Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Margir þeirra sem vinna við Búðar- hálsvirkjun unnu við Kárahnjúka- virkjun um lengri eða skemmri tíma. Á ýmsu gekk við framkvæmdina fyr- ir austan og er reynt að taka mið af þeirri reynslu, eftir því sem kostur er. „Þetta er bara smábarn, miðað við Kárahnjúka,“ segir Einar Erlings- son, verkfræðingur hjá Landsvirkj- un, sem er yfir eftirliti með bygging- arframkvæmdum við Búðarháls- virkjun, um samanburðinn við Kárahnjúkavirkjun. Hann og Dagur Georgsson, aðstoðar-staðarverk- fræðingur Landsvirkjunar, unnu fyrir austan. Þeir benda á að aðstæð- ur séu allt aðrar. Stór hluti fram- kvæmda á Kárahnjúkum hafi verið unninn í 550 til 600 metra hæð yfir sjávarmáli en Búðarhálsvirkjun sé í um 300 metrum. Þar hafi verið bor- aðir um 70 kílómetrar af göngum en aðeins um 4 km hér. Þá sé fram- kvæmdatíminn þrjú ár en hafi verið fimm ár fyrir austan. „Fyrirtækið nýtir alla þá reynslu sem við fengum við Kárahnjúka,“ segir Dagur. Morgunblaðið/RAX Eftirlit Dagur Georgsson aðstoðar-staðarverkfræðingur og Einar Erlings- son, sem hefur eftirlit með byggingarvinnu Landsvirkjunar, voru við Kára- hnjúkavirkjun og nýta reynsluna þaðan. Nýta reynsluna frá Kárahnjúkum Orka frá virkjun » Búðarhálsvirkjun tekur til starfa í lok árs 2013. » Orkan fer til álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar er ver- ið að undirbúa straumhækkun til að auka framleiðslu. Morgunblaðið/RAX a ári. Inntakslónið Sporðöldulón myndast fyrir innan, til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/RAX ferssyni yfirverkstjóra og Páli Eggertssyni, staðarstjóra Ístaks, við Búðarhálsvirkjun. Þegar unnar hafa verið um 300 þús- und vinnustundir við Búðarháls- virkjun hefur aðeins orðið eitt slys sem kostað hefur frátafir frá vinnu. Það var sem betur fer ekki alvar- legt. Verkkaupi og verktakar fylgja fast eftir öryggisreglum undir markmiðum svonefndar núll- slysastefnu. „Við erum raunsæir, vitum að við komust ekki í gegn um þessa fram- kvæmd án slysa,“ segir Einar Erl- ingsson sem er yfir eftirliti með byggingarvinnu hjá Landsvirkjun við Búðarháls. Hann er þó ánægður með árangurinn það sem af er. Gerð var grein fyrir ákveðnum ör- yggisráðstöfunum í upphafi, við út- boð verksins. Þannig þarf verktaki að hafa einn öryggisfulltrúa fyrir hverja hundrað starfsmann. Sá fer stöðugt yfir vinnusvæðin og greinir hvað má betur fara. Verkstjórar Ístaks halda fundi með öllu starfsfólki sínu klukkan sjö á hverjum morgni. Við „morgunand- aktina“ er farið yfir verkefni dagsins þannig að starfsmennirnir viti hvað er að gerast á öllu vinnusvæðinu. Andaktinni lýkur síðan með innleggi öryggisfulltrúa. Páll Eggertsson, staðarstjóri Ís- taks, segir að þessir fundir séu mik- ilvæg viðbót við reglubundnar skoð- anir verkkaupans og innri skoðanir hjá Ístaki. „Það er mun meira lagt upp úr ör- yggismálunum hér en við erum van- ir,“ segir Páll. Gísli Kristófersson yfirverkstjóri bætir því við að mik- ilvægi öryggismálanna aukist stöð- ugt. Ístak vinni að mörgum verkum á alþjóðlegum markaði og þurfi að reka harða öryggisstefnu. Algengt sé að slysatíðni fyrri verka verktaka sé skoðuð áður en ákveðið er hverjir fái að bjóða í verk. Einar segir morgunfundinn mik- ilvægan lið í að skapa réttan brag á vinnustaðnum, með tilliti til öryggis- mála. „Við lærðum á Kárahnjúkum. Þar voru augnslys ótrúlega algeng,“ seg- ir Einar. Því er gerð krafa um að ör- yggisgleraugu séu notuð við vinnu, ásamt hjálmum, svo dæmi sé tekið. Morgunandaktin skapar réttan brag Hrauneyjafossvirkjun Sigöldustöð Vatnsfellsstöð Sprengisandsleið Búðarhálsvirkjun Sultartangastöð Búrfellsstöð Virkjanir í Þjórsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.