við kon- unglega brúðkaupið. Brúðhjónin heilsa hér fjöl- miðlamönnum eftir að þau voru gefin saman. Reuters Verg þjóðarhamingja eykst í Bútan Mannréttinda- samtökin Am- nesty Inter- national hafa birt skýrslu þar sem nýju ráðamenn- irnir í Líbíu eru hvattir til að binda enda á pyntingar í fang- elsum og hand- tökur án dóms og laga. Í skýrslunni segir að fram hafi komið vísbendingar um að margir fangar hafi verið pyntaðir í fang- elsum líbíska þjóðarráðsins sem á að stjórna landinu til bráðabirgða eftir að Muammar Gaddafi einræðisherra var steypt af stóli. Liðsmenn nýju valdhafanna eru einkum sakaðir um illa meðferð á ungum mönnum frá Afríku sunnan Sahara sem eru sakaðir um að hafa verið málaliðar Gaddafis. Talið er að vopnaðir liðsmenn þjóðarráðsins hafi tekið hundruð svartra farandverkamanna til fanga þótt engar sannanir séu fyrir því að þeir hafi barist fyrir Gaddafi, að sögn fréttavefjar BBC. bogi@mbl.is Fangar pyntaðir í Líbíu  Amnesty gagn- rýnir handtökur Meintir málaliðar í fangelsi í Trípóli. Breska dagblaðið The Guardian hef- ur sakað Evrópuútgáfu The Wall Street Journal um að hafa gefið les- endum og auglýsendum ranga mynd af útbreiðslu blaðsins með vafasömu samstarfi við evrópsk fyrirtæki sem hafi keypt þúsundir eintaka af blaðinu á gjafverði. Samstarfið hófst í janúar 2008 og nær til fyrirtækja sem hafa styrkt sérstök námskeið fyrir háskólanema sem eru taldir líklegir til að verða leiðtogar í framtíðinni. The Wall Street Journal umbunaði fyrirtækj- unum með því að setja þau á sér- stakan lista sem birtur hefur verið í blaðinu. Fyrirtækin greiddu fyrir þessa auglýsingu með því að kaupa þúsundir eintaka af blaðinu á aðeins 1-5 evrusent hvert eintak. Þessum blöðum mun síðan hafa verið dreift til háskólanema. Eintakið á 1,60 krónur The Guardian segir að þetta fyrir- komulag hafi verið umdeilt og vafa- samt. Enginn viti hvort háskólanem- arnir hafi lesið blöðin. Stofnun, sem fylgist með útbreiðslu blaða í Bret- landi, Audit Bureau of Circulation (ABC), úrskurðaði þó að þetta fyrir- komulag samræmdist lögum. The Guardian segir að á síðasta ári hafi rúm 40% upplags Evrópu- útgáfu WSJ verið seld með þessum hætti, eða 31.000 af alls 75.000 seld- um eintökum á dag. Eitt fyrirtækjanna, hollenska ráð- gjafarfyrirtækið Executive Learn- ing Partnership, keypti 12.000 ein- tök á dag fyrir aðeins eitt evrusent hvert, eða 1,60 krónur. Á einu ári keypti fyrirtækið alls 3,1 milljón ein- taka fyrir 31.080 evrur, sem svarar tæpum fimm milljónum króna. Að sögn The Guardian varaði einn starfsmanna The Wall Street Journ- al útgefendur blaðsins í New York við þessu fyrirkomulagi en honum var síðar sagt upp störfum. bogi@mbl.is WSJ sakað um blekkingar  40% upplagsins í Evrópu nánast gefin Reuters Ódýrt? Fyrirtæki Ruperts Murdoch gefur út The Wall Street Journal. Hæstiréttur Danmerkur tók í gær fyrir mál Grænlendings sem not- færði sér mistök banka til að gleðja samborgara sína og létta þeim lífs- baráttuna. Bankinn stofnaði reikn- ing á nafni mannsins fyrir mistök og innistæðan nam jafnvirði 28 milljóna íslenskra króna. Maðurinn færði peningana inn á annan reikn- ing og notaði megnið af fénu til að kaupa sér lítinn bát og tölvu, auk þess sem hann keypti farsíma handa öllum í fjölskyldu sinni. Hann fór síðan í matvöruverslun í heimabæ sínum og fyllti inn- kaupakerrur af mat handa fólki sem hann taldi þurfa á hjálp að halda. Hann útbýtti einnig pen- ingum meðal fátækra íbúa bæjarins Nanortalik og hefur því verið kall- aður „Hrói höttur Grænlands“. Dómstóll á Grænlandi dæmdi manninn til 100 tíma samfélags- þjónustu, áfengismeðferðar og meðferðar hjá sálfræðingi. „Hrói hött- ur“ fyrir rétt Grænland Saksóknari í Frakklandi hefur ákveðið að falla frá rannsókn á ásökunum rithöf- undarins Tristane Banon sem kærði Dom- inique Strauss- Kahn, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir til- raun til nauðgunar. Saksóknarinn segir að sannanir séu fyrir því að kynferðisárás hafi átt sér stað en þar sem fyrningarfresturinn sé lið- inn sé ekki hægt að fara lengra með málið. Í Frakklandi er kynferðis- árás ekki álitin eins alvarlegur glæpur og nauðgunartilraun og fyrningarfresturinn styttri. Banon sakar Strauss-Kahn um að hafa reynt að nauðga sér árið 2003. Fallið frá rannsókn Dominique Strauss-Kahn Mál Strauss-Kahns Dow Jones & Co, dótturfélag News Corporation, fyrirtækis auðkýf- ingsins Ruperts Murdoch, gefur The Wall Street Journal út. Andrew Langhoff, framkvæmdastjóri Dow Jones & Co, tilkynnti í fyrradag að hann hefði ákveðið að segja af sér vegna samstarfs Evrópuútgáfu blaðsins við hollenska fyrirtækið Executive Learning Partnership (ELP). Ástæðan var sögð sú að grunsemdir hefðu vaknað um að samstarfið hefði haft áhrif á um- fjöllun blaðsins um fyrirtækið. The Guardian segir að Langhoff hafi fengið tvo blaðamenn WSJ til að skrifa greinar um ELP til að tryggja að fyrirtækið hætti ekki ofangreindu samstarfi við Evrópu- útgáfu blaðsins. Sagði af sér vegna málsins HAFÐI ÁHRIF Á RITSTJÓRNAREFNI BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.